Tugir og hundruð milljarða í hverri nýrri ásökun.

Þegar fyrir Hrun var ljóst að það var að myndast svokölluð snjóhengja innistæðna útlendinga, sem fjárfestu í vaxtamun, sem var uppblásinn af græðgis-bankabólunni. 

Þegar bankarnir féllu með braki og brestum hófst í meginatriðum samningaferli, sem hefur staðið alveg fram á þennan dag og stendur áfram þar til aflétt hefur verið gjaldeyrishöftum. 

Úr því að þetta fellur undir samninga er merkilegt ef menn halda að annar aðilinn fái alltaf allt sitt fram en hinn ekkert.

En allan þennan tíma hefur björgunarstarf á vegum þriggja ríkisstjórna verið harðlega gagnrýnt fyrir það að "gefa" kröfuhöfum svo og svo marga tugi og jafnvel hundruð milljarða í þessu samningaferli, til dæmis hundruð milljarða í sambandi við afléttingu gjaldeyrishaftanna. 

Og farið er aftur í tímann í umræðunni með því að bera tugmilljarða sakir á fyrrverandi ráðherra og ríkisstjórn, en samt er viðurkennt í Kastljósi núna áðan að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. 

 


mbl.is Bera Steingrím þungum sökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á meðan hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft getur Seðlabankinn að töluverðu leyti stjórnað gengi krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði.

Eignir útlendinga í íslenskum
krónum eru hins vegar um eitt þúsund milljarðar og ef gjaldeyrishöftin yrðu afnumin í einu vetfangi myndi gengi krónunnar hrynja enn og aftur.

Og skuldir ríkissjóðs Íslands eru um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna, um 90% af vergri landsframleiðslu.

22.10.2012:


Eignir útlendinga í íslenskum krónum um eitt þúsund milljarðar


30.9.2013:

Skuldir ríkissjóðs Íslands um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna

Steini Briem, 12.7.2014

Þorsteinn Briem, 13.9.2016 kl. 00:05

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja í árslok 2008 voru að sögn Ríkisskattstjóra 22.675 milljarðar króna, andvirði 170 Kárahnjúkavirkjana.

Þorsteinn Briem, 13.9.2016 kl. 00:09

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.8.2009:

"Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum voru 272% um síðustu áramót [í árslok 2008] en til samanburðar var þetta hlutfall 178% árið 2000 og hefur því hækkað um 94%."

Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum tvöfalt meiri en spænskra heimila

Þorsteinn Briem, 13.9.2016 kl. 00:10

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 13.9.2016 kl. 00:13

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.12.2009:

"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.

"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.

Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.

"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.

Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."

Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur - Reyndi að vara þá við

Þorsteinn Briem, 13.9.2016 kl. 00:14

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.12.2005:

"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."

"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.

Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."

Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu

Þorsteinn Briem, 13.9.2016 kl. 00:15

7 identicon

Pólitísk afglöp hafa hingað til ekki verið talin refsiverð eða saknæm. Eftir því sem manni skilst er hér verið að saka Steingrím um alvarleg pólitísk mistök, ekki lögbrot eins og Víglundur gerði og skýrslan hans Brynjars fjallaði um.

ls (IP-tala skráð) 13.9.2016 kl. 00:17

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2006 var hér eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa, sama hvað það kostaði.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að fá Íslendinga til að leggja fyrir og reyna að minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.

Jöklabréf


En eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008 var hér mikil verðbólga vegna gengishruns íslensku krónunnar, þar sem mun fleiri krónur þurfti nú til að kaupa erlendar vörur og aðföng en árið 2006.

Þorsteinn Briem, 13.9.2016 kl. 00:18

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2012:

"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár.

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum

Þorsteinn Briem, 13.9.2016 kl. 00:20

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi hefur verið mesta verðbólga í Evrópu, hæsta matvælaverð í Evrópu og miklu hærri vextir en á evrusvæðinu.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið miklu hærri en á evrusvæðinu og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.

Og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 13.9.2016 kl. 00:21

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.

Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.

Hagvöxtur
hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.

Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.

Halli á ríkissjóði
Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.

Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 13.9.2016 kl. 00:28

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 13.9.2016 kl. 00:32

17 identicon

Olíuleitin var væntanlega bara einn liður í björgunarleiðangrinum mikla.  Þau eru alltaf að bjarga verðmætum í VG.  Alltaf svo misskilin og vanmetin :)

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.9.2016 kl. 07:42

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er rangt hjá þér, Ómar, að það hafi verið "viðurkennt í Kastljósi [af Vigdísi Hauksdóttur] að ekkert saknæmt hafi átt sér stað," hún sagðist hins vegar ekki vera að halda því fram, að það hefði átt sér stað, enda væri það hlutverk ekki fjárlaganefndar, heldur annarra að dæma þar um.

Kannski endar þetta mál fyrir landsdómi.

Eins og Kastljósmaðurinn reyndi, lætur Fréttablaðið Steingrím J. komast allt of léttilega frá þessu máli í lítilli, en áberandi "frétt" í dag, en honum duga ekki fáein orð til að sanna neitt af sínu máli, og yfirlýsingar hans um að þetta séu tilhæfulausar ásakanir hrökkva hvergi til. Svo margþættur virðist syndalisti hans í þessu, að það þarf algerlega að fara í saumana á karlinum og verkum hans. En Fréttablaðið stendur með Stg. hér eins og í Icesave-málinu, því sjálfu og þeim öllum til hneisu.

En þú ert hér, Ómar, meðfram eða í framhjáhlaupi að verja þinn flokk og gamlan flokksformann, Jóhönnu.

PS. Engu nennir maður að svara hvimleiðum raðinnleggjum Briemarans, enda hygg ég að fáir lesi hann að reyndu máli.

Jón Valur Jensson, 13.9.2016 kl. 08:28

19 identicon

Ég held að Lilja hafi einfaldlega ekki skilið hvað hann Steingrímur er mikill femínisti.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.9.2016 kl. 08:43

20 identicon

Er löglegt að taka fram fyrir hendurnar á fjármálaeftirlitinu án lagaheimildar en útbúa svo heimildina með eftir á lagasetningu?

Athuga ber að þetta varðar ekki neitt litla hagsmuni heldur hagsmuni þúsunda íbúðareigenda sem var fórnað á altari ESB umsóknar.  Það gerir þetta lögbrot mun alvarlegra en ella.  Eins kemur fram að þarna var um einbeittan brotavilja að ræða en ekki mistök þar sem rætt var um að vinna að hagsmunum kröfuhafa til hins ýtrasta!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.9.2016 kl. 09:00

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt, Bjarni Gunnlaugur!

Já, Elín, var hann ekki dæmalaust góður femínisti?

 

Gráta lét hann Liljur tvær,

lagði i gólfið báðar þær,

Icesave máttu víst klökkar kyngja,

en klukkurnar brátt þeim refi hringja:

geri hann ekki iðrun fljóta,

á honum hvílir sektin ljóta.

Jón Valur Jensson, 13.9.2016 kl. 10:04

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Illa hljómuðu dómsdags-lokaorð Ólafs í Hafnarfirði í viðtali við Pétur á Utvarpi Sögu nú um tíuleytið:

Ef fólk kýs þessa vinstri flokka, Samfylkingu, Vinstri græna eða Pírata, í kosningunum í haust, þá eru yfirgnæfandi líkur á því, að það fái Steingrím J. Sigfússon aftur sem fjármálaráðherra!

Jón Valur Jensson, 13.9.2016 kl. 10:09

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Bjarni Gunnlaugur, Seðlabankinn átti mikið safn íbúðalaána og Steingrímur J. sá til þess, að Seðlabankinn lét kröfuhafa bankanna fá þau, og þeir innheimtu þau að fullu, með ofurvöxtum eftir verðbólgusprenginguna!

Svo láta vinstri menn eins og það sé Sigmundur Davíð, sem helzt beri að krossfesta, vegna inneignar konu hans, erfðahlutar hennar, sem geymdur er erlendis og ekkert er ólöglegt við!

Jón Valur Jensson, 13.9.2016 kl. 10:19

24 identicon

Jú, Jón Valur.  Steingrímur er fremstur allra.  Menn geta mikið af honum lært.  Ekki síst konur eins og hún Lilja.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.9.2016 kl. 10:42

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og hvað ætti hún að læra af honum?

Honum tókst nú að losa sig við Guðfríði Lilju sem þingflokks-formann og Lilju Mósesdóttur út úr flokknum, auk annarra, og var það ekki allt fyrir ráðherrastólinn, Jóhönnu og Evrópusambandið?!

Jón Valur Jensson, 13.9.2016 kl. 13:42

26 identicon

Hvaða Lilju ert þú að tala um Jón Valur?  Lilju sem enginn kaus og Sigmundur Davíð tróð að?  Svona eins og Evrópusambandskóngurinn sem hann auðvitað er?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.9.2016 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband