Jóhannes útskýrari ber það viðurnefni með rentu.

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fékk fljótlega viðurnefnið útskýrari þegar hann stóð í ströngu við að útskýra illskiljanlega hluti við upphaf Wintrismálsins og í framhaldi af því.

Hugsanlega hafði hann fengið viðurnefnið fyrr vegna svipaðra aðgerða sinna eins og til dæmis þegar Sigmundur Davíð fór ekki til Parísar eins og flestir evrópskir leiðtogar.  

Glettnin á bak við þessa nafngift nýtur sín reyndar betur munnlega en skriflega vegna þess að einfalt í er viðurnefni Jóhannesar skírara en ý í viðurnefni Jóhannesar Þórs, en framburðurinn er í í báðum tilfellum. 

Já, Jóhannes útskýrari fékk heldur betur nóg að gera í vor og sýndi fram á nauðsyn starfs síns. 

Í gær var sagt í ljósvakamiðli að tæknileg atriði hefðu valdið því að aðeins ræða Sigmundar Davíðs en ekki ræða Sigurðar Inga hefði verið send út af flokksþinginu. 

Þessi útskýring er gamalt og vel þekkt fyrirbæri, - "tæknin er að stríða okkur", - heilkennið, þannig að flestir keyptu það vafalaust að um tæknilega bilun hefði verið að ræða.

En í dag hefur Jóhannes útskýrari sýnt að hans er full þörf til að útskýra, að það hafi verið á ábyrgð forystu flokksins að þetta gerðist í gær en ekki vegna bilunar eða mistaka tæknimanna.  


mbl.is Fóru að fyrirmælum flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Á rammíslensku heitir þetta að vera lygari. Sannleikahagræðari.

Ragna Birgisdóttir, 2.10.2016 kl. 15:06

2 identicon

Og nú er greyið atvinnulaus. smile

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 15:43

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hvað verður nú um Jackie og börnin?!"

Þorsteinn Briem, 2.10.2016 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband