Vestrænt þjóðskipulag víðs fjarri í raun.

Eþíópía státar af glæsilegri fornaldarmenningu, allt frá tengslum drottningarinnar af Saba við Salómon hjá Ísrael.

Eþíópíumenn tóku kristni nokkrum öldum á undan Íslendingum og menning Koptanna svonefndu er svo rótgróin og heilög í landinu, að engu hefur skipt hvort alræðið var á vegum Haile Selassie keisara, kommúnistans Mengistus eða núverandi alræðisstjórnar.

Eþíópímenn þekkja ekkert annað en einræði og harðstjórn og í tveimur ferðalögum um landið, 2003 og 2006, kom vel í ljós hve órafjarri þetta snauða þjóðfélag er frá vestrænum þjóðfélögum.

Þá var hagkerfið álíka stórt og hagkerfi Íslands, þar sem næstum 300 sinnum færri íbúar eru.

Meðaltekjur hvers Íslendings á dag eru því kannski álíka og meðaltekjur hvers Eþíópíumanns á einu ári. 

 

Í fyrra ferðalaginu var flogið í einshreyfils vél um landið, en þá voru aðeins tíu einkavélar í landinu og flugbann á vissum svæðum.

Stjórnarherrarnir hafa gætt þess að halla sér að Bandaríkjamönnum og koma sér í svo mjög í mjúkinn hjá þeim, að bandaríski flughverinn gerði loftárásir að beiðni stjórnvalda á uppreisnarmenn Sómalíumegin við landmæri þess lands og Eþíópíu.

Nú hefur byrjað straumur erlendra fjárfestinga inn í landið sem býr yfir gríðarlegri jarðvarmaorku, en áhrif þessa verða kannski ekki alveg jafn jákvæð og ef þarna væri skaplegt stjórnarfar, heldur hugsanleg að það muni ýta undir ólgú á borð við þá sem nú hefur kostað mörg mannslíf.   


mbl.is Þriggja daga þjóðarsorg í Eþíópíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forvitni: Flaugstu á vélinni frá Íslandi til Aþíópíu?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.10.2016 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband