Brenglað raunveruleikaskyn.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði lítið sem ekkert við blaðamenn þegar úrslit voru ljós á flokkþingi Framsóknarmanna og hann strunsaði fljótlega út, en þó var haft eftir honum að úrslitin hefðu komið sér mjög á óvart.

Augljóst var að hann hafði einfaldlega ekki gert ráð fyrir þeim möguleika að hann myndi tapa fyrir Sigurði Inga, svo mjög höfðu úrslitin í Norðausturkjördæmi villt um fyrir honum um hina raunverulega stöðu hans. 

Hann virðist hafa haldið að rétta leiðin til að ná upp fyrri styrk væri að einblína á það að fá sem flesta til fylgis við sig með öllum mögulegum ráðum og vanrækja bæði þingstörf og það að taka gjörðir sínar til rækilegrar endurskoðunar. 

Í staðinn lifði hann í afneitun og ofmati í það tæplega hálfa ár, sem Sigurði Inga hafði tekist að fá handa honum til að ná áttum. 

Framkoma hans í upphafi eftirminnilegs sjónvarpsþáttar með leiðtogum flokkanna afhjúpaði, að afneitunin fór vaxandi en ekki minnkandi, og allt fram í upphaf flokksþingsins réði hún orðum hans og gerðum. 

Hann ofmat stöðu sína æ meira, kenndi öðrum um allt sem miður fór, sá samsæri gegn sér í hverju horni og brást við með frekju og oflæti sem urðu honum að falli. eins og úrslitin í formannskosningunni bera glöggt með sér. 

Sigmundur Davíð býr yfir mörgum góða hæfileikum og er enn á besta aldri og gæti þess vegna átt eftir að vinna mörg ágæt verk á ýmsum sviðum. 

En hegðun hans minnir því miður um margt á hegðun fíkla, í þessu tilfelli valdafíkils, sem þurfa að fara í meðferð til þess að skoða allt frá rótum, rífa niður og fjarlægja það, sem hefur brenglað sýn og afvegaleitt hegðun, og byggja sig upp að nýju á traustum grunni. 


mbl.is Heppilegra ef Sigmundur hefði talað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar hittir þú enn og aftur á rétta punktinn.

Þegar Gælubörn ráða ekki við verkefnið, þá eiga þau það til að fara út í skæting og missa sýn á raunveruleikann.

Strákurinn er kanski bráðgreindur, en hann gleymdi að stoppa og hugsa um allt hitt fólkið,ja, þau eru kanski ekki nema rúmar 330000 manneskjur, en það mætti kanski taka svolítið tillit til þeirra líka.

Árni Guðmundss0n (IP-tala skráð) 4.10.2016 kl. 02:23

2 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Minnir nú mest á frekjudall, - frekan krakka, sem allt hefur verið látið eftir, alltaf fengið allt sem hann hefur heimtað. Það er nú mín tilfinning. 

Eiður Svanberg Guðnason, 4.10.2016 kl. 08:58

3 identicon

Dæmigerður hugsjónamaður á vinstri kanti stjórnmála sem hatar litlu gulu gráðugu hænuna eins og pestina.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.10.2016 kl. 09:01

4 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Um hvern ertu að skrifa hér Elín? Ómar,SDG eða Eið? 

Ragna Birgisdóttir, 4.10.2016 kl. 12:09

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þeir vammlausu hafa bloggað hér að ofan.  

Þeir sjá það sem þeir vilja sjá.  Ekki að RÚV sé að gera eitthvað rangt, eða beita einskonar mismunun í fréttaflutningi.

Hvað með umfjöllun RÚV á eftirfarandi einstaklingum:

- Bjarna Benediktsson og eignir hans í aflandsfélögum?

- Ólöf Nordal og eignir  hennar í aflandsfélögum?

- Steingrímur J Sigfússon afstaða hans til ESB og Sp. Kef?

- Katrín Jakobsdóttir og afstaða hennar til ESB?

- Jóhanna Sigurðardóttir og skjaldborg heimilinna?

Þetta er smá sýnishorn.

Ef þetta er allt í lagi að fjalla lítið sem ekkert um þetta á RÚV, ættu bloggarar að átta sig á þvi, ef til vill er er þetta ekki í lagi hjá RÚV.

Hugsanlega er sá heilbrigðasti í hópnum, - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Bloggarar eru mjög fundvísir á bresti einstaklinga, en það sem blasir við, fer hjá garði hjá þeim.

Hver var það sem var með hugmyndirnar, sem virkuðu best í bata íslenska efnahagskerfisins.

Er það enskis virði?

Benedikt V. Warén, 4.10.2016 kl. 12:36

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.4.2014:

"Nú hafa stærstu efndir sögunnar á kosningaloforði litið dagsins ljós.

Forsætisráðherra greip til þess að nota pizzur til að útskýra fyrir fólki hvernig það ætti að nálgast efndirnar.

Hann hefði alveg getað haldið áfram með pizzurnar til að gera fólki grein fyrir upphæðum efndanna.

Samkvæmt tölum (fjölda heimila sem eiga rétt á leiðréttingu deilt í 72 milljarða) lækkar húsnæðisskuld meðalheimilis um 1 milljón.

Afborgun af hverri milljón í verðtryggðu húsnæðisláni til langs tíma er u.þ.b. 5 þúsund á mánuði sem dugir fyrir 2 vænum pizzum.

En, æ, skuldin lækkar bara um þriðjung úr milljón fyrsta árið sem gerir bara eina litla pizzu á mánuði.

Reiknað er með að fólk geti sótt þessa pizzu nú í desember sem er ekki nema einu og hálfu ári seinna en lofað var.

Og strax ári seinna dugir lækkunin fyrir 2 litlum pizzum.

Það eru vandfundnar stærri efndir á kosningaloforði."

Tvær pizzur á mánuði

Þorsteinn Briem, 4.10.2016 kl. 14:22

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn:

"
Fullur ellilífeyrir skal vera 2.553.312 kr. á ári [212.776 krónur á mánuði].

Ellilífeyri skal lækka um 45% af tekjum lífeyrisþegans, sbr. 16. gr., uns lífeyririnn fellur niður."

Breytingar á lögum um málefni aldraðra o.fl. - Stjórnarfrumvarp

Þorsteinn Briem, 4.10.2016 kl. 14:24

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.

Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.

Hagvöxtur
hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.

Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.

Halli á ríkissjóði
Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.

Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 4.10.2016 kl. 14:27

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 4.10.2016 kl. 14:28

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi hefur verið mesta verðbólga í Evrópu, hæsta matvælaverð í Evrópu og miklu hærri vextir en á evrusvæðinu.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið miklu hærri en á evrusvæðinu og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.

Og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 4.10.2016 kl. 14:31

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2012:

"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár."

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum

Þorsteinn Briem, 4.10.2016 kl. 14:35

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2006 var hér eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa, sama hvað það kostaði.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að fá Íslendinga til að leggja fyrir og reyna að minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.

Jöklabréf


En eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008 var hér mikil verðbólga vegna gengishruns íslensku krónunnar, þar sem mun fleiri krónur þurfti nú til að kaupa erlendar vörur og aðföng en árið 2006.

Þorsteinn Briem, 4.10.2016 kl. 14:36

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.12.2009:

"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.

"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.

Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.

"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.

Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."

Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur - Reyndi að vara þá við

Þorsteinn Briem, 4.10.2016 kl. 14:37

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2008 (fyrir Hrun):

Íslendingar skulda mest í heimi

Þorsteinn Briem, 4.10.2016 kl. 14:38

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.8.2009:

"Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum voru 272% um síðustu áramót [í árslok 2008] en til samanburðar var þetta hlutfall 178% árið 2000 og hefur því hækkað um 94%."

Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum tvöfalt meiri en spænskra heimila

Þorsteinn Briem, 4.10.2016 kl. 14:39

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja í árslok 2008 voru að sögn Ríkisskattstjóra 22.675 milljarðar króna, andvirði 170 Kárahnjúkavirkjana.

Þorsteinn Briem, 4.10.2016 kl. 14:40

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á meðan hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft getur Seðlabankinn að töluverðu leyti stjórnað gengi krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði.

Eignir útlendinga í íslenskum krónum eru hins vegar um eitt þúsund milljarðar og ef gjaldeyrishöftin yrðu afnumin í einu vetfangi myndi gengi krónunnar hrynja enn og aftur.

22.10.2012:

Eignir útlendinga í íslenskum krónum um eitt þúsund milljarðar

Steini Briem, 12.7.2014

Þorsteinn Briem, 4.10.2016 kl. 14:42

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fram­sókn­ar­menn hafi fram­kvæmt flest af því sem komið hafi fram í stefnu flokks­ins fyr­ir síðustu kosn­ing­ar ..."

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 4.10.2016 kl. 14:44

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er nú alveg saga til næsta bæjar ef austfirðingar ætla að fara að senda mann á ing sem helst er þekktur að því að mæta nánast aldrei í vinnuna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.10.2016 kl. 15:10

24 identicon

Athyglisverðar athugasemdir hjá  þér, Steini Briem.

Mér finnst tími til kominn að þú opnir eigið blogg. Það myndi trúlega gefa þér meira frelsi til að koma skoðunum þínum á framfæri. Þá gætir þú líka fitjað sjálfur upp á þeim umræðuefnum sem þér finnst skipta máli hverju sinni.

Kveðja.

Agla (IP-tala skráð) 4.10.2016 kl. 15:17

25 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ómar Bjarki.

Hugsaðu þér hverju SDG kæmi þá í verk við að mæta betur.  Hann er aldeilis búinn að sýna hvers hann er megnugur, að þínu mati, á þess að vera stöðugt á staðnum.

Það er annað en síðasta tvíeyki, sem stóð ekki við neitt.

- Skjaldborg heimilinna.

- Icesave ruglið

- Milljóna útgjöld ríkisins vegna Sp.Kef.

Svona má áfram telja.  

Að mati ÓBK eru allir ómögulegir, sem ekki eru SF/VG farinu og svíkja almennilega, fyrst þeir eru að því á annað borð.

Benedikt V. Warén, 4.10.2016 kl. 17:10

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vonandi þurrkast framsókn út í NA.  

Þeir hafa unnið nógan skaða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.10.2016 kl. 17:49

27 Smámynd: Benedikt V. Warén

Láttu þig dreyma Ómar Bjarki, láttu þig dreyma.

Áherslur þínar eru áhugaverðar:

Það er flott að styðja borgarstjóra sem vill ekki landsbyggðafólk í heimsókn.

Það er flott að styðja borgarstjóra sem vill sjúga peninga af landbyggðinni.

Það er flott að styðja borgarstjóra sem gefur börnunum tros í matinn á barnaheimilum, á meðan borðin svigna undan kræsingum í ráðhúsinu.

Það er flott að hygla borgarstjóra, sem ekki styður við bakið á öryrkja, sem lenti í vinnuslysi í borginni(sjá RÚV fréttir í kvöld)

Bara svona smá upprifjun.

Benedikt V. Warén, 4.10.2016 kl. 19:46

28 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ómar Ragnarson

Þannig er þegar menn vinna verk sín vel eins og Sigmundur Davíð hefur gert, í efnhagsmálum þjóðarinna á undanförnum árum þá reikna menn með að verkið sé mælkvarðin á þeirra framistöðu.

Vandin er sá að þú og rúmlega helmingur framsóknarfloksins, öll samfylkingin og stór hluti Sjálfstæðisfloksins annaðhvort viljið ekki líta til verksins eða hafið ekki þann skilning á enhagsmálum sem þaf til að meta það.

Þá grípið þið til þess ráðs að saka hann um að hlust ekki, vera ósamvinnufúsan og að hann sé skattsvikari og Pabbi hanns sé þjófur og...... allt annað an verkið. 

Guðmundur Jónsson, 5.10.2016 kl. 11:23

29 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar minn.

Einn maður vann "öll verkin"?

Hvernig verður þetta útskýrt á mannamáli í samfélagi utan Tyrkjaveldis?

Er ég of heimtufrek, þegar ég vil sjá verkaskiptinguna á þessum "eins" manns "jesú"-kraftaverkum?

Það eru allir gallagripir hér á móðurjörðinni. Og enginn hefur sannanlega getað einn og sér framkvæmt kraftaverk umfram aðra.

Eða eru einhverjir sem geta útskýrt nútímakraftaverk eins eðlilega gallaðs einstaklings, í spilltri pólitík á Hæstaréttar-blaðamanna-lögmannastýrða, dópsölufría Íslands-millilendingunni?

Ég veit ekki hvernig svartamarkaðs-kaupin gerast nákvæmlega, hér á páfastýrðri mafíukaupmanna-toppþríhyrnings-eyrinni Íslandi.

En nú geta væntanlega mér vitrari einstaklingar með málfrelsi á mafíudómarastýrða Íslandi, frætt mig og aðra fáfróða, um hvernig djöflaormagryfja skattpínandi og bankarænandi Páfans virkar í verklagsins dómstólastýrða "lögmannalöglega" löggjafa-framkvæmdinni á Íslandi?

Takk fyrir mitt óbannaða og óritskoðaða leyfða málfrelsi hér á síðunni þinni, Ómar minn. Bæði fyrr og nú.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.10.2016 kl. 21:28

30 identicon

17 raðathugasemdir eftir hliðarsjálf ÓRa, strámanninn Steina Briem! 

Þennan leik hefur Ómar Ragnarsson leikið árum saman á moggabloggi til að stela athyglinni og umræðunni sem hann þrífst sannarlega á eins og púkinn á fjósbitanum.

Margur heldur mig sig:

"En hegðun hans minnir því miður um margt á hegðun fíkla, í þessu tilfelli valdafíkils, sem þurfa að fara í meðferð til þess að skoða allt frá rótum, rífa niður og fjarlægja það, sem hefur brenglað sýn og afvegaleitt hegðun, og byggja sig upp að nýju á traustum grunni."

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.10.2016 kl. 06:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband