Af hverju eru málin ekki skoðuð hjá sambærilegum borgarsamfélögum?

Áður hefur verið greint frá því að gerð hafi verið skýrsla fyrir næstum 20 árum með áhugaverðum samanburði á 16 norrænum borgum, þar af 9, sem voru álíka stórar og Reykjavík. 

Það nýjasta í þessum efnum er mikið ferðalag til stórra borga til þess að leita samanburðar og læra af því sem þar er að gerast. 

En hvers vegna eru málin ekki skoðuð líka hjá sambærilegum borgarsamfélögum?

Auk borgarsamfélaga á stærð við Reykjavík á Norðurlöndum má líka finna borgir á stærð við íslenska höfuðborgarsvæðið sem væri áhugavert að skoða og bera aðstæður þar saman við aðstæður hér þegar leitað er lausna á mörgum sviðum.

 


mbl.is Skiptar skoðanir um borgarlínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Búið að svara þessu hér, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 4.10.2016 kl. 20:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 23.9.2016:

"... þá eru að verða tímamót í undirbúningi afkastameiri almenningssamganga á höfuðborgarsvæðinu.

Eftir viðræður sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu (SSH) við innanríkisráðuneytið liggur nú fyrir að Vegagerðin og fulltrúar ráðuneytisins munu taka þátt í kynnisferð SSH þar sem afla á upplýsinga um hvernig borgarsvæði hafa staðið að því koma upp kerfi hraðvagna og léttlesta.

Leitað verður fanga í Kaupmannahöfn, Strasbourg [í Frakklandi] og Vancouver í Kanada sem allar eru leiðandi á þessu sviði, hver á sinn hátt."

Borgir
um allan heim, af öllum stærðum og gerðum eru að ráðast í þessar framkvæmdir og til dæmis er verið að smíða 30 léttlestarkerfi í Bandaríkjunum og Kanada akkúrat núna.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru öll með umfangsmikil uppbyggingarverkefni sem miða að því að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu verulega og öflugri almenningssamgöngur eru lykilatriði í því að þessi áform gangi eftir."

Steini Briem, 25.9.2016

Þorsteinn Briem, 4.10.2016 kl. 21:04

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Leitað verður fanga í Kaupmannahöfn, Strasbourg [í Frakklandi] og Vancouver í Kanada sem allar eru leiðandi á þessu sviði, hver á sinn hátt."

Um 276 þúsund manns bjuggu í Strasbourg í Frakklandi árið 2013 og um 209 þúsund á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 4.10.2016 kl. 21:18

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Íbúum höfuðborg­ar­svæðis­ins [hér á Íslandi] muni fjölga um 70.000 til árs­ins 2040 og við því þurfi að bregðast ..."

Þorsteinn Briem, 4.10.2016 kl. 21:50

5 identicon

Þetta er bruðl á bruðl ofan.

Alltaf þarf þetta lið að fara í skemmtiferðir til útlanda á kostnað skattgreiðenda. Allt sem var skoðað á sambandi við samgöngukerfi var hægt að skoða á netinu. En það er mikið skemmtilegra fyrir borgarfulltrúa að fara í frí til útlanda, sérstaklega þegar aðrir borga undir rassgatið á þeim.

Síðast þegar þetta lið fór í óþarfa skemmtiferð var til Parísar á einskisnýta ráðstefnu að nauðsynjalausu. Ef ég fengi að ráða, þá væri öllum opinberum starfsmönnum og kosnum fulltrúum harðbannað að ferðast til útlanda á kostnað hins opinbera nema með sérstöku leyfi.

Pétur D. (IP-tala skráð) 4.10.2016 kl. 22:03

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einu sinni á ári fór bóndi nokkur í kaupstað og kom þá ætíð sauðdrukkinn heim með þessa yfirlýsingu:

"Ég er húsbóndi á mínu heimili!"

Aðra daga ársins minntist hann aldrei á þetta atriði, enda var hann engan veginn húsbóndinn á bænum, því húsfreyjan gegndi því hlutverki og ansaði aldrei þessu fyllerísrausi eiginmannsins.

Þorsteinn Briem, 5.10.2016 kl. 00:19

7 identicon

Við skulum bara vona að þeir sjái framhjá háum startkostnaði við léttlestakerfið, þá losnar fólkið á höfuðborgarsvæðinu við úr sér gengna hálfónýta eiturspúandi strætisvagna sem gera ekkert annað en að valda taugaveiklun og skaða í umferðinni í von um að halda óraunhæfri tímaáætlun.  Daginn sem að það er ekki einn strætó eftir til að svína á mig út af stoppustöð í Reykjavík er dagurinn sem ég fer með ostakörfu og rauðvín til borgarstjóra.

Stefán (IP-tala skráð) 5.10.2016 kl. 10:25

8 identicon

Stefán, ég veit ekki hvað þú ert gamall, en það er óraunhæft að búast við því að það verði komið léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu á þessari öld. Það verður ekki á þínu æviskeiði. Þú sérð hvað það hefur tekið marga áratugi að komast ekki úr stað í þessu samhengi. Og úrbætur í almenningssamgöngum munu ekki gerast með duglausum meirihluta eins og þeim sem sitja nú í borgarstjórn. Meirihluti sem er ekki treystandi til að gera neitt almennilegt í samgöngumálum (eða neinum öðrum málum).

Í öðru lagi hverfa strætisvagnar ekki, þótt lestir koma. Í Stor-København eru þrjár tegundir af lestum auk tveggja tegunda af strætisvögnum sem keyra með stuttu millibili. Enda væri það arfaslæm lausn að leggja niður strætó, þótt lestir væru komnar. En það er öruggt að það þarf að finna betri stjórnendur hjá Strætó, og ekki þessar afætur sem hafa verið fram að þessu.

Það hefur verið slæmt hér í höfuðborginni (og í raun landinu öllu) að hér eru aðeins tveir möguleikar til að ferðast: Strætó (eða rútur) fyrir þá sem ekki hafa ökuskírteini og einkabíll fyrir alla hina, enda er alveg vonlaust að vera bíllaus hér á landi til lengdar, ólíkt t.d. Danmörku og Hollandi. Og þegar veruleikafirrtu sósíalistarnir í borgarstjórn halda að strætó geti keppt við einkabílana og halda að ef nógu mikið er gert til að eyðileggja götur borgarinnar, þá muni allir selja bílana sína og flykkjast í strætó. Það er bara óskhyggja pólítískra fávita.

Stofnkostnaður léttlestakerfis er auðvitað gríðarlega mikill, en það er nauðsynlegt að það komi þannig valkostur. Annað er, að almenningssamgöngur verður alltaf að niðurgreiða, ef vel skal til takast. Það er nokkurs konar lögmál, að almenningssamgöngukerfi sem stendur undir sér er bæði dýrt fyrir notendur og býður lélega þjónustu. Ekki það að þjónustan hjá Strætó sé neitt ofsalega góð heldur...

Pétur D. (IP-tala skráð) 5.10.2016 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband