Gamalt Framsóknarvandamál.

Þegar litið er yfir stjórnarsetuferil Framsóknarflokksins frá upphafi stofnunar hans sést, að hann var 16 ár í vinstri stjórn, 7 ár í miðjustjórn og 31 ár í hægri stjórn.

Stjórn Gunnars Thoroddsens 1980-83 er þarna skilgreind sem vinstri stjórn, en ef hún er skilgreind sem miðjustjórn verða árin í vinstri stjórn enn færri en þarna er stillt upp. 

 

Því verður að líta á meðaltalið af stöðu flokksins sem hægra megin á miðjunni.

Vandamál flokksins í hundrað ár hefur verið að þurfa að sitja á víxl í vinstri og hægri stjórnum og vera "opinn í báða enda" eins og þessu ástandi flokksins var eitt sinn lýst.

Í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi skein í gegn í lokin, að Benedikt Jóhannesson átti erfitt með að skilgreina stöðu flokksins í ljósi tilboðs Pírata um stjórnarmyndunarviðræður fyrir kosningar.

Benedikt reyndi að afneita framtíðarsamvinnu við Sjálfstæðisflokk og Framsókn án þess að taka endanlega jákvætt í hugmyndir Pírata um viðræður fyrir kosningar.

Þetta er gamalt Framsóknarvandamál, sem Sigrún Magnúsdóttir myndi jafnvel kalla "lúxusvandamál", - eða "vegir liggja til allra átta."  


mbl.is Allt á blússandi siglingu hjá okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

En hvað um stjórn, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er utan stjórnar en Framsókn innan?

Ómar Ragnarsson, 18.10.2016 kl. 18:10

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag:

"
Following Sunday's announcement by the Pirate Party to form a pre-election anti-government alliance, the leader of the newly established Resurrection Party (Viðreisn) has announced that they will not be joining a coalition with the Independence Party or the Progressive Party after the elections.

Benedikt Jóhannesson, leader of the Resurrection Party said this on radio station X-ið this morning in an interview.

He did however say that he would not be going into discussion with the Pirate Party and other opposition parties until the election is over.

"We believe the discussion should start when voters have had their say."

Iceland's Pirates gun for anti-government grand alliance

Asked whether they would consider a coalition with the parties currently in government he said, "I will only say this. There will not be such a government.

There will not be a government comprised of the Independence Party, the Progressive Party and the Resurrection Party after the election."

Jóhannesson said that changes would not go through with the current governmental parties and that Resurrection wanted change.

"I believe it is highly unlikely that we could agree with them on anything.

I find it much more likely that we will come to an agreement with other parties."

Þorsteinn Briem, 18.10.2016 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband