Meira en 40 ára verkefni ólokið.

Í afar fábreyttu efnahagsumhverfi á Íslandi í kringum  1970 markaði bygging álvers við Straumsvík og stórvirkjunar við Búrfell tímamót. 

Yfir 95% gjaldeyristekna þjóðarbúsins höfðu komið frá sjávarútvegi og vegakerfi landsins var að mestu leyti frumstæðir malarvegir. 

Á þeim tíma hefði varla þurft sérstaka úttekt á efnahagslegum áhrifum  af því að hefja stóriðju, nauðsyn þess að skjóta fleiri stoðum en sjávarútvegi undir þjóðarbúið blasti við.

Nú eru liðin 46 ár frá opnun 33 þúsund tonna álvers í Straumsvík, sem þætti næsta smátt stóriðjufyrirtæki á okkar tímum, þar sem lágmarksstærð álvera til að bera sig hefur reynst vera 360 þúsund tonn.

Þjóðarframleiðsla og þjóðartekur hafa margfaldast og efnahags- og atvinnulíf er gjörbreytt.

Hjá erlendum nágrannaþjóðum þykir mikilvægast og árangursríkast að byggja efnahagslífið á vel menntuðum mannauði, sem er undirstaða skapandi greina.

Eru Danir í orkusnauðu og málmasnauðu landi sínu gott dæmi um það.

Á síðustu árum hafa þær rannsóknir fræðimanna á áhrifum og gildi stóriðjunnar á efnahagslífið, sem gerðar hafa verið, bent til miklu minni jákvæðra áhrifa en áður voru.

Og samanburður á því hvað fæst fyrir fjárfestinguna í kringum stóriðjuna annars vegar, og hvaða arð aðrar greinar gefa, hefur ekki verið stóriðjunni í vil. 

Það hefði því verið fróðlagt að sjá niðurstöður úttektar á efnahagslegum áhrifum starfsemi álversins í Straumsvík á bæjarfélagið Hafnarfjörð og taka umræðu um það. 

Nú er upplýst rétt si svona að þessi úttekt, sem átti að skila í vor, hafi ekki verið kláruð og verði ekki kláruð. 

Má furðu gegna eftir 46 ára sögu álversins að ekki sé hægt að skoða jafn sjálfsagt mál, birta niðurstöður slíkrar úttektar og ræða forsendur hennar og niðurstöður. 


mbl.is Úttekt á álverinu aldrei kláruð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Arður af erlendum stóriðjufyrirtækjum hefur nánast engin bein áhrif á þjóðartekjur Íslands. En hafa áhrif á vísitöluna ,,Landsframleiðsla" Er segir að allur arður af þessum fyrirtækjum fer úr landi. 

Það sama má í raun segja um Þá orkuframleiðslu Landsvirkjunar sem fer til þessara erlendu fyrirtækja sem er um 80% af allri raforkuframleiðslu á Íslandi. 

Álver greiða nánast enga skatta innanlands og er þá sama hvort um er að ræða til sveitarfélanna eða til ríkissins. Auk þess með gríðarlega afslætti á þjónustugjöldum eins og fasteignagjöldin eru. 

Skattar launafólks eru ekki skattgreiðslur þessara fyrirtækja. Launatengd gjöld eins greiðslur í lífeyrissjóði, sjúkrasjóði og tryggingagjöldin eru allt umsaminn hluti af launum starfsmanna.

Kristbjörn Árnason, 20.10.2016 kl. 11:40

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.

Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

Þar að auki eru langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér á Íslandi einkafyrirtæki, sem Sjálfstæðisflokkurinn talar sífellt um af mikilli lítilsvirðingu, eins og mörg önnur einkafyrirtæki hér, til að mynda alls kyns þjónustufyrirtæki.

Hversu mörg stóriðjufyrirtæki verða annars staðar en í Hafnarfirði, Helguvík, á Grundartanga, Húsavík og Reyðarfirði?!

Hvernig ætla Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn þá að auka hér hagvöxt?!

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 20.10.2016 kl. 13:04

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Álverin greiða einungis brot af þeim sköttum sem fyrirtæki greiða hér á Íslandi og meðallaun í álverum hér eru lægri en í ferðaþjónustunni, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.

Mikil meirihluti skatta fyrirtækja og einstaklinga kemur frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal þjónustufyrirtækjum og þeim sem þar starfa, enda er þar mikill meirihluti fyrirtækja og einstaklinga.

Til að reisa hér virkjanir tekur Landsvirkjun lán erlendis, þannig að tugmilljarða króna vextir af þeim fara árlega til lánastofnana erlendis sem erlendur gjaldeyrir.

Þar að auki þurfa álfyrirtækin hér, sem eru í eigu erlendra fyrirtækja, að kaupa gríðarlegt magn af súráli í erlendum gjaldeyri til sinnar framleiðslu.

Þorsteinn Briem, 20.10.2016 kl. 13:06

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi..

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.

Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu, einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% eru flutt úr landi."

Þorsteinn Briem, 20.10.2016 kl. 13:08

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Tourism in Denmark constitutes a growth industry.

Tourism is a major economic contributor at approx. DKK 82 billion in revenue and 120,000 full-time-equivalent-jobs annually, for the tourism experience industry alone in 2014."

"The World Tourism rankings of UNWTO show that Denmark had 8.7 million visitor arrivals in 2010."

Í fyrra, 2014, dvaldi hins vegar um ein milljón ferðamanna hér á Íslandi, sem er eitt strjálbýlasta land í heimi, er þar í 233. sæti og Ástralía er í næsta sæti.

En í Danmörku, sem er 42% af stærð Íslands, búa um 5,7 milljónir manna, þremur milljónum færri en erlendu ferðamennirnir þar.

Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum árið 2012 en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.

Yellowstone National Park

"Hann var það
, Steini, þegar ég kom þangað 2008."

Ómar Ragnarsson, 20.3.2013

Þorsteinn Briem, 20.10.2016 kl. 13:09

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skapandi greinar hér á Íslandi veltu 189 milljörðum króna árið 2009, útflutningstekjur þeirra voru þá 24 milljarðar króna og ársverk voru 9.371.

Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina - Maí 2011

Þorsteinn Briem, 20.10.2016 kl. 13:30

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Raforkuvinnsla hér á Íslandi árið 2008 var 16,467 GWh og hafði þá aukist frá árinu áður um 37,5%.

Og notkunin á íbúa jókst úr 38,5 MWh í 51,6 MWh.

Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann
en áður hafði hún verið mest í Noregi.

Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.

Þorsteinn Briem, 20.10.2016 kl. 13:32

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framleiðsla vatnsorkuveranna í Noregi er 113 TWh/a, um 60% af þeirri vatnsorku sem þar væri hægt að virkja.

Og framleiðsla vatnsorkuveranna hefur lítið aukist frá árinu 1990, samkvæmt skýrslu sem Þorkell Helgason skrifaði fyrir forsætisráðuneytið um skattlagningu orkufyrirtækja í Noregi.

Þorsteinn Briem, 20.10.2016 kl. 13:33

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Eru Danir í orkusnauðu og málmasnauðu landi sínu gott dæmi um það."

"Denmark has considerable sources of oil and natural gas in the North Sea and ranks as number 32 in the world among net exporters of crude oil and was producing 259,980 barrels of crude oil a day in 2009.

Denmark is a long-time leader in wind energy and 25-28% of electricity demand is supplied through wind turbines."

Þorsteinn Briem, 20.10.2016 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband