Æ,æ, þá verða "Hann heitir Róbert.." samtöl ekki lengur á boðstólum.

Ekki var ég fyrr búinn að segja í síðasta bloggpistli frá einum af þeim löggusamtölum, sem menn með réttan búnað gátu hlerað í den, en að ríkislögreglustjóri auglýsir aðgerðir til að dulkóða öll fjarskipti lögreglumanna. 

Lok, lok og læs og allt í stáli. 

Þar með lokast fyrir möguleika til að hlusta á dýrleg samtöl á borð "hann heitir Róbert og hún heitir Judy.." eins og sagt er frá í pistlinum. 


mbl.is Öll fjarskipti dulkóðuð á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Talsmaður lögreglunnar hélt því fram í fjölmiðlum að það væri "ekki hægt að brjóta þessa dulkóðun". Hah, þvílíkur brandari. Það verður fyndið að heyra "skýringarnar" sem koma þegar búið verður að hakka dulkóðunina.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2016 kl. 12:38

2 identicon

Sæll Ómar.

Þeir sem vilja hlusta á þetta munu gera
það hvað sem allri dulkóðun líður.

Óbeint kemur þetta mál inná trúnað yfirleitt
og þagnarheiti sem vissar starfsstéttir eru bundnar af:

Ekki þekki ég nokkurn mann yfir 50 ára aldri
sem trúir slíkri þvælu í raun og ástæða til að
gjalda varhug við oftrú á nokkru slíku hvað þá
þegar kemur að lífssýnum því menn bera ekki ábyrgð
einungis gagnvart sjálfur sér heldur líka gagnvartafkomendum sínum

Þeir geta aldrei vitað hvenær þær upplýsingar rata
beint inn á borð hjá tryggingafélögum og þeim öðrum
sem geta gert sér mat úr slíkum upplýsingum.

---

Vona að þú þurfir ekki að aftengja þennan þráð þinn
í ofboði úr athugasemdakerfi Morgunblaðsins þó
svo að ég hafi skrifað um þetta beint út.

Húsari. (IP-tala skráð) 18.11.2016 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband