Gert í Bretlandi en ekki hér.

Með því að samþykkja Brexit hefur neðri deild breska þingsins farið að þeim vilja, sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið í sumar þótt mjótt væri á munum í þeirri atkvæðagreiðslu.

Þetta gerir þingheimur, þótt hann hafi fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna verið talinn gegn Brexit og að færð hafi verið rök að því að lagatæknilega gæti þingið hugsanlega haft vald til að fara gegn úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 

Á okkar landi hafa verið viðhafðar þjóðaratkvæðagreiðslur fimm sinnum, tvisvar um áfengislöggjöfina og einnig um tvær stjórnarskrár, 1918, 1944 og 2012.

Í fjórum tilvikum hefur Alþingi farið eftir þeim vilja, sem kom fram í þessum atkvæðagreiðslu, en í einu tilfellinu, 2012 hefur enn ekkert gerst í meira en fjögur ár.

Athyglisverður munur á tveimur þjóðþingum.   


mbl.is Breska þingið samþykkti Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi voru fjórar þjóðaratkvæðagreiðslur á 25 árum, 1908-1933, um áfengisbann árið 1908, þegnskylduvinnu árið 1916, Sambandslögin árið 1918 og um afnám áfengisbannsins árið 1933.

Hins vegar voru engar þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi á lýðveldistímanum á árunum 1945-2009, í 65 ár, og Sjálfstæðisflokkurinn var við völd 83% af þeim tíma..

Þorsteinn Briem, 8.12.2016 kl. 20:55

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.

Engin þjóðaratkvæðagreiðsla var um þessi mál.

Þorsteinn Briem, 8.12.2016 kl. 21:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Núverandi forseti Íslands, sem aldrei hefur verið í Sjálfstæðisflokknum, synjaði að staðfesta frumvarp um fjölmiðla 2. júní 2004 og frumvarpið var dregið til baka.

Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, 17. maí 2004 um að forseti Íslands synji að staðfesta frumvarp um fjölmiðla:


"Forseti [Íslands] blandar sér varla í löggjafarmál persónulega, þó að hann kunni að vera höfundi þessarar greinar ósammála um vald sitt skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar."

Steini Briem, 18.5.2016

Þorsteinn Briem, 8.12.2016 kl. 21:04

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, 17. maí 2004 um að forseti Íslands synji að staðfesta fjölmiðlalögin, sem hann svo gerði 2. júní 2004:

"Forseti [Íslands] blandar sér varla í löggjafarmál persónulega, þó að hann kunni að vera höfundi þessarar greinar ósammála um vald sitt skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar.

Það sem gerðist 13. janúar 1993 [yfirlýsing Vigdísar Finnbogadóttur forseta Íslands um að hún myndi ekki ganga gegn þeirri ákvörðun sem lýðræðislega kjörið Alþingi hefði löglega tekið] sýnir ríka tilfinningu fyrir samspili æðstu handhafa ríkisvaldsins og þeirri virðingarskyldu sem á þeim hvílir innbyrðis."

Þorsteinn Briem, 8.12.2016 kl. 21:05

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samtal Matthíasar Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, við dr. Bjarna Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, sem birt var í Morgunblaðinu 9. júní 1968, í aðdraganda forsetakosninga."

"Bjarni víkur í viðtalinu að synjunarákvæðinu í stjórnarskránni frá 1944 og greinir þar frá ástæðum þess að það var sett inn í stjórnarskrána, en þess má geta að Bjarni átti sæti í nefndinni sem samdi tillögurnar að lýðveldisstjórnarskránni. Bjarni segir:

"Í stjórnarskránni er forsetanum að nafni eða formi til fengið ýmislegt annað vald, þar á meðal getur hann knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvarp með því að synja frumvarpinu staðfestingar.

Þarna er þó einungis um öryggisákvæði að ræða, sem deila má um hvort heppilegt hafi verið að setja í stjórnarskrána. Aldrei hefur þessu ákvæði verið beitt og sannast sagna á ekki að beita því þar sem þingræði er viðhaft.""

Synjunarvald forseta Íslands skýrist eingöngu af tímabundnu ástandi 1942-1944

Þorsteinn Briem, 8.12.2016 kl. 21:06

6 identicon

Gott væri ef höfundur gerði örlítið nánari grein fyrir "þjóðaratkvæðagreiðslunni" 2012, þátttöku og lögmæti og reyndar fleiru. Höfundurinn er jú lögspekingur mikill.

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 8.12.2016 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband