Svelt Landhelgisgæsla og fjórfalt dýrari flutningur.

Þrátt fyrir brýna nauðsyn á að móta heildarstefnu varðandi sjúkraflug er í raun verið að móta stefnu með því sem gert er um þessar mundir í þeim málum, og sú stefna er fullkomlega galin. 

Verið er að svelta Landhelgisgæsluna svo mjög að hún fjarlægist það að geta vaktað landhelgina og sinnt öryggishlutverki sínu.

Viðhald á þyrlum er margfalt dýrara og tímafrekara en á flugvélum af sambærilegri stærð og þess vegna þurfti Kaninn á sínum tíma fimm björgunarþyrlur á Keflavíkurflugvelli, tveimur fleiri en Gæslan hefur núna.

Þrjár þyrlur nægja ekki og bjóða upp á rússneska rúllettu með líf og limi þeirra, sem þær eiga að þjóna.

Þyrlur hafa þann kost að geta flogið beint á milli staða þar sem hægt er að lenda þeim. 

En ókostirnir eru líka margir. Þær eru ekki með jafnþrýstiklefa, flugvélarnar komast upp fyrir veðrin og fljúga næstum tvöfalt hraðar. 

Það er minnst fjórum sinnum dýrara að nota þyrlu en sömu stærð af sjúkraflugvél þannig að fjársvelti Gæslunnar vinnur gegn þyrlunotkun og mun hugsanlega kalla á að fækka þyrlum hennar ofan í tvær.  

Á sama tíma er lokað fyrir einu flugbrautina við Faxaflóa sem snýr upp í hvassar suðvestanáttir vetrarveðranna og ekki tekið í mál að leyfa notkun hennar á meðan ekkert hefur enn breyst flugtæknilega gagnvart því að hægt sé að nota hana.

Það sem ráðamennn eru að gera þýðir að heildarstefna er í raun komin í gildi, - galin heildarstefna afturfarar og vandræða. 


mbl.is Brýnt að móta framtíðarstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þyrlur eru notaðar hér nú þegar í miklum mæli, til dæmis til að sækja slasaða menn langt út á haf, og það oft í slæmum veðrum. Einnig upp á hálendið og ekki eru nú margir flugvellir uppi á hálendinu eða í hverjum dal allt í kringum landið.

Ef maður slasast til dæmis alvarlega í Skíðadal í Dalvíkurbyggð, sem hefur nú komið fyrir, yrði hann sóttur þangað á þyrlu en ekki flugvél, og þyrlum mun fjölga hér með aukinni velmegun á næstu áratugum, eins og ætlunin hefur verið undanfarin ár.

Rúmlega 70% þjóðarinnar búa við sunnanverðan Faxaflóa
, frá Akranesi að Garði, og þurfi að flytja fólk á Landspítalann er það flutt þangað með sjúkrabíl eða þyrlu en ekki flugvél. Og margt slasað fólk hefur verið flutt á Landspítalann af Suðurlandi með þyrlu en ekki flugvél, til dæmis fólk sem slasast hefur í umferðarslysum.

Við þurfum því engan veginn heilan flugvöll við Landspítalann. Þar er nóg að hafa þyrlupall, líkt og þann sem er við Landspítalann í Fossvogi, áður Borgarsjúkrahúsið.

Steini Briem, 4.11.2009

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 16:07

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miðstöð sjúkraflugs er í Reykjavík.

Þyrlur Landhelgisgæslunnar sinna frá Reykjavík sjúkraflugi á Suðvesturlandi, Suðurlandi, Vesturlandi og Norðvesturlandi og langflestir Íslendinga búa á þessu svæði.

Einnig sjúkraflugi á hafinu allt í kringum landið.

Og þar að auki sjúkraflugi sem ekki hefur verið hægt að sinna með flugvél frá Akureyri, til að mynda á Vestfjörðum.

Ísafjörður er nær Reykjavík en Akureyri og Vestmannaeyjar eru mun nær Reykjavík en Akureyri.

Landhelgisgæslan á nú þegar góða sjúkraflugvél
og getur allt eins átt sjúkraflugvél á Akureyri, enda vill Gæslan nú sinna öllu sjúkraflugi hér á Íslandi og á hafinu í kringum landið.

Þyrlur
Landhelgisgæslunnar geta flogið á um fimm kílómetra hraða á mínútu en flugvél Gæslunnar, TF-SIF, getur flogið á átta kílómetra hraða á mínútu.

Flugvélin er sérhönnuð til eftirlits-, leitar-, björgunar- og sjúkraflugs, hún þolir 36 hnúta hliðarvind (um 19 m/sek), þarf einungis 1.300 metra langa flugbraut og flugþolið er tíu klukkustundir.

Steini Briem, 14.11.2013

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 16:10

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í langflestum tilfellum eru sjúklingar fluttir með sjúkrabíl að Landsspítalanum af öllu höfuðborgarsvæðinu.

Þar að auki eru sjúklingar á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðvesturlandi nú þegar fluttir á Landspítalann með þyrlum.

Og í fjölmörgum tilfellum eru sjúklingar á öðrum landsvæðum einnig fluttir þangað með þyrlum, auk allra þeirra sem sóttir eru af hafinu allt í kringum landið í alls kyns veðrum.

"Fastur kostnaður flugsviðs Landhelgisgæslunnar er um 80-85% af árlegum rekstrarkostnaði sviðsins og að mestu óháður því hversu margar flugstundir loftfaranna eru.

Það þýðir meðal annars að fækkun eða fjölgun flugtímanna fer ekki að hafa áhrif fyrr en hún er orðin veruleg."

Ársskýrsla Landhelgisgæslunnar 2003, bls. 9-10


Steini Briem, 14.11.2013

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 16:11

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.9.2013:

"Það eru skýr hagkvæmnisrök fyrir því að þétta borgina í stað þess að halda áfram að þenja hana út, nýta þannig betur fjárfestinguna í gatna- og veitukerfum, draga úr umferð og auðvelda fólki að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til að ferðast á milli staða.

Kannanir sýna að nýjar kynslóðir borgarbúa vilja frekar búa þétt en dreift.

Í þriðja lagi fylgir flugvellinum ógn við öryggi borgarbúa með stöðugu lágflugi yfir íbúðahverfi.

Sú ógn fer vaxandi ef umsvif á vellinum aukast með fjölgun ferðamanna. Völlurinn er líka orðinn frekari á umhverfi sitt en áður, eins og áform um fyrirferðarmikil lendingarljós og fellingu gamals skógar á útivistarsvæðum borgarbúa sýnir.

Völlurinn
er raunar á alls konar undanþágum frá öryggisreglum, sem ekki þyrfti ef hann væri annars staðar."

Hjarta á röngum stað - Ritstjóri Fréttablaðsins

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 16:12

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ákveðið hefur verið að Landspítalinn verði áfram við Hringbraut, samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var af borgarstjórn Reykjavíkur 13. desember 2012, Reykvíkingar starfa flestir vestan Kringlumýrarbrautar og þar er nú verið að þétta byggðina.

Deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut samþykkt


Og þeir sem starfa bæði og búa vestan Kringlumýrarbrautar, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu, geta gengið eða hjólað í vinnuna í stað þess að fara þangað akandi frá austurhluta Reykjavíkur, sem veldur mun meiri innflutningi á bensíni, meira sliti á götum og bílum, meiri mengun, mun fleiri árekstrum og slysum.

Steini Briem, 14.11.2013

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 16:14

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Nú var að koma út úttekt Mannvits sem sýnir að munurinn á kostnaði við að þétta Reykjavíkurborg eða dreifa henni enn frekar er 350 milljarðar króna."

Steini Briem, 14.11.2013

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 16:17

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024 var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 18. apríl 2002, afgreitt af Skipulagsstofnun til staðfestingar umhverfisráðherra 19. desember 2002 og staðfest af umhverfisráðherra 20. desember 2002.

Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 16:21

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Valsmenn eiga landið á Hlíðarendasvæðinu.

"Hlíðarendi er erfðafestuland sem Knattspyrnufélagið Valur hefur átt frá árinu 1939."

Sagan - Hlíðarendi byggist

Og meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila, sem er stjórnarskrárvarinn eignarréttur.

Kosningar hafa farið fram um Reykjavíkurflugvöll sem eru enn í gildi, borgarstjórnir hafa framfylgt þeim kosningum og ríkið og Reykjavíkurborg hafa gert samninga á grundvelli þessara kosninga.

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 16:22

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið 70% verðbólga hér á Íslandi.

Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65

"78. gr. ... Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."

Stjórnarskrá Íslands

Það kemur undirrituðum hins vegar ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn virði hvorki samninga sem ríkið hefur gert né stjórnarskrána.

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 16:26

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur

"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."

Landið er í eigu Reykjavikurborgar og mannvirki á landinu verða að víkja ef borgin krefst þess.

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 16:28

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.10.2013:

"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.

Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:"

"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."

"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 16:29

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 16:31

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.3.1986:

"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.

Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna
, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."

Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna


3.8.1988:


"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.

Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp.
"

Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni


16.10.1990:


"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.

Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki.

Flugvél hrapaði í Skerjafjörð


23.4.1997:


"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.

Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."

Brotlenti við Suðurgötuna


9.8.2000:


"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."

Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík

Þorsteinn Briem, 6.1.2017 kl. 16:32

15 identicon

Jæja!

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 6.1.2017 kl. 16:34

16 Smámynd: Már Elíson

Ja, þetta vill Ómar, Þorvaldur. Við því er ekkert að gera. - Allt saman drasl sem viðkomandi hænuhaus er búinn að "birta/stela" 100 sinnum áður. -

Skv. pistlinum hans Ómars á undan um "biðlundina", þá hefur hann einstaka biðlund eða þolgæði gagnvart þessu spami, ár eftir ár. - Maður skilur hann ekki lengur.

Már Elíson, 6.1.2017 kl. 19:19

17 Smámynd: Ingimar Eydal

Hann er verri en nokkur tölvuvírus þessi Steini Briem! :(  Heldur þessu ágæta bloggi í gíslingu árum saman!  Eitt er að geta athugasemd en að fylla síðuna með stolnum copy dádýr fullyrðingum og sýna blogghöfundi fjandskap og ókurteisi er með öllu óþolandi hegðun!  

Ingimar Eydal, 8.1.2017 kl. 11:49

18 Smámynd: Ingimar Eydal

Gaman annars af Autocorrect sem breytti þarna pste í dádýr! :)

Ingimar Eydal, 8.1.2017 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband