Sérkennilegt þetta með Al-Jazeera.

Sjá má þau viðbrögð á blogginu hér heima að Al-Jazeera sé eitur í beinum Sáda og Egypta vegna þess að stöðin boði íslamska öfgastefnu. 

Það er ekki víst að það sé aðalástæðan heldur hitt að stöðin setti sér það stefnumark í upphafi að standa jafnfætist bestu sjónvarpsstöðvum Vesturlanda hvað varðaði vandaðan og óhlutdrægan fréttaflutning, en slíkur fréttaflutningur ætti frekar að hræða nágrannaríkin en íslamskt trúboð. 

Þegar Eyjafjallajökull gaus 2010 átti ég samstarf á ýmsan hátt við flestar helstu sjónvarpsstöðvar Evrópu, og einnig við stöðvar í Ísrael, Bandaríkjunum, Afríku, Ástralíu og Asíu. 

Það vakti athygli mína hve snjallt sjónvarpsfólk Al-Jazeera hafði á sínum snærum. 

Enda hafði stöðin einfaldlega notað sterka fjárhagsstöðu sína til að kaupa til sín bestu kunnáttumenn sem þeir fundu í Evrópu til þess að vinna fyrir sig og setja markið hátt. 

Vinir mínir hér á landi, sem fylgdust vel með sjónvarpi víða um heim höfðu að vísu sagt mér frá því hve góð og öflug Al-Jazeera væri og að hún hefði mikið áhorf víða um lönd vegna þess að hún stæði því besta á sporði og kæmi, vegna nálægðarinnar við suðupott Arabaríkjanna og öfluga sjónvarpsmenn, oft með athyglisverðar fréttir þaðan.

Væri svolítið eins og vin í eyðimörkinni á þeim vettvangi. 

En ég var samt svolítið vantrúaður á það.

En vinnubrögð Al-Jazeera manna á jafn fjarlægum vettvangi og Íslandi sýndi, að þetta var rétt. Þeir "skúbbuðu" æði oft og köfuðu í málin eftir vestrænum aðferðum. 

Þeim datt meira að segja í hug að vera með beinar útsendingar héðan og vera jafnvel með ígildi slíkrar útsendingar með því að láta fréttamann lýsa því beint úr flugvél við hliðina á mér, hvernig höggbylgjurnar frægu frá gosinu, skullu á flugvélinni í návígi við fjallið.

Það skyldi þó ekki vera að sjónvarpsstöð sem hefur oft verið og vin í eyðimörkinni þarna eystra sé eitur í beinum í alræðisríkjum eins og Sádi-Arabíu? 


mbl.is Katarar óttast ekki afleiðingarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Al Jazeera, er ein aðal ástæða þess að fengist hafa upplýsingar úr þessum stöðum, sem ekki eru beinn hernaðaráróður.  Þetta er náttúrulega eitur í beinum Saudi Araba, þar sem þeir sjá nú að hlutirnir eru að Snúast við

Hér á Vesturlöndum, eigum við að taka það sem ástæðu til að styðja Katar, að Saudar og Egyptar séu á móti þeim.

Að mínu mati.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.7.2017 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband