Segja of margir: "Ég kem ekki aftur"?

Eitt af því, sem mörgum sést yfir þegar lagt er mat á möguleika lands til að laða að sér ferðamenn, er það hvort ferðafólkið sé líklegt til að koma aftur til landsins.

Ég minnist þess þegar ég kom í fyrsta skipti til Mallorca með skemmtiferðaskipinu Regina Maris þar sem ég var ráðinn sem skemmtanastjóri, að ég fór í land og notaði tímann vel, leigði mér létta skellinöðru og skoðaði mig vel um.

Þegar skipið lagði frá var ofarlega í huganum: "Hingað á ég eftir að koma aftur."

Það gekk eftir löngu síðar, en þá raunar til Torremolinos á Sólarströndinni og síðar fleiri staða í Suður-Evrópu.

Nokkrum árum síðar tók ég upp puttaferðaling með bakpoka á leið til Akureyrar og var gagnrýndur fyrir að "ganga erinda bakpokalýðsins" sem gæfi ekkert af sér.

Gagnrýnendunum gleymdist að bakpokalýðurinn svonefndi samanstóð að miklu leyti af háskólanemum, sem myndu kannski koma aftur þegar þeir væru orðnir vel stætt háskólafólk og gera Íslandi miklu betur skil í ljósi betri fjárhags.

Puttaferðalangurinn hefur í áratugi komið árlega til Íslands með nokkra tugi nemenda sinna í þýskum háskóla. 

Á ferðalögum mínum og í samskiptum við fjölmarga útlendinga fyrstu uppgangsárin í ferðaþjónustunni, mátti heyra marga þeirra segja: "Ég á eftir að koma hingað aftur og skoða landið betur."

Og það gekk eftir hjá fjölmörgum.

En á ferðalögum um landið í sumar hefur of oft kveðið við nýjan tón þegar útlendingar hafa verið spurðir að því hvort þeir kæmu aftur:  "Nei, ég hef akki efni á því, það er orðið of dýrt og mér finnst landið hafa misst svolítið ljómann við það að maður verði æ meira var við guppsprengt verð og græðgi."

Þótt Ísland sé ekki stórt land, eru möguleikarnir til upplifunar margfalt meiri en í mörgum margfalt stærri löndum.

Ef því erlenda ferðafólki fer fjölgandi sem segir samt: "Ég kem ekki aftur" er græðgisbólan í ferðaþjónustunni orðin of fyrirferðarmikil og það á eftir að hefna sín.     


mbl.is Hótelgeirinn á krossgötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 26.8.2017 kl. 14:31

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Helstu niðurstöður úr könnun á meðal erlendra ferðamanna hér á Íslandi sumarið 2016 - Ferðamálastofa:

"Íslandsferðin stóðst væntingar 95,5% svarenda
sem er álíka hátt hlutfall og í vetrarkönnuninni 2015-2016 og sambærilegum könnunum sem framkvæmdar voru á sama tímabili sumrin 2014 (95,6%) og 2011 (96%)."

"Tæp 82% svarenda töldu líklegt að þeir myndu ferðast aftur hingað til Íslands, sem er álíka hátt hlutfall og sumrin 2014 (83,3%) og 2011 (79,1%).

Tæplega helmingur sumargesta 2016 sagðist vilja koma aftur að sumri, um 29% að vori eða hausti og fjórðungur að vetri."

Þorsteinn Briem, 26.8.2017 kl. 14:35

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir þetta, Steini. Nú yrði fróðlegt að sjá hver niðurstaða yrði í sams konar könnun 2017. 

Ómar Ragnarsson, 26.8.2017 kl. 14:42

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendum ferðamönnum sem dvelja á Íslandi á veturna hefur einfaldlega fjölgað mun meira en þeim hefur fjölgað sem dvelja á landinu á sumrin, þannig að fjöldinn dreifist nú mun betur yfir árið en áður.

Það er nú öll skelfingin.

Þorsteinn Briem, 26.8.2017 kl. 15:18

6 identicon

Úrdráttur úr grein ,,Á ferð um fagra Ísland  Greinin í heild birtist í Fréttablaðinu, 13. mars 2004. og gaman að sjá hvað þjónustan er orðin flott í kringum þetta á Suðurnesjum sem dæmi frá því ég skrifaði þessa grein 

Verðmæt auglýsing
Sem dæmi um hversu mikilvægt það er að vel til takist í samskiptum við þessa erlenda gesti okkar sem koma til að skoða landið, að í einni tjaldferðinni þar sem greinarhöfundur var bæði bílstjóri og fararstjóri kynntist ég heimsþekktum ljósmyndara Heinz Zak sem fór fyrir hóp ljósmyndara í þessari ferð, sérhæfir hann sig í myndatökum m.a af fjallaklifi og landslagi. Hann hyggur á útgáfu ljósmyndabókar um Ísland. Þessi bók yrði ígildi verðmætrar auglýsingar um land okkar og þjóð. 

Ferðamennirnir í þessari ferð voru sammála að Ísland væri paradís ljósmyndarans, var einhugur þeirra allra að koma aftur til landsins við fyrsta tækifæri.

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ.

P.S. Það eru myndir úr þessari tjaldferð af Skógafoss a.m.k. á www.heinzzak.com

Ég hitti einn úr þessari ferð fyrir hreina tilviljun 4 árum seinna eða í febrúar 2006 í Hveragerði. Sá aðili var hér með tvo aðra einstaklinga með sér hérna á Fróni í vikuferð til þess að mynda Gullfoss í vetrarbúningi. Í þetta sinn skiftust við á símanúmerum svo þegar og ef við hittumst næst verður væntanlega ekki tilviljun. 

B.N. (IP-tala skráð) 26.8.2017 kl. 16:36

7 identicon

Sæll Ómar

Þú hittir naglann á höfuðið. 101 í viðskiptum er að halda viðskiptavinunum sem þú hefur nú þegar, ef þú getur það ekki vegna lélegrar þjónustu eða ?, þá er ólíklegt að margir nýjir muni koma.

Sígþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 26.8.2017 kl. 17:42

8 identicon

Líklega útilokað að halda frá ferðamönnum með lélegri þjónustu og okri. Landið er of fagurt. 

Upp úr hvítum úthafsbárum
Ísland reis í möttli grænum.
Heilluð grét ég helgum tárum
af hamingju og fyrirbænum.
Við mér brostu birkihlíðar;
blikuðu fjöll í sólareldi.
Aldrei fann ég fyrr né síðar
fegri tign og meira veldi. DS.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.8.2017 kl. 17:51

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.3.2017 (tveim mánuðum áður en Costco var opnað í Garðabæ):

Mesta verðhjöðnun á Íslandi í hálfa öld þegar íbúðaverð er ekki tekið með í reikninginn

 

Þorsteinn Briem, 26.8.2017 kl. 20:47

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað frá 2. júní síðastliðnum um 7% gagnvart Bandaríkjadal og breska sterlingspundinu, og um 12% gagnvart evru, meðal annars vegna fjárfestinga íslenskra lífeyrissjóða erlendis eftir að gjaldeyrishöftum var aflétt að langmestu leyti á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 26.8.2017 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband