MESTA HEIMSKAN?

Verkaskipting þjóðanna í gegnum frjálsa verslun og jafnræði í framleiðsluháttum er samkvæmt vestrænni hagfræði besta aðferðin til að bæta hag allra jarðarbúa. Þá verða vörur framleiddar þar sem það er hagkvæmast og verslunin sér um að þetta verði allra hagur. Reynt er að stunda þetta nema í einni framleiðslugrein: landbúnaði. Þar bregður svo við að iðnríkin í norðri nota auð sinn til að halda landbúnaði sínum uppi með stórfelldum ríkisstyrkjum og tollvernd, því annars gætu hin suðrænni lönd nýtt þá hagkvæmni sem heppilegri skilyrði veitia þeim til landbúnaðarframleiðslu.

Reiknað hefur verið út að öll aðstoð iðnríkjanna við þróunarlöndin sé aðeins brot af því sem af þeim er tekið með því að skekkja samkeppnisstöðu landbúnaðar þeirra.

Heimskan er margvísleg í heimi hér og hvorki lítur það gáfulega né mannúðlega út að standa í vegi fyrir dreifingu á matvælum til nauðstaddra í Sómalíu. En það má skoða fleira og stærra þegar menn leita að mestu heimskunni.

Við íslendingar getum lítið haft um þetta að segja því að okkar landbúnað verður að skoða með tilliti til þess sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Okkar landbúnaðarframleiðsla er innan við einn þúsundasti af framleiðslunni í Evrópu og Norður-Ameríku og íslenskum bændum finnst eðlilega ósanngjarnt að landbúnaðurinn hér sé rekinn með minni styrkjum og tollvernd en í nágrannalöndunum.

Það verður ekki fyrr en öflugustu landbúnaðarríkin í Evrópu og Norður-Ameríku endurskoða landbúnaðarstefnu sína sem eitthvað gerist í þessum málum. En það virðist borin von að það geti gerst.


mbl.is Neyð ríkir í Sómalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband