GETA SKAL ÞESS SEM VEL ER GERT.

Enginn ætti að velkjast í vafa um andstöðu mína gegn Kárahnjúkavirkjun. Sú andstaða hefur þó engin áhrif á sjálfstætt mat mitt á því hvernig að framkvæmdum hefur verið staðið. Ég hef fylgst vel með framkvæmdum Bechtels við álver Fjarðaráls innanfrá og veit að skipulag og öryggiskröfur við byggingu þessarar stærstu byggingar á Íslandi hafa verið holl lexía fyrir Íslendinga. Margir Íslendingar gerðu í upphafi gys að því sem þeir töldu fáránlegar öryggiskröfur. En áranginn sannar gildi þessara krafna.

Að vísu var á tímabili bent á það að um eitthvert skeið fjölgaði slysum í heimahúsum eystra og voru mörg þeirra tengd notkun verkfæra. Fannst sumum það minna á gömlu söguna um það þegar lögregluþjónn fann lík í Fishersundi en dró það upp í Garðastræti af því hann vissi ekki hvernig ætti að skrifa Fishersund í lögregluskýrslunni, - sem sagt að eitthvað af vinnuslysunum hefði verið færð í heimahús.

Þessar sögur eru löngu þagnaðar og óskandi er að íslensk verktakafyrirtæki dragi þann lærdóm af vinnubrögðum Bechtes sem getur fækkað slysum til muna.


mbl.is Byggingu álversins í Reyðarfirði lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég man þá tíð að það var hlegið að hjálmum, flotbúningum og öryggislínum um borð í togurum og þeir kallaðir kellingar sem vildu vera með línu í sér þegar hangið var á tánum út í togrennuna til að lása úr dauðaleggnum.  Um borð í þeim togurum, sem ég var á í den, voru öll þessi öryggistæki, en aldrei notuð.  Nú hafa þessir hlutir hinsvegar sannað sig og það er hending ef alvarlegt slys verður á sjó eða mannskaði.

Sami þvergyrðingshátturinn virðist þó lifa góðu lífi hér enn og hlæði menn þá.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2007 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband