"Skal í gegn-stefnan" á undanhaldi.

Það er langt síðan færa hefði átt hringveginn út úr miðbæ Selfoss til að greiða fyrir eðlilegri umferð. Erlendis er áberandi hvernig aðalleiðir liggja fram hjá helstu byggðakjörnum. Hér á landi hefur það sem ég kalla "skal í gegn-stefna" verið áberandi. Enn þurfa menn að taka á sig 15 kílómetra krók í Húnavatnssýslu til þess að aka í gegnum Blönduós og fleiri dæmi mætti nefna.

Samt hafa aðstæður breyst við Blönduós, því nú liggur umferðin til Sauðárkróks og þaðan til Siglufjarðar um Blönduós og nýja veginn um Þverárfjall og við nýja Blöndubrú hjá Fagranesi í Langadal, sem nú er innan bæjarmarka Blönduósbæjar, gætu Blönduósingar byggt alla þá þjónustuaðstöðu við vegfarendur sem nú er við gömlu brúna.

Fyrirmyndina að vegabótum við Selfoss og Blönduós má sjá í meira en 30 ára gamalli lausn við Hellu, þar sem vegurinn lá áður í gegnum þorpið en var síðan færður á nýja brú þar sem hringvegurinn liggur núna við útjaðar þorpsins. Andstaða við þessa samgöngubót var nokkur en eftir að hún varð að veruleika má undrast að "skal í gegn-stefnan" skyldi yfirleitt hafa verið haldið á lofti.  


mbl.is Hringvegurinn færður norðar frá Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það hefði nú mátt færa Selfoss fyrir löngu. :)

Birgir Þór Bragason, 4.9.2008 kl. 13:00

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þetta er ekki svona einfalt, frekar en önnur mannana verk og fleiri hliðar á þessu.  Sum bæjarfélög eru byggð upp í kringum þjónustu og verslun, eru á krossgötum, á meðan önnur eru bara svefnbæir og hafa einungis ama af umferð í nágrenninu.

Í Svíþjóð er bær sem heitir Vänersborg og þar til fyrir nokkrum árum var þjóðvegur þar í gegn og blómlegur rekstur í þjónustu og veslunargeiranum.  Eftir að vegurinn var færður austur fyrir bæinn um nokkra kílómetra, hvarf þessi þjónusta nánast úr bæjarfélaginu og fjöldi manns misstu vinnuna, fyrirtæki lokuðu og eignir standa auðar í miðbænum.

Samskonar dæmi gæti ég nefnt innanlands, ef þjóðvegurinn yrði færður úr miðbæ þess sveitarfélags.  Einnig væri rétt að skoða skipulag í Reykjavík, þar sem þorri bæjarbúa eru nauðbeygðir til að fara um gatnamót Kringlumýrar- og Miklubrautar, sama í hvaða átt þeir ætla.  Þar ríkir "skal í gegn-stefna" fullkomlega og rétt að skoða þar með réttum gleraugum, sér í lagi þeir sem vilja innanlandsflugið í Vatnsmýrinni áfram.

Það er því talsverð einföldun hjá Ómari þetta blogg hér undir heitinu "Skal í gegn-stefna".... og rétt af honum að líta málin í ögn víðara samhengi. 

Benedikt V. Warén, 4.9.2008 kl. 13:11

3 identicon

Ég vona bara að þeir geri sama við Hveragerði þar sem gamalt deiliskipulag gerði ráð fyrir að vegurinn færðist sunnar þar sem byggð er fyrirhuguð fyrir sunnan núverandi Þjóðveg og noti svo gamla sem safnveg. Væri svo frábært ef menn myndu taka upp þann hátt sem er hafður á í t.d. þýskalandi að hraðbrautir eru lagðar meðfram sveitavegum sem notast sem safnvegir og þeir eru byggðir sem "Skal í gegn" en þjóðvegurinn okkar verði einskonar Hraðbraut þegar hún er færð í 2+2 búning.

Haraldur Hvergerðingu (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 13:18

4 Smámynd: Þorkell Guðnason

Hvort sem um er að ræða þjóðvegi, flugvelli eða önnur mannvirki, má ekki að verða náttúrulögmál að skipulagsyfirvöld á þéttbýlisstöðunum geti seilist í land sem ætlað er almenningssamgöngum -   Þessari brú norðan við Selfoss verður að ætla verulegt "veghelgunarsvæði"  Það er með öllu ótækt að tækifærissinnuð staðarpólitík geti þrengt að svona þjóðleið þegar frá líður. Hef efasemdir um að fordæmið sé heppilegt, þótt ég telji nokkuð víst að þú hafir farið um Hellu síðan í fyrra, þegar hringtorgið var sett við brúarsporðinn til að "bæta" vankanta í skipulagi.  Hraðatakmarkanir þéttbýlis hafa auk þess verið  á þessum kafla á þjóðvegi #1 um langt árabil.  Vonandi draga samgönguyfirvöld / Vegagerðin lærdóm af 30+ára lausninni við Hellu. 

Þorkell Guðnason, 4.9.2008 kl. 14:04

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er grátlegt að þjóðvegur 1 skuli ekki liggja um Svínadal framhjá Húnavallaskóla.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.9.2008 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband