Skjóta fyrst og spyrja svo.

Össur Skarphéðinsson virðist nú hafa tekið upp þekkta stefnu úr villta vestrinu með ummælum sínum um að fara á fullt með tilraunaboranir og sjá svo til hvernig matið á umhverfisáhrifunum verður. Össur hefur nú jafnvel slegið við þeim sem hafa rekið þessa stefnu á undan honum í stóriðju- og virkjanamálum, samanber ferlið varðandi samninga í tengslum við Helguvík og mat á umhverfisáhrifum álversins í Reyðarfirði á sínum tíma.

Össur er að verða með "the quickest draw in the west", fljótastur að draga framkvæmdaopnin úr slíðrum og afkastamestur við að freta.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sú var tíðin að ég taldi undirbúningsferli stóriðju vera í föstum skorðum eftirlitsstofnana. Nú hef ég þráfaldlega orðið vitni að deilum um þessi og hin leyfin löngu eftir að framkvæmdir eru hafnar. Jafnvel sýnist mér að kröfur um að þessu sé framfylgt í réttri röð séu taldar beinlínis truflandi og jafnvel móðgandi fyrir þau sveitarfélög sem njóta eiga  starfseminnar.

Ég er í hópi þeirra sem eru viðkvæmir fyrir miklu raski á náttúru landsins. Í gær heyrði ég Jónas Haralz í Speglinum á Rúv. leggja mat á hagkvæmni álveranna í spjalli við fréttamann. Þessi aldraði mentor íslenskra hagspekinga hafði nauðalitla trú á hagkvæmni þessara álvera í þjóðhagslegu tilliti. Reyndar fannst mér að ég væri að hlusta á flestar ræður Steingríms J. um þetta efni endurteknar.

Jónas Haralz fæddist ekki inn í Einasannleik.

Hann afgreiddi líka snyrtilega dauðadóm Davíð Oddssonar yfir Þjóðhagsstofnun. 

Árni Gunnarsson, 4.9.2008 kl. 17:28

2 Smámynd: Oddur Ólafsson

Þetta var frábær pistill í útvarpinu í gær.  Það er sorglegt að horfa upp á hjörðina hlaupa í áttina að enn einu álbjarginu og átta sig á því að þetta magnaða fólk sem skilur hvað er í gangi fær ekki rönd við reist (Ómar, Björk, Steingrímur, Andri Snær, Jónas Haralz og fleira gott fólk.)

 Össur er álkeisarinn og titrar allur af hrikalegum álbræðsluskorti.

Oddur Ólafsson, 4.9.2008 kl. 20:40

3 identicon

Já það er ótrúlegt að fylgjast með Samfylkingunni í þessu stjórnarsamstarfi.  Ef stjórnarsamstarf með "höfuðandstæðingi" sínum á að ganga upp, þýðir það einfaldlega að annar aðilinn þarf að gefa eftir í veigamiklum málum.  Samfylkingin virðist vera reiðubúin að fórna ansi miklu til að halda völdum og hirða ekki um stóru orðin fyrir kosningar, já og reyndar síðastliðin áratug eða svo.  Voru þetta kannski aldrei nema orðin tóm?

Stóriðjustefna Framsóknarflokksins var dýrkeypt en svo virðist sem sú stefna sé í fullu gildi og framfygt af sjálfri Samfylkingunni.  

Er afi orðin amma mín?

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 21:31

4 Smámynd: Oddur Ólafsson

Samfylkingin er Nýja Framsókn.

Það er bara landbúnaðarstefnan sem er öðru vísi

Oddur Ólafsson, 4.9.2008 kl. 22:04

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hafsteinn Hafsteinsson : Þú talar um álverið fyrir austan eins og það hafi verið mistök í byggðasjónarmiðs skilningi. "atvinnuuppbyggingu" sem til stóð með gjörningunum, loforðin um X stöðugildi, fólksfjölgun og ekki síst tekjur sveitarfélaganna."

Hefurðu einhverjar heimildir fyrir því að væntingarnar hafi ekki gengið eftir?

Varðandi hugleiðingar þínar:....." hvort ekki ætti að fylgjast grannt með þróun mála fyrir austan varðandi Kárahnjúka og álverið",  þá gett ég upplýst þig um það að hluti mats á umhverfisáhrifum framkvæmdanna í Reyðarfirði, fjalla einmitt um samfélagsleg áhrif og þau áhrif verða vöktuð næstu árin.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.9.2008 kl. 18:07

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En niðurstaðan úr þeirri vöktun verður sjálfsagt fölsuð, að sumra áliti.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.9.2008 kl. 18:09

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég sá hvergi minnst á það fyrirbæri í mati á samfélagslegum áhrifum framkvæmdanna að hörðustu fylgismenn álveranna er fólk sem segir þau vera forsenda fyrir því að það GETI FLUTT í BURTU. Þetta fólk notar tækifærið þegar húsnæðisverð er hæst á toppi framkvæmdanna til að flytja suður.

Ég er ekki hissa á að lítið sé gert úr þessum hluta. Aðilinn sem falið var að gera helstu úttektina var á sínum tíma fenginn til að gera svonefnda "Inndjúps-áætlun" en samkvæmt henni átti fólki að fjölga við Ísafjarðardjúp og byggð að blómstra.

Nú er mestallt Djúpið farið í eyði.  

Ómar Ragnarsson, 6.9.2008 kl. 14:59

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú vilt binda fólk blygðunarlaust í átthagafjötra Ómar. Það var nú eitt af því dásamlega við álverið á Reyðarfirði að íbúðarverð hækkaði í samræmi við byggingavísitölu. Eldra fólk sem séð hafði á eftir börnum sínum suður til náms og festu svo rætur þar, vegna þess að það fékk ekki vinnu við sitt hæfi að loknu námi, sá sér loks fært að selja áður verðlausar eignir sínar og flytja þangað sem því þóknaðist, t.d. til barna og barnabarna..

Víða á landsbyggðinni langar miðaldra og eldra fólki að breyta til og flytja, en það getur það ekki vegna þess að það treystir sér ekki í að skuldsetja sig vegna húsnæðiskaupa. En að það skuli opnast möguleikar fyrir svoleiðis fólk, er auðvitað eitur í beinum þínum Ómar. Svei!

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.9.2008 kl. 21:42

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvar sagði ég að það væri eitur í mínum beinum að þetta fólk gæti flutt í burtu? Hvergi. Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að í stað þess að gera varnargarðsskrímslið fyrir ofan byggðina í Bolungarvík hefði átt að verja fénu til að kaupa upp húsin á hættusvæðinu. Það fólk gæti þá byggt á góðu og nægu landi, sem er nær sjónum. 

En Halldór Ásgrímsson sagði í mín eyru þegar ég orðaði þetta, að þetta mætti alls ekki gerast, því að þá yrði þeim, sem ættu heima á hættusvæðinu, gert kleift að flytja suður og þannig mætti ekki mismuna fólki. 

Hann mátti ekki til þess hugsa að einhverjir Bolvíkingar gætu losnað úr átthagafjötrunum.  

Ómar Ragnarsson, 9.9.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband