Óskir og þrár.

Draumar eru nauðsynlegir en misjafnlega gagnlegir. VG dreymir um myntsamvinnu við Norðmenn og Samfylkinguna um inngöngu í ESB. 1262 tryggðu Norðmenn Íslendingum siglingar til og frá landinu, sem Íslendingar gátu ekki lengur annast, og nú dreymir menn um að þeir tryggi okkur stöðuga mynt.

Eðlilega vísa Norðmenn þessu frá sér nú. Framundan er tími fjöldagjaldþrota og atvinnuleysis vegna ofurvaxtanna sem okkur er gert að halda uppi í landinu. Enginn veit hve alvarleg næsta holskefla verður. Hún gæti gert ástandið mun verra en í dag og ef það færi svo yrði lítil huggun þótt Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn bæðu okkur afsökunar eftirá eins og þeir gerðu gagnvart Suður-Kóreumönnum.

Meðan þessi óvissa ríkir er eðlilegt að Norðmenn vísi frá sér hugmyndum um myntbandalag og ef farið verður í viðræður við ESB þurfa báðir aðilar að vita hvaða spil eru á hendi.

Vegna neikvæðrar afstöðu Norðmanna er aðeins um það að ræða að drífa sig í það að ganga frá samningsmarkmiðum Íslendinga og hafa þau tilbúin þann dag sem til viðræðna við ESB kann að koma. 

Nokkrum árum fyrir Gamla sáttmála var alls ekki útséð um það hverjir af íslenskum höfðingjunum myndu standa sterkast að vígi í lok vígaferla Sturlungaaldar. Í október 2008 er ekki útséð um það hvernig við komumst út úr dýfu kreppunnar og hve langt við förum niður.  

Heldur ekki vitað hvort þá verður stefnt inní kosningar með óvissu um næsta stjórnarmynstur.

Við þráum það fullveldi sem við nutum áður en sótt var að því og óskum eftir farsælli lausn. Hvorki óskir né þrár mun rætast í rósrauðum blæ og aðalatriðið er að horfa lengra til framtíðar og gæta þess að auðlindir lands og sjávar lendi ekki í erlendum tröllahöndum og að við missum ekki of margt af fólki á besta aldri úr landi.


mbl.is Norsk króna ekki í umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband