VR eltir "markaðinn."

Áhugavert var að fylgjast með svörum þeirra sem sátu fyrir svörum í Háskólabíói í kvöld um launakjör sín. Guðmundur Gunnarsson fékk klapp þegar hann upplýsti að hann fengi sömu laun og hann hafði þegar hann var vélsmiður á sinum tíma og fleira forystufólk var á svipuðu róli.

Ögmundur Jónasson upplýsti að hann þægi ekki krónu hjá BSRB en hefði að vísu laun sem alþingismaður.

Svör Gunnars Páls voru á skjön við svör hinna. Hann sagði að laun hans væru miðuð við laun fyrir sambærileg störf "á markaðnum" sem eru að minnsta kosti 5-7 föld laun hinna lægst launuðu í félaginu.

Ekki féll það í góðan jarðveg á fundinum að þau hin sömu óheftu markaðslögmál sem hefðu skapað fáránleg ofurlaun og valdið mesta efnahagshruni í sögu landsins væru látin ráða för hjá forystu fyrir fjölmennu félagi láglaunafólks.

Bagalegt var að Jóhanna Sigurðardóttir ráðherra félagsmála skyldi ekki koma á fundinn.

Þetta var góður fundur og umræður á fundinum voru að mestu málefnalegar. Undantekning var þó þegar fundarmaður spurði hvort við ætluðum virkilega að fara inn í ESB þar sem Þjóðverjar réðu mestu, þeir hinir sömu og hefðu valdið 60 milljónum manna dauða í tveimur heimsstyrjöldum.

Þetta var ómálefnalegt og ósanngjarnt. Fyrirspyrjandinn gleymdi því að þeir sem stóðu fyrir þessum styrjöldum eru nær allir komnir undir græna torfu og að núlifandi kynslóðir bera enga ábyrgð á óhæfuverkum fortíðarinnar, ekki frekar en að núlifandi Íslendingar beri ábyrgð á manndrápum íslenskra "útrásarvíkinga" fyrir 1100 árum.

Jafnvel íslensku mæðurnar hvöttu til slíks á þeim tímum ef marka má vísu Egils: "Það mælti mín móðir /.....Standa uppi í stafni / stýra dýrum knerri. / Halda svo til hafnar / og höggva mann og annan."

Þeir Þjóðverjar sem síðan hafa ráðið för hafa verið með friðsömustu stórþjóðum heims. Samvinna í Evrópu var einmitt sett á laggirnar til þess að koma í veg fyrir styrjaldir í álfunni.


mbl.is Hiti í fólki í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ómar. Hver er þessi Markaður? Mér skilst á allri umræðu að það sé einhver persóna, sem öllu ræður, en ekki eitthvað sem er mannanna verk.

Haraldur Bjarnason, 9.12.2008 kl. 00:47

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Geir Haarde hefur alvald til þess að halda núverandi pólitískum öflum við völd út kjörtímabilið. Við losnum ekki við þessa spilltu stjórnmálamenn sem þiggja mútur frá auðmönnum, í formi boðsferða í snekkju Jóns Ásgeirs, leynistyrki í kosningasjóði, hálauna störf fyrir börn og ættingja eða aðkomu þeirra að stjórnum fyrirtækja, jólagjafir osfr, nema að gera byltingu.

Við getum valið um að láta þetta lið hneppa börnin okkar í ánauð eða að gera byltingu. Svo einfalt er málið.

Það er alvarlegt mál að Geir Haarde og hans lið setur milljóna skuldir á bak hvers einstaklings sem birtist á fæðingadeildinni.

Einhverjir verða jú að borga veisluna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 01:14

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tæpast er Gunnar Páll tregur,
tótallí sambærilegur,
milljón er kall,
mikið hans fall,
í launum all frambærilegur.

Þorsteinn Briem, 9.12.2008 kl. 01:23

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það má með sanni segja að launamál formanns VR hafi komið óorði á Verkalýðshreyfinguna eða öllu heldur forystu hennar. Slíkt er auðvitað mjög slæmt og um leið afar ósanngjarnt. Það fer auðvitað eftir því hvaða félögum fólk er að stjórna, hvort laun forystunnar eru samkvæmt töxtum félagsmanna. Störf í forystu félaganna flokkast auðvitað undir vinnu á skrifstofu með stjórnarábyrgð. Sumt launafólk er því miður lágt launað og það getur skakkt samanburðinn. Svo vill það oft henda þá sem eru reiðir að sjá andstæðinga í öllum hornum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.12.2008 kl. 04:54

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gunnar hefur þarna verið að vitna í hið svokallaða launaskrið og það er ekki ósennilegt að forystumenn stórra vinnustaða hafi og séu kannsi enn með sambærileg laun. Ég er engann að verja, en VR er gríðarlega stórt félag á íslenskann mælikvarða og vel statt fjárhagslega. Þar á bæ er unnið að því að þetta verði landsfélag verslunarmanna og það er líka að bjóða félagsmönnum betri réttindi varðandi sjúkradagpeninga og fleira. Þetta ríður kannski baggamuninn þegar lítil félög verslunarmanna á landsbyggðinni eru að velja um að sameinast örðum félögum á viðkomandi svæðum, eða VR. Ég þekki persónulega þannig dæmi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.12.2008 kl. 05:02

6 identicon

Virðingarleysi og Réttleysi.  Ofurlaun formanns eiga engin rétt á sér og eru virðingarleysi við félagsmenn. Þarna sitja kallar sem fastast og fleyta rjómann ofan af sjóðunum okkar og skara að köku viðskiptafélaga.   Ég hef verið félagsmaður í mörg ár en hef ákveðið að segja skilið við þetta félag því það skapraunar mér að í sæti formannsins situr úlfur í sauðagæru og nýtur stuðnings stjórnarinnar áfram.

Er það orðið svo að stéttarfélög eru orðin handgeng atvinnurekendum og skirrast við að þjóna félagsmönnum.  Eru þetta orðnar það miklar peningamaskínur að þau valta bara yfir félagsmenn.  Þurfa félagsmenn að standa saman utan stéttarfélagsins til að standa upp í hárinu á stofnun sem ætluð er til að þjóna þeim sjálfum.

  Virðingarleysi og Réttleysi.

Jóhann (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 08:14

7 identicon

Ekki fara þeir á Dagsbrúnar taxta þessir  menn ,en1,6 mill. á mán er fullmikið, enda lækkar hann fljótlega.Munið þið eftir Eðvarð í Dagsbrún sem lifði  meinlætalífi.Verkalýðsleiðtogar þurfa ekki að lifa eins og hann,en eiga samt ekki að vera á bankastj.launum.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 08:45

8 identicon

Og hver voru laun Guðmundar sem vélsmiðs? 880 þúsund????? Þetta eru mjög há laun - og léleg tilraun hjá Guðmundi til að koma sér hjá því að upplýsa um töluna. Ég hefði átt von á því að jafn skarpur greinandi og þú sæir það.

Birgir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:01

9 identicon

Það var athyglisvert á fundinum í Háskólabíói í gær hvað fólkið á fundinum var duglegt að rakka niður verkalýðsforustuna. En það sem mig langar til þess að vita hvað margir fundarmenn sækja fundi hjá sínu félagi?  Verkalýðsfélög eru aldrei sterkara en þeir félagsmenn sem í þeim eru.

Sigurbjörn Halldórsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:35

10 Smámynd: Ólafur Als

Góð vísa hjá þér Steini.

Ég tek undir orð Birgis hér að framan og lýsi furðu minni á launakjörum Guðmundar. Síðan hvenær eru vélsmiðir almennt á 900 þ. kr mánaðarlaunum?

Einnig vil ég spyrja hvort hér sé kominn enn einn vettvangur aðildar að ESB. Ýmsar ástæður liggja að baki samruna Evrópuþjóða, m.a. að tryggja frið en fyrst og fremst til þess að tryggja viðskiptahagsmuni stórfyrirtækja í Evrópu (aðallega stóru landanna). Aumt var þó að horfa upp á vangetu Evrópu til þess að koma í veg fyrir stríð og hörmungar á Balkanskaganum. Friðarástin náði ekki svo langt að fórna mætti mannskap og koma í veg fyrir blóðsúthellingar á milli þjóða og trúarbragða þess landsvæðis sem liggur í bakgarði Evrópusambandsins - NB. það lágu fyrir upplýsingar um aðferðir Serba í stríðinu og seinna annarra stríðandi aðila - eins og fyrri daginn þurfti að kalla til kúrekana úr vestri. Friðarást af þessu tagi gef ég nú ekki mikið fyrir, Ómar.

Ólafur Als, 9.12.2008 kl. 10:56

11 identicon

Mér fannst þetta lélegt hjá Guðmundi að segjast vera með sömu laun og hann
var með sem vélsmiður, hvað sagði það fundarmönnum??  Miðað við lófaklappið
þá var fólk eitthvað að lesa út úr því.  Eins og fram kemur í
athugasemdinni hans Birgis þá er hann með rúmar 800.000 krónur á mánuði.
Gunnar Páll formaður VR er eftir því sem ég best veit með rúmar 900.000
krónur á mánuði í laun hjá VR.  Ekki mikill munur að mínu mati.  
Af hverju sagði Guðmundur ekki bara hvað hann er með í laun í stað þess að villa um fyrir fundarmönnum og láta klappa fyrir sér?   Hvor er
meiri maður?  Sá sem svarar hreint út eða sá sem svarar eins og Guðmundur
gerði?

Ég tek undir orð Hólmfríðar, það er alveg rétt að þeir sem eru reiðir eiga
auðvelt með að sjá óvini í öllum hornum.

Dóra B (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 11:17

12 Smámynd: Geimveran

Ómar - þú minnist á svör Gunnars Páls um launin og segir að hann hafi sagt að laun hans væru miðuð við laun fyrir sambærileg störf "á markaðnum" sem eru að minnsta kosti 5-7 föld laun hinna lægst launuðu í félaginu.

Þetta var nú ekki alveg svo gott -  því hann sagði 5 föld meðallaun félagsmanna (ekki lægstu)- og í næstu setningu á undan sagði hann frá því að meðlalaun VR væru um 400 þús.

Þarna var hann semsagt að svara spurningu um hvað honum þætti eðlilegt að þyggja í laun.

Geimveran, 9.12.2008 kl. 12:49

13 identicon

Ja þessi markaður, ég segi bara nú ekki annað.

Er ekki kominn tími fyrir Gunnar VR stjóra að fara bara út á markaðinn og falbjóða sig?

Ætli sé mikil eftirspurn eftir hans starfskröftum eftir því sem á undan er gengið?

Ásta B (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 13:34

14 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Takk, Ómar fyrir þennan pistil. Mér sem fyrirverandi þjóðverji sárnaði þessa athugasemd mjög svo. Ég er stolt að vera af þýskum ættum. Þjóðverjarnir skrifuðu til dæmis ekki undir stuðningsplaggið í sambandi við Írak - stríðið, sem Dóri og Dabbi hjá okkur gerðu fyrir hönd okkar allra á Íslandi.

Úrsúla Jünemann, 9.12.2008 kl. 14:19

15 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þeir sem hafa sérstakan áhuga á launum formanns rafiðnaðarsambandsins er bennt á blogsíðu hans þar sem hann gerir grein fyrir launum sínum sem eru um 700.000 krónur á mánuði: 

http://gudmundur.eyjan.is/2008/12/uppl-til-eirra-sem-skrifa-athsblkinn.html

Mér finnst annars að það markverðast við fundinn í gæt var hversu mikill hiti var í fólki. Auðvitað eru tvær vikur síðan síðasti fundur var haldinn og því kannski eðlilegt að fólk sé reiðara í dag en þá en mér hefði nú fundist eðlilegra að fólk væri reiðara við ríkisstjórnina sína en verkalýðsforystuna. En það sýnir kannski bara að almenningur gerir ennþá stærri kröfur til verkalýðsforystunnar en forystu stjórnmálamannanna. 

Héðinn Björnsson, 9.12.2008 kl. 15:11

16 identicon

Ég var á borgarafundinum í gær og get ekki annað sagt að nú finni maður verulega

fyrir hita í fólki, ég fékk þó ekki þau svör sem mig hefði langað til að fá svarað sem

félagsmanni í V.R . Þrátt  fyrir að Gunnar Páll sem er formaður V.R sé með 1.7 milljónir í tekjur fyrir utan hlunnindi þá er honum teflt fram til að taka spjótin á sig fyrir hönd forstjóra lífeyrissjóðsins Þorsteins Eyjólfssonar, eitthvað hlýtur maðurinn að fá greitt fyrir það því þetta er engin smáræðisvinna?

Er það tilviljun að eiginkona Þorsteins skuli vera háttsett innan Kaupþing og að börn þeirra hjóna skuli vera háttsett innan fyrirtækja eins og Bakka vör og Excista? Er það tilviljun að meðlimir þessarar fjölskyldu fara tugi ferða til Zurich í Swiss sl ár eða áratug? Hvernig væri að rannsaka það?

"Hinn 15. október 1999 fór fram útboð á bréfum ríkisins.

Við ákvörðun ríkisstjórnarinnar fóru alls konar þreifingar fjárfesta í gang og um skeið könnuðu þrír ólíkir hópar fjárfesta möguleikann á því að gera í sameiningu tilboð í 51% hlut ríkisins. Bjarni Ármannsson reyndi að ná saman hópi fjárfesta úr röðum lífeyrissjóða til þess að bjóða í bréfin, en tókst það ekki.

Þá var kannaður sá möguleiki, sem flestir í forsvari fyrir sparisjóðina, Kaupþing og Orca-hópinn höfðu líklega mesta trú á í upphafi, en það var að fá ákveðna lífeyrissjóði til liðs við sig til kaupa á 51% hluta ríkisins, þannig að brautin væri rudd fyrir sameiningu Kaupþings og FBA.

Orca-hópnum og fulltrúum lífeyrissjóðanna og FBA kom það hins vegar gjörsamlega í opna skjöldu, hversu hátt Kaupþingsmenn verðlögðu eigið fyrirtæki, eða á um átta milljarða króna. Af þeim sökum einum fóru frekari viðræður þessara aðila um kaup og samstarf út um þúfur.  Þeir Eyjólfur Sveinsson og Jón Ásgeir Jóhannesson komu þá að máli við Bjarna Ármannsson í þeim erindagjörðum að kanna hvort ekki væri hægt að koma á einhvers konar samstarfi við lífeyrissjóðina og fleiri fjárfesta um kaup á 51% hlut ríkisins. Þeir þrír fóru síðan á fund Þórarins Viðars Þórarinssonar, formanns lífeyrissjóðsins Framsýnar, og Þorgeirs Eyjólfssonar hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna. "

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=707267

S.R.R (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 15:47

17 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Ég var ekki á þessum fundi og spyr því vegna þess að ég veit ekki. Hvað fékk Guðmundur Gunnarsson þegar hann var vélsmiður á sínum tíma framreiknað?

Hvaða tilgangi þjónar það að bera laun Gunnars Páls við laun lægst launaða félagsmanns VR. Hver er það og hvað fær viðkomandi í laun? Ég þori að fullyrða að laun Guðmundar séu ekki neitt sérstaklega lág þar sem Rafiðnaðarsambandið er líkast til auðugasta stéttafélag landsins miðað við félagatölu (hafið þið sér hrikalegan íburðinn í þeirra höfuðstöðvum á Stórhöfða 31?) og ég sé ekkert eftir peningunum ofan í hann þar sem hann stendur sig vel sem formaður. Það sama á við Gunnar.

Hér eru bara á ferðinni óljós gífuryrði án rökstuðnings. Leggið fram staðreyndir og leyfið mér að dæma eftir staðreyndum.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 9.12.2008 kl. 16:47

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu voru að meðaltali með 451 þúsund kr. í heildarlaun í september sl. og höfðu þau hækkað um 6,5% frá síðasta ári. Þetta kemur fram í launakönnun sem Capacent hefur gert fyrir RSÍ. ...

Að meðaltali voru félagsmenn með 340 þúsund kr. í svonefnd regluleg laun í mánuðinum en það eru föst laun sem greidd eru fyrir 40 dagvinnutíma, án bónuss, álags eða yfirvinnu."

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/15/heildarlaunin_451_thusund/

Sjö hundruð þúsund krónur á mánuði eru 55% hærri laun en 451 þúsund krónur og 106% hærri laun en 340 þúsund krónur á mánuði.

Þorsteinn Briem, 9.12.2008 kl. 18:09

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt launakönnun VR 2008 voru grunnlaun háskólamenntaðra sérfræðinga 416 þúsund krónur og heildarlaun 471 þúsund krónur á mánuði.

http://www.vr.is/

"Gunnar [Páll Pálsson, formaður VR,] segir að laun sín fyrir formennsku í VR nemi 950 þúsund krónum, auk bifreiðahlunninda sem nemi líklega 150 þúsund krónum á mánuði. Samkvæmt Frjálsri Verslun voru mánaðarlaun Gunnars á síðasta ári 1700 þúsund, en hann sat sem kunnugt er í stjórn Kaupþings banka. Þar var hann fulltrúi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. ...

Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar var Gylfi [Arnbjörnsson, nú forseti ASÍ,] með 865 þúsund í mánaðarlaun á síðasta ári, en hann var þá framkvæmdastjóri ASÍ. Grétar Þorsteinsson, þá forseti ASÍ, var með 734 þúsund krónur á mánuði, Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, var með 802 þúsund krónur á mánuði, Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, var með 699 þúsund krónur á mánuði og Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, með 809 þúsund krónur á mánuði.

http://www.visir.is/article/20081203/FRETTIR01/834761501/-1

"Fyrir nokkrum árum vakti könnun VR á tengslum launa og frama við útlit fólks mikla athygli. Þannig leiddi launakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir VR árið 2001 í ljós að hávaxið fólk var með hærri laun en lágvaxnara og ljóshærðir voru yfirleitt með lægri laun en dekkra hærðir, svo fáein dæmi séu nefnd.

Að sögn Gunnars Páls Pálssonar, formanns VR, hefur í launakönnunum VR enn ekki verið spurt um holdafar fólks til þess að skoða hvort sú breyta hafi einhver áhrif á launakjör fólks."

Þorsteinn Briem, 9.12.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband