Þarf meiri hlýnun?

Ýmsir bloggarar hafa dregið í efa að hnattræn hlýnun sé í gangi og týnt til hvaðeina sem gæti gagnast þeim í þeim málflutningi. Engu hefur skipt þótt minnkun hafíss í Norður-Íshafinu hafi farið langt fram úr því sem spáð var, en það eitt ætti að hringja bjöllum um það sem er að gerast.

Stykkishólmur er sú veðurstöð sem hefur þá sérstöðu hér á landi að hafa verið starfrækt lengst og hún hefur líka þann kost að hún er nokkurn veginn á miðri hnattstöðu landsins.

Þar mældist árið 2008 það 14. hlýjasta af þeim 163 árum sem mælingar hafa staðið þar samfleytt.

En kannski er hlýnunin síðustu 13 ár ekki nóg fyrir efasemdarmenn. Kannski þarf meiri hlýnun og minnkun jökla til þess.


mbl.is Hitinn yfir meðallagi árið 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Ómar það hefur hlýnað alveg rétt, en getum við gert eitthvað í því?  Svarið er mjög lítið þar sem við eigum svo lítið í þessari hlýnun sem reyndar er reyndar kólnun síðan 2005 ca, en ef þú átt ráð til að lækka aðeins á sólinni þá erum við að tala saman.  En hlýnun vegna þess sem við mennirnir erum að gera er algjört stórmennskubrjálæði fólks sem heldur að það hafi eitthvað að gera í móður náttúru.

Einar Þór Strand, 2.1.2009 kl. 13:31

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Og verðandi Stykkishólm þá er ekki skrítið að það sé heitt þar sem mælirinn hefur verið fluttur á einn skjósælasta staðinn sem hægt var að finna hérna.

Einar Þór Strand, 2.1.2009 kl. 13:33

3 identicon

Ég gæti talið upp bloggara sem velta fyrir sér hvort aðrir þættir en hegðun manna hafi áhrif á hlýnunina. Bloggara sem ekki taka þátt í þeirri hreintrúarstefnu að öll hlýnun undanfarinna áratuga sé örugglega vegna gróðurhúsalofttegunda.

En hvaða bloggarar hafa dregið hnattræna hlýnun í efa ?

Magnús Waage (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 13:53

4 identicon

Bíddu Ómar, mér fannst ég einmitt vera að lesa nýlega að íshellan fyrir norðan væri miklu stærri núna en undanfarin ár. Síðan kom síldin (sjúk að vísu) en bendir þetta ekki til að eðlilegt kuldaskeið sé nú að hefjast eftir hlýindaskeið? Eins og reyndar hefur gerst þúsundir skipta áður - ekkert nýtt við þetta frekar en hagsveiflur.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 13:56

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Einar

Þetta sem þú segir um flutning á hitamælinum í Stykkishólmi er fróðlegt. Þetta kemur mér á óvart.

Getur þú frætt okkur meira um það. Hvenær var mælirinn fluttur, hvaðan og hvert?

Ágúst H Bjarnason, 2.1.2009 kl. 13:58

6 Smámynd: Einar Þór Strand

Sæll Águst

Í dag eru þeir reyndar tveir annar sjálfvirkur við Olís stöðina, hinn venjulegur og er hann núna á honinu á Silfurgötu og Lágholti en var áður í Ásklifi og þar áður við Laufásveg ekki man ég flakkið þar á undan eftir að hann fór úr miðbænum, en staðurinn sem hann er á er einn sá skjólsælasti sem finnst hérna.

Einar Þór Strand, 2.1.2009 kl. 14:45

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ástæðan fyrir að ég spyr um staðsetninguna á veðurstöðinni í Stykkishólmi er að komið hefur í ljós að víða eru umhverfisaðstæður veðurstöðva sem notaðar eru í alþjóðlegu mælineti vegna loftslagrbreytinga ófullnægjandi.

Í Bandaríkjunum hafa 44% veðurstöðva sem eru tileyra USHCN (U.S. Historical Climate Network) mælinetinu verið flokkaðar samkvæmt CRN (Climate Reference Network Rating Guide). Aðeins 4% þeirra lenda í besta flokki #1 af 5 flokkum, en 69% stöðvanna lenda í flokkum #4 og #5, en þar er mæliskekkjan frekar meiri en 2°C og 5°C.

 

Sjá  http://www.surfacestations.org

CNR:

Class 1 - Flat and horizontal ground surrounded by a clear surface with a slope below 1/3 (<19deg). Grass/low vegetation ground cover <10 centimeters high. Sensors located at least 100 meters from artificial heating or reflecting surfaces, such as buildings, concrete surfaces, and parking lots. Far from large bodies of water, except if it is representative of the area, and then located at least 100 meters away. No shading when the sun elevation >3 degrees.

Class 2 - Same as Class 1 with the following differences. Surrounding Vegetation <25 centimeters. No artificial heating sources within 30m. No shading for a sun elevation >5deg.

Class 3 (error 1C) - Same as Class 2, except no artificial heating sources within 10 meters.

Class 4 (error >= 2C) - Artificial heating sources <10 meters.

Class 5 (error >= 5C) - Temperature sensor located next to/above an artificial heating source, such a building, roof top, parking lot, or concrete surface."

Þar sem veðurstöðin í Stykkishólmi er mjög mikilvæg vona ég að ekki sé hægt að gagnrýna staðsetningu hennar.

Ágúst H Bjarnason, 2.1.2009 kl. 14:45

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég teku undir orð Magnúsar Waage, hverjir draga í efa að það hafi hlýnað og að jöklar hafi hopað? Ég hef ekki rekist á þá spekinga.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.1.2009 kl. 15:13

9 Smámynd: Einar Þór Strand

Águst miðað við það sem ég best sé þá er hún í class 2 - 3, nenni ekki að fara með málbandið.

Einar Þór Strand, 2.1.2009 kl. 15:18

10 Smámynd: Einar Þór Strand

og sú sjálfvirka í class 2

Einar Þór Strand, 2.1.2009 kl. 15:19

11 Smámynd: Magnús Karl Magnússon

Sæll Ómar:

Það er rétt ýmsir bloggarar efast, en vísindasamfélagið er nokkurn veginn á einu máli. Svo að ég vitni beint í nýjustu stóru skýrslu IPCC (international Panel on climate change):

"Most of the observed increase in global average temperatures since the mid-20th century is very likely due to the observed increase in anthropogenic (innskot anthropogenic= af mannavöldumGHG (innskot GHG= green-house gasesconcentrations."

Það er eins og bloggarar hér á Mbl.is séu margir hverjir andstæðingar vísindalegra sjónarmiða og aðferðafræða vísindanna. Sem betur tel ég raunar að meginþorri almennings treysti vísindamönnum til að álykta á sínum fræðasviðum og taki mark á slíkum ályktunum en bloggararnir sem eru á öðru máli láta hátt í sér heyra á þessu sviði.  

Magnús Karl Magnússon, 2.1.2009 kl. 15:26

12 identicon

Það er nokkuð ljóst að tíðarfar hefur farið hlýnandi á Íslandi og sennilega þá á norðurhveli Jarðar í ein þrjú hundruð ár. Voru áhrif mannkynsins á samsetningu lofthjúpsins nokkuð farin að segja til sín þá?

 Margir vandaðir vísindamenn standa að skýrslum og ályktunum IPCC, en þeir eru einnig margir álíka vandaðir sem hafa látið í ljósi alvarlegar efasemdir um gæði þeirra gagna (samanber athugasemd ÁHB um hitamælingar hér að ofan) og gæði þeirra spálíkana sem byggt er á. Það vantar nefnilega mikið á að jafnvel vönduðustu og klárustu vísindamenn skili til fulls alla þá þætti sem hafa áhrif á hitastig jarðaryfirborðsins. Hvað með breytilega geilslun sólar, sólbletti, sólstorma, hvað með vaxandi hreyfingu segulskautanna og jafnvel yfirvofandi umpólun jarðarinnar? 

Fjölmörg atriði sem við mannfólkið getum engin áhrif haft á, en réttlæta að mínu mati efasemdir. Verst er kannski að misvitrir stjórnmálamenn hafa tekið ályktanir IPCC og túlkað að sínum hætti, til dæmis losunarkvótann og viðskipti með hann. Ætli þar sé ekki efni í meiri háttar gróðabrask? 

Auk þess má spyrja hvað sé athugavert við það þó að hlýni. Enn sem komið er deyja að minnsta kosti margfalt fleiri úr kulda á norðurhveli en úr hita. 

Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 16:08

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það dregur enginn í efa að það hafi hlýnað á síðustu áratugum síðustu aldar og að jöklar hér á landi hafi hopað. Sumir jöklar erlendis hafa þó gengið fram. Sjá hér, hér, hér,

Það vekur aftur á móti spurningu hvers vegna hlýnunin virðist hafa stöðvast á undanförnum árum. Bæði lofthiti (sjá mynd 7 hér)  og sjávarhiti (sjá mynd hér og blogg hér).  Losun á CO2 hefur þó aldrei verið meiri. Náttúrulegar sveiflur virðast ráða miklu þessi árin. Vonandi fer þó ekki að kólna verulega.

Ágúst H Bjarnason, 2.1.2009 kl. 16:30

14 Smámynd: Einar Þór Strand

Magnús af ca 2500 vísindamönnum sem komu að skýrslu IPCC voru yfir 1100 sem neituðu að skrifa undir hana og þá sérstaklega kaflann um CO2 og áhrif mannkyns en það var bara ákveðið af forustumönnum ráðstefnunnar að ræða það ekki og láta líta svo út að hún væri einróma.

Einar Þór Strand, 2.1.2009 kl. 17:04

15 Smámynd: Magnús Karl Magnússon

Dreg þessa staðhæfingu í efa:

"Magnús af ca 2500 vísindamönnum sem komu að skýrslu IPCC voru yfir 1100 sem neituðu að skrifa undir hana og þá sérstaklega kaflann um CO2 og áhrif mannkyns en það var bara ákveðið af forustumönnum ráðstefnunnar að ræða það ekki og láta líta svo út að hún væri einróma."

Vildi gjarnan sjá heimild fyrir henni, Einar.

Magnús Karl Magnússon, 2.1.2009 kl. 17:17

16 Smámynd: Einar Þór Strand

Magnús fundargerðir nefndanna voru á vef ipcc en get ekki fundið þær núna en þar var þetta mjög ljóst, er að leita á http://www.archive.org en hvað það tekur mig langan tíma má guð einn vita.

Einar Þór Strand, 2.1.2009 kl. 19:25

17 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hvaða 650 vísindamenn eru það sem fjallað er um og segja álit sitt í þessu 233 blaðsíðna skjali ? Sjá einnig hér.

Ágúst H Bjarnason, 2.1.2009 kl. 20:27

18 Smámynd: Magnús Karl Magnússon

Einar:

Þú lætur okkur endilega vita þegar þú finnur þetta. Þangað til dreg ég fullyrðingunar í efa.

Ágúst:

Þú ert vel lesinn og ættir að vita betur en að vitna í Marc Morano, upplýsingafulltrúa Inhofe, öldungardeildarfulltrúa rebublíkana og sennilega einn öfgafyllsta hægri mann á Bandaríkjaþingi. Þú veist mætavel að ENGIN samtök vísindamanna á þessu fræðasviði hafa dregið í efa meginályktanir IPCC.

En ég bíð spnntur eftir heimildum Einars um vísindamennina 1100!!

Magnús Karl Magnússon, 2.1.2009 kl. 23:48

19 Smámynd: Offari

Mér finnst bara gott að farið sé að hlýna hér á landi.  En ég held reyndar að þegar menn námu land hér fyrir rúmum þúsund árum hafi tíðarfarið verið svipað og nú.  Þeir hefðu eflaust snúið við ef tíðin hafi verið verri.

Hvað um það þá breytir það ekki því að hlýnun jarðar er áhyggjuefni. Erum við að valda þessum veðurfarssveiflum sjálf eða er þetta eðlilegur gangur jarðarinar sem bæði nálgast og fjarlægist sólina á sinni breytilegu sporbraut.

Offari, 3.1.2009 kl. 00:37

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú biður um heimildir Magnús Karl sem er mjög gott hjá þér og segir mér að þú viljir skoða þessa hluti gaumgæfilega.

Ég las um þessa vísindanefnd einhversstaðar, þar sem því var haldið fram að sumir þessara 2.500 "vísindamanna" vissu ekki einu sinni af því að þeir væru á þessum lista. Einnig hefur komið fram gagnrýni á þennan hóp, um að ekki geti nú allir á listanum kallast vísindamenn í ströngum skilningi þess orðs.

Ég er búinn að glata heimildinni fyrir þessari fullyrðingu, en mér segir svo hugur að hún sé ekki alröng.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.1.2009 kl. 03:13

21 Smámynd: Magnús Karl Magnússon

Spyr sjálfan mig oft hvort það sé þess virði að svara hér á bloggsíðum þessum skrifum "afneitununarsinna". Finnst þetta satt að segja allt að því hjákátlegt að halda öðru fram en að fræðaheimurinn sé að mestu sammála um meginályktanirnar svipað og koma fram hjá IPCC.

Það er alltaf nokkur hluti fólks sem af pólitískum eða öðrum ástæðum vill ekki hlusta. En þeir sem vilja kynna sér og taka mark á hvað fræðimenn segja um þessa hluti eiga ekki að vera í vafa um meginatriðin. Hér má lesa um þessar ályktanir eins og þær hafa komið frá virtum vísindasamtökum: http://en.wikipedia.org/wiki/Scientific_opinion_on_climate_change#Statements_by_dissenting_organizations

Bið einnig þá sem halda fram órökstuddum sögusögnum um skýrsluhöfunda, ritstjóra og ritrýnendur (reviewers) IPCC, svo sem um alla þá sem eru ekki sammála  að gefa einhverjar heimildir fyrir slíkum fullyrðingum.

Magnús Karl Magnússon, 3.1.2009 kl. 07:40

22 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hér er splunkuný grein eftir John McLean sem fjallar um þessa vísindamenn hjá IPCC. Sjá http://mclean.ch/climate/docs/IPCC_numbers.pdf

Ágúst H Bjarnason, 5.1.2009 kl. 21:52

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Highlights of the Updated 2008 Senate Minority Report featuring over 650

international scientists dissenting from man-made climate fears:

&#147;I am a skeptic&#133;Global warming has become a new religion.&#148; - Nobel Prize Winner for

Physics, Ivar Giaever.

&#147;Since I am no longer affiliated with any organization nor receiving any funding, I can

speak quite frankly&#133;.As a scientist I remain skeptical...The main basis of the claim that

man&#146;s release of greenhouse gases is the cause of the warming is based almost entirely

upon climate models. We all know the frailty of models concerning the air-surface

system.&#148;
- Atmospheric Scientist Dr. Joanne Simpson, the first woman in the world to

receive a PhD in meteorology, and formerly of NASA, who has authored more than 190

studies and has been called &#147;among the most preeminent scientists of the last 100 years.&#148;

Warming fears are the &#147;worst scientific scandal in the history&#133;When people come to

know what the truth is, they will feel deceived by science and scientists.&#148; - UN IPCC

Úr þessu skjali sem Ágúst vísar í.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2009 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband