Jón "forseta" aftur! Nú eða aldrei!

Fyrir kosningarnar 2007 lagði Íslandshreyfingin fram þau sjónarmið að ráðherrar yrðu að segja af sér þingmennsku og að endurreisa þyrfti vald og virðingu Alþingis.

Nú leggjum við til að fyrsta og auðveldasta skrefið verði stigið strax með breytingu á kosningalögunum sem innleiða beint persónukjör í kjörklefanum í næstu kosningum og afnema þröskuld á fylgi, sem flokkarnir reistu til að viðhalda alræði sitjandi flokka.

Stundum kemur upp sá misskilningur fólks að Jón Sigurðsson forseti hafi verið forseti Íslands. Það var hann reyndar í raun en hann var þó ekki forseti Íslands heldur forsetii Alþingis sem hafði aðeins ráðgjafarvald gagnvart konungnum, sem var þjóðhöfðingi Íslands og Danmerkur.

Nú eða aldrei þarf að gera þær breytingar á stjórnskipuninni sem tryggja endurreisn æðstu stofnunar þjóðarinnar sem er og á að verða Alþingi en naut fyrir hrun vantrausts meirihluta þjóðarinnar.

Best væri ef við fækkuðum þingmönnum og ráðherrum og kysum sérstaklega oddvita framkvæmdavaldsins, sem væri þá jafnframt þjóðhöfðingi landsins líkt og gerist í Bandaríkjunum.

Bandaríkin eru þúsund sinnum stærri þjóð en Íslendingar og samt getur einn maður gegnt báðum þessum hlutverkum þar. Auðvitað getur það sama gilt hér.

Það má líka hugsa sér að kjósa forseta þingsins sérstaklega í þjóðaratkvæði eins og Njörður P. Njarðvík hefur lagt til og að hann feli öðrum að mynda ríkisstjórn og beri ábyrgð á henni. Forseti Alþingis hefði þá vald til að víkja einstökum ráðherrum eða ríkisstjórninni frá og standa að myndun annarrar stjórnar ef svo bæri undir.

Nú eða aldrei! Ef ekki er tilefni til þess nú að gera róttæka uppstokkun til eflingar lýðræðis verður það aldrei gert.

Með slíku fyrirkomulagi myndi nauðsynlegt vald þingsins eflast og þjóðin myndi skilja, hvers vegna Jón "forseti" naut slíkrar viriðingar og trausts sem hann naut á sínum tíma.


mbl.is Uppgjör þarf að fara fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Úrdráttur úr grein eftir undirritaðan sem birtist í Morgunblaðinu 19.nóvember 2006:

                               Þar sem daglaunin duga

 ,,Undirstaðan að dönsku velferðinni er réttlátt skattkerfi sem leitast við að hafa sem mestan jöfnuð á meðal þegnanna. Þríeykið, það opinbera, samtök launþega og atvinnurekanda í Danmörku gerir sér grein fyrir því að velferð fyrir alla býr til samfélag sem eykur t.d. jákvæðan hagvöxt. Velferðin ryður síðan brautina fyrir borgarana til að lifa og njóta eins og kostir lands og þjóðar leyfa.''

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ 

P.S. Í Danmörku er flokkakerfi og þar komast flokkar með menn inn á þing ef þeir ná 2% e'ða meira af kjörfylgi hjá okkur Íslendingum er það 5%. Íslandshreyfingin hefði fengið 2 þingmenn í síðustu kosningum ef reglan í Danmörku hefði ráðið.

Í Danmörku er fólkið frjálst í skoðunum sínum en hér er fólk svo kúgað!!!!

B.N. (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 14:42

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Með stuttu millibili hafa tveir af vitrutu mönnum þjóðarinnar tekið til máls. Þar á ég við þá Pál Skúlason fyrrv. háskólarektor og Njörð P. Njarðvík rithöfund og þekktan skólamann. Orð þessara manna vega þyngra í mínum huga en flestra annara, enda báðir virtir og þekktir í samfélaginu sem rökfastir og vel skiljanlegir álitsgjafar. Ályktunarorð þessara manna um ástand þjóðmála og þó ekki síður aðdraganda þess ættu að vekja þjóðina til umhugsunar meira en mér hefur sýnst vera raunin. Sá fyrrnefndi var svo þungorður að telja andvaraleysi ráðamanna þjóðarinnar í aðdraganda bankahruns mega flokkast undir landráð. Sá síðarnefndi fór vel yfir þá galla lýðræðisins sem birtust ljóslifandi fyrir öllum sem á hlýddu. Og hann lagði fram vel ígrundaðar tillögur um breytingar til úrbóta.

Orð þessara manna beggja ættu að geta orðið til þess að þlappa okkar sundruðu samfélagsumræðu inn á brautir stjórnmálabaráttu með vel skilgreind markmið.

Leyfi mér að vona að svo verði og jafnframt að þess verði ekki langt að bíða. 

Árni Gunnarsson, 11.1.2009 kl. 15:05

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jón forseti var einarður baráttumaður fyrir réttlátu samfélagi og varð ekki þaggaður niður. Hann hafði þá persónu og þann sannfæringarkraft sem dugði til að þjóðin hlustaði. Jafnframt var hann handgenginn þeim sem hann barðist hvað harðast gegn. Þessa eiginleika væri gott að mega að sjá í nýjum leiðtoga á Íslandi í dag.

Árni Gunnarsson, 11.1.2009 kl. 17:08

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dio mio!!!

Þá þarf engu að breyta, Davíð Oddsson áfram sem forseti Íslands og forsætisráðherra de facto.

Þorsteinn Briem, 11.1.2009 kl. 17:15

5 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Ég skil Ómar þannig Þrymur, að hann sé að óska eftir manni sem væri eins dugmikill leiðtogi og Jón var á sýnum tíma .

Er sammála Ómari að nú er lag á að byggja upp nýtt lýðveldi þar sem fólkið fengi meira um það ráðið hverjir færu á alþingi og jafnvel ef að um stór mál væri að ræða myndi vera kosið um það .Krafan í dag ætti að vera við viljum fá nýtt lýðveldi þar sem væru skýr mörk á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds .Alþingi ætti að hafa meira um það að segja hverjir yrðu skipaðir dómarar ,svona mætti lengi telja en spurningin er sú eru stjórnarherrarnir nú tilbúnir að ljá þessu máls nú ?

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 11.1.2009 kl. 17:37

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrirsögnin um Jón forseta er til þess að setja það fram að það þarf að færa valdið í áttina að löggjafarþinginu.

Ómar Ragnarsson, 11.1.2009 kl. 18:22

7 identicon

komið þið sælir.Sýnist þið hefja stjórnskipulag USA til skýanna,en þar er forsetinn alráður með meirihluta þingmanna á bak við sig.Er hann þessi oddviti sem þið talið um.Fyrirkomulagið í USA er einræði í jakkafötum.Spilling í íslenskum stjórnmálum hófst 1874 og hefur vaxið og dafnað.Það sama má segja um krónuna en frá upphafi hefur hún verið sennilega það stjórntæki hér sem mest hefur kostað að reka.

kveðja Jobbi

josep (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 18:36

8 identicon

  1. Foretatitill Jons Sigurdssonar visar til thess ad hann var forseti Hins islenska bokmenntafelags um aratuga skeid.

Steingrimur Jonsson (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 18:39

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Við þurfum nýtt lýðveldi Ómar -  nýjar leikreglur - nýtt upphaf.

Það þýðir nýja stjórnarskrá og svo kosningar eftir nýrri stjórnarskrá.

Var að blogga um þetta fyrr í dag.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.1.2009 kl. 19:07

10 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Við þurfum að boða til stjórnlagaþings og semja nýja stjórnskipan, en alls ekki þannig að þing og framkvæmdavald væri hlekkjað saman með því að gera forseta þingsins að oddvita framkvæmdavaldsins líka.

Ég fjalla um þetta hér:

„Annað lýðveldið Ísland“ óhjákvæmileg nauðsyn

Helgi Jóhann Hauksson, 11.1.2009 kl. 19:44

11 identicon

Allt saman góðar hugmyndir. Persónukjörið verður að innleiða og lækka þröskuldsfylgið í svona 3% kannski

Já það þarf vissulega að fækka þingmönnum á þessum krepputímum. Hvernig væri talan 40? Svo er forsetaembættið óþarft og forsætisráðherra (& utanríkisráðherra jafnvel) geta gegnt því hlutverki að vera andlit þjóðarinnar út á við.

ari (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 20:31

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ein höfuðspurningin í lýðræðisumræðu er hvort hér eigi að vera þingræði eða ekki og hugmyndin um nýtt og öflugra hlutverk forseta þingsins beinist að því að efla þingræðið. Ein útfærslan getur verið sú að þjóðhöfðinginn standi að myndun ríkisstjórna en gagnstætt við það sem er í Bandaríkjunum, sé stjórnin háð meirihlutavilja þingsins, - verði þingræðisstjórn.

Í Bandaríkjunujm er ofurvald framkvæmdavaldsins gagnrýnt en þó má sjá það aftur og aftur að þingið þar er miklu sjálfstæðara og öflugra en þingið hér. Gott dæmi um það sást nú síðastliðið haust þegar þingið knúði forsetinn til að breyta lögunum um aðstoðina við Wall Street.

Ekkert slíkt er orðið hugsanlegt hér, þingið er gjörsamlega máttlaust rekald.

Ómar Ragnarsson, 11.1.2009 kl. 20:37

13 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Því miður kom í ljós á sínum tíma í umræðum um neitunarvald forseta að jafnvel æðstu menn þings og ríkisstjórnar skildu ekki hugtakið „þingræði“.

Jafnvel fyrrverandi forseti þingsins Halldór Blöndal hélt að það merkti að þingið væri æðsta vald þjóðarinnar og sama var um lögfræðinginn Þorgerði Katrínu.

Ef menn þurfa er best að fletta því upp í orðabók en „þingræði“ merkir eins og menn vita betur nú að ríkisstjórn þurfi að  vera varin vantrausti þingsins. - Að ríkisstjórn þurfi traust þings en ekki sérstaklega traust þjóðar, og hafi því umboð sitt frá þinginu en ekki beint frá þjóðinni.

í raun er „þingræðið“ leifar af konungsveldinu, þ.e. milliskref frá konungsveldi til raunverulegrar þrískiptingar valdsins með lýðræðislega kjörnu framkvæmdavaldi.

Þingræðið fól í sér stór skref frá einvaldaskonungunum þ.e. heit konungs um að skipa ekki ríkisstjórn sem þingið gæti ekki umborið. - Við það situr á íslandi og konungsríkjum Norðurlanda enda okkar stjórnarskrá að grunni til sú sem byrjað var að semja fyrir Noreg byltingaárið 1848 og veitt Noregi skömmu seinna og svo Íslandi 1874.

„Þingræði“ er síður en svo endapunktur þróunar lýðræðislegra stjórnkerfa.

Helgi Jóhann Hauksson, 11.1.2009 kl. 20:56

14 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Æðsta vald Lýðveldisins Ísland er þjóðin.

Helgi Jóhann Hauksson, 11.1.2009 kl. 20:59

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá árinu 1919 hafa setið hér sautján utanþingsráðherrar, þar á meðal núverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og sá síðasti þeirra var Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.

Kóka kóla-stjórnin (ráðuneyti Björns Þórðarsonar 1942-1944) var utanþingsstjórn skipuð af Sveini Björnssyni ríkisstjóra og síðar forseta Íslands, sem þó var aldrei kosinn forseti af þjóðinni. Í stjórninni voru eigendur Coca Cola-verksmiðjunnar hér, Vilhjálmur Þór og Björn Ólafsson.

Í ríkisstjóratíð sinni var Sveinn Björnsson umdeildur meðal margra stjórnmálamanna sem fannst hann fullráðríkur. Sveinn leysti stjórnarkreppu í landinu árið 1942 með því að skipa eigin utanþingsstjórn en það er eina skiptið sem til slíks hefur verið gripið.

Í forsetakjörinu á Þingvöllum 17. júní 1944, þegar íslenskt lýðveldi var stofnað, skyldi Alþingi kjósa fyrsta forseta lýðveldisins til eins árs en síðan yrði hann þjóðkjörinn. Almenningur taldi sig mega búast við að Sveinn Björnsson hlyti einróma stuðning þingsins en þegar til kom hlaut hann aðeins 30 atkvæði þeirra 52 sem þá sátu á Alþingi, eða 58% atkvæða.

Þorsteinn Briem, 11.1.2009 kl. 21:55

16 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Sæll Ómar

 Sá viðtal við þig í dag þar sem þú segir frá því að þú hafir ekki fjármagn í að klára nokkrar myndir sem þú ert í býgerð, m.a. um Kárahnjúka.

 Af hverju ferðu ekki af stað með söfnunarátak og biður þjóðina um framlög í sjóð fyrir þessi verkefni?  Ég er sannfærður um að það sé svo mikill vevilji í garð þín og þinna verkefna að það ætti að hafast uppí kostnaðinn...   Ég myndi allavegana leggja í slíkan sjóð...

Settu bankaupplýsingar um slíkan reikning á blogsíðuna og ég legg inn.  Sannfærður um að fjöldinn allur muni gera slíkt hið sama.....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 12.1.2009 kl. 00:06

17 Smámynd: Árni Gunnarsson

Athygliverð tillaga Sigfús. En væri það ekki fremur okkar að gera þetta en Ómars?

Árni Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 00:27

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég legg til í að Sigfús Þ. Sigmundsson stofni þennan reikning og haldi utan um hann.

Þorsteinn Briem, 12.1.2009 kl. 00:32

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég legg til að Sigfús Þ. Sigmundsson stofni þennan reikning og haldi utan um hann, átti þetta nú að vera.

Mitt framlag mun ekki láta á sér standa.

Oft var þörf en nú er nauðsyn.

Þorsteinn Briem, 12.1.2009 kl. 00:38

20 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kæru Steini og Sigfús. Ég þakka fyrir stuðningsyfirlýsingar ykkar. Það var svona stuðningur sem gerði mér kleift að byrja á útgerðinni á Örkinni í byrjun myndunar Hálslóns og halda áfram því verki fyrstu mánuðina.

Sem dæmi má nefna að þegar ég sá ekki einn daginn hvernig ég gæti komist austur í næsta kvikmyndatökuleiðangur birtust á reikningi Hugmyndaflugs ehf 15 þúsund króna stuðningur frá konu í Hafnarfirði og aðrar 15 þúsundir frá manni í Garðabæ sem nægði fyrir fari austur.

Ég veit að myndirnar sem voru teknar í þeim leiðangri er ekki hægt að meta til fjár því aldrei verður hægt að taka slíkar myndir aftur. Þessu fólki verð ég ævinlega þakklátur.

Þá gátu menn fylgst með þessu og ef slíkur stuðningur fengist núna, myndi ég gefa það upp jafnóðum í hvað féð fer.

Í lok kvikmyndatökunnar síðsumars reyndi ég ítrekað á ná nógu góðum myndum af sérstaklega fallegri fossaröð í Kelduá sem nú hefur verið eyðilögð með því að fljúga á TF-FRÚ upp eftir fossaröðinni.

Þetta var erfiðara og áhættusamara flug en í gegnum Dimmugljúfur því að allt var upp í móti, niðurstreymi og engin undankomuleið ef klifurgetan væri vanmetin, því að fossarnir eru í þröngum bröttum dalbotni.

Fyrst flaug ég með Friðþjóf Helgason sem tökumann en vélin reyndist of þung og þess vegna fór ég síðar einn og tók mynd sjálfur án þess þó að vera ánægður.

Það var ekki hægt að fresta þessu, - það átti að skrúfa fyrir fossana í haust. Ég neyddist því til að fá minnstu og ódýrustu þyrluna í verkið og jafnvel á henni var erfitt að taka skárri myndir en á flugvélinni, svo erfiðar voru aðstæðurnar!

Sé allt fullreiknað kostar svona eins sólarhrings leiðangur eina milljón króna, og er þyrlukostnaðurinn tæplega helmingurinn af því. Ég skulda enn vegna þessa leiðangurs auk fleiri skulda vegna verkefnisins og ef stuðningur fengist myndi ég greina frá því og sundurliða í hvað stuðningurinn hefði farið.

Ómar Ragnarsson, 12.1.2009 kl. 01:50

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar minn, ef þú telur best að við leggjum styrki til að ljúka þessum myndum inn á reikning Hugmyndaflugs ehf. væri trúlega heppilegast að þú auglýstir það í sérstakri bloggfærslu hér, þar sem þú tækir fram reikningsnúmer Hugmyndaflugs ehf. og hefðir númerið áberandi hér á bloggsíðunni, ásamt smá fyrirsögn sem útskýringu á númerinu, til dæmis:

Hér geturðu styrkt gerð kvikmynda um ...

Margt smátt gerir eitt stórt, eins og þar stendur. Fólk gæti þá lagt inn á þennan reikning eftir efnum og ástæðum, sumir kannski þúsund kall en aðrir fimm þúsund kall. Og margir vilja eflaust styðja þetta verkefni oftar en einu sinni, til dæmis mánaðarlega, með þúsundkalli eða fimm þúsund kalli. Þá er þetta fljótt að koma.

Þorsteinn Briem, 12.1.2009 kl. 02:30

22 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Ég hef verið að benda á nauðsyn þess að virkja lýðræðiði og aðstoðað við að setja í loftið vettvang um þetta á vefnum www.lydveldi.is

Hugmyndin er að skapa lista með 126 frambjóðendum sem kæmu úr öllum áttum, úr öllum flokkum og stigum þjóðfélagsins. Hver og einn frambjóðandi yrði með sína sjálfstæðu stefnu í farteskinu og ekki bundin sameiginlegri stefnu með öðrum nema það að opna á beint og milliliðalaust lýðræði.

Val frambjóðenda verður með forvali með beinu lýðræði yfir netið, með nýrri tækni sem komin er fram á sjónarsviðið. (ATH ekki viss um að ég gefi kost á mér sem frambjóðanda þótt ég hjálpi við að koma hugmyndinni á framfæri, ég er í öðrum verkefnum).

Hér er úrtak af vefnum lydveldi.is:

Við viljum að Ísland verði leiðandi í þróun á beinu og milliliðalausu lýðræði. Við viljum að frjálsir einstaklingar verði kosnir á þing sem ráðgjafar fyrir þjóðina í stað fólks án eigin skoðana í flokksfjötrum undir misvitrum leiðtogum. Fyrsta skref okkar í þessa átt er að setja fram lista við næstu alþingiskosningar og veita þannig frambærilegum einstaklingum sem vilja taka þátt í stjórnmálum kost á framboði án þess að gangast undir sérstakar skoðanir eða hugmyndafræði annarra.  Hver og einn frambjóðandi okkar mun því kynna sín baráttumál fyrir kjósendum á eigin forsendum án flokkafjötra.

Eina sameiginlega baráttumál okkar er að þróa lýðræðið nær þjóðinni. Við viljum endurskoða kosningalög og lög um fjölmiðla með því markmiði að hver einasti Íslendingur verði fullvalda og kosið verði milliliðalaust um mikilvæg mál á Alþingi.

Ástþór Magnússon Wium, 12.1.2009 kl. 02:33

23 identicon

Ha vantar þig fé - hvað með Landsvirkju - fékkstu ekki 8 milljónir frá þeim og falsaðir síðan myndefni þegar þú beindir vélinni að eina gróðrinum sem fannst en allt í kring var urð og grjót - félagi minn var að vinna þarna uppfrá og horfði á aðferðirnar.

Undarlegt að maður sem um áraraðir misnotaði sjónvarp allra landsmanna - tól tæki og dagskrá skuli heimta betra siðferði - og betra.... ææ nei nei - auðvitað er eðlilegt að þú gerir það - fyrirgefðu - þú varst á bólakafi í þessu sjálfur en hefur lakari aðgang í dag - jájá Ómar bætum þetta - það lagaðist aðeins þegar þú fórst en sjálfsagt má gera betur.

Ólfur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 04:00

24 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Það þarf engu að breyta. Nema að fara eftir stjórnarskránni. Flestir Forsetar Íslands hafa stundað vinnusvik og skipað þingmenn sem ráðherra. 1. gr sts. gerir ráð fyrir að þingið hafi aðhald og eftirlit með ríkisstjórninni.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 12.1.2009 kl. 06:14

25 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég get nú ekki séð að breyting á fjölda þingmanna og breyting á kjördæmaskipununni sé til nokkurs gagns í ástandinu.  Uppræta þessar breytingar þá ráðstjórn og þá spillingu, sjálftöku og hyglanir, sem við búum við. Nei, það er augljóst.  Það þarf að hreinsa til í stjórnmálunum, í stjórnkerfinu og í atvinnu- og fjármálalífinu.  Einu hugmyndirnar sem sjást eru breytingar á þingmannafjölda og kjördæmaskipuninni.  Hvernig fá menn út að það breyti einhverju?  Fyrst þarf að losna við þetta spillta og getulausa sjálftökulið!  Leiðin til þess kom fram í Silfrinu hjá Nirði P..  Hundsum og óhlýðnumst öllum þeim ákvörðunum ráðstjórnarinnar.  Gröfum þannig undan valdi hennar, þá mun þetta úrsérgengna batterí flosna upp!

Auðun Gíslason, 12.1.2009 kl. 15:43

26 Smámynd: Auðun Gíslason

Á að vera:  Hundsum og óhlýðnumst öllum þeim ákvörðunum ráðstjórnarinnar, sem mögulegt er.

Auðun Gíslason, 12.1.2009 kl. 15:45

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auðun. Nú er verið að ræða hugmyndir um stjórnlagaþing, nýja stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðslu á bloggsíðu Ólínu Þorvarðardóttur.

Þorsteinn Briem, 12.1.2009 kl. 16:03

28 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ólafur I. Hrólfsson. Það er fróðlegt fyrir lesendur þessarar heimasíðu að sjá hvernig þú og mörg skoðanasystkin þín afneita þannig staðreyndum að engin leið er að rökræða við ykkur.

Fyrir liggur í gögnum sjálfrar Landsvirkjunar að vegna virkjunarinnar er sökkt tæplega 40 ferkílómetrum af grónu landi, þar á meðal Fljótshlíð íslenska hálendisins, Hálsinum, sem Hálslón er kennt við. Þessi gögn eru auðvitað "fölsuð."

Hálsinn var bogadregin 15 kílómetra löng hlíð með 2ja til 3ja metra þykkum jarðvegi, enda var þar besta beitiland hálendisins. En auðvitað var sú beit "fölsuð", - kindurnar bruddu grjót og möl !

Hvað þá hreindýrin, sem misstu aðalburðarsvæði sitt og beitiland, - þau bitu bara sand og aur !

Bestu myndirnar, sem þú segir væntanlega að séu falsaðar, eru loftmyndir, og það verður þá væntanlega í fyrsta sinn í kvikmyndasögunni sem hægt er að falsa slíkar myndir.

Þegar fyrir lá að Landsvirkjun hafði eytt 56 milljónum króna í heimildarmynd af virkjuninni þar sem ekki var eytt einni einustu mínútu í að sýna stærsta manngerða hluta virkjunarinnar, drekkingu landsins, sáu sanngjarnir menn þar á bæ að það myndi verða mikil skömm fyrir fyrirtæki í eigu allrar þjóðarinnar að standa þannig að málum.

Það þarf meira en átta milljónir króna til gerðar slíkrar myndar, - eðlilegur kostnaður yrði yfir 30 milljónir eða helmingur af hinni myndinni.

Samkvæmt þínum hugsunarhætti voru heimildarmyndir mínar af hreindýrum á Eyjabökkum sem og aðrar myndir á ferli mínum "falsaðar.".

Aðdróttanir í þá veru voru afgreiddar út af borðinu í sérstakri rannsókn á vegum útvarpsráðs og ég sýknaður af ásökunum.

En þú og þínir líkar ætlið að halda áfram níðinu og afneituninni. Einhver myndi fara í mál við ykkur en ásakanirnar eru svo fráleitar að ég læt fólki eftir að dæma þær.

Þegar sýndar voru í sjónvarpinu í sumar myndir af leirfokinu, sem byrgði mönnum sýn á Asuturlandi og kom úr lónstæði Hálslóns var strax hringt í RUV og kvartað yfir "fölsuðum" loftmyndum því að rykmökkurinn kæmir vegna umferðar á vinsælasta ferðamannastað Austurlands, Kárahnjúkasvæðinu.

Vegna hættu á leirfokinu upp úr þurru lónstæðinu snemmsumars var gerður 18 km langur varnargarður suður með allri austurströnd Hálslóns og gerðar tilraunir með að vökva leirsvæðið og koma í veg fyrir að rotnandi gróður í tugmilljóna tonna tali fyki yfir gróið land.

Að þínum dómi voru þessar aðgerðir algerlega óþarfar, - þarna var enginn gróður, enginn leir úr framburði Jöklu og engar rotnandi gróðurleifar, þetta var allt "falsað."

Ómar Ragnarsson, 12.1.2009 kl. 19:31

29 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ein viðbót, upplýsingar. Reikningur Hugmyndaflugs er 101-26-101717 kt. 611085-0529.

Ómar Ragnarsson, 12.1.2009 kl. 19:33

30 identicon

Ómar

Takk fyrir að vekja athygli á þessu

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 20:38

31 Smámynd: Fannar frá Rifi

svona til að benda á það en ekki til að draga aðra umræðu niður eða gera lítið úr henni. þá vildi Jón Forseti að stofnaður yrði íslenskur her.

Fannar frá Rifi, 13.1.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband