Steingrímur J. vill persónukjör og afnám 5% reglu.

Í öllum umræðuþáttunum hjá fulltrúum flokkanna fyrir síðustu kosningar var aðeins einu sinni, svo ég muni, minnst í mýflugumynd á möguleikana á því sem er hægt að breyta strax í kosningalögum til að auka lýðræði.

Þegar ég vakti máls á þessu í umræðunum sagði Steingrímur að honum hefði að hefði fundist 5% markið of hátt í vinnslu málsins á þingi á sínum tíma.

Í Morgunblaðsgrein í dag tekur Steingrímur undir sjónarmið mín í grein í blaðinu viku fyrr og sömuleiðis undir hugmyndir um innleiðingu beins persónukjörs í formi þess að kjósendur raði sjálfir mönnum í sæti.

Þetta er gott en en atbeini VG er ekki nóg. Það eru stóru flokkarnir sem hafa ráðið þessari ferð fyrst og fremst vegna eigin hagsmuna og því verður fróðlegt að sjá hvort þeir ætla að hanga áfram á því eins og hundar á roði að engu megi breyta í þessa veru.

Auk þessara atriða minntumst við tveir á ástæðu til breytingar á kjördæmaskipuninni þar sem landið yrði annað hvort eitt kjördæmi eða í mesta lagi 2-3.

Ef ég man rétt minntist ég einnig á þann möguleika að skipta landinu í 10-20 einmenningskjördæmi og láta síðan landslista flokkana jafna muninn á kjörfylgi að baki þingfylgi.

Þessi tvö síðasttöldu atriði þarfnast hins vegar stjórnarskrárbreytingar. Slíkar breytingar og aðrar til að auka lýðræði og efla völd þingsins þurfa að ganga hratt fyrir sig í stað þess að dragast mörg ár á langinn.

Sérstakt stjórnlagaþing gæti verið lykillinn að slíkum umbótum sem nú er hrópandi nauðsyn á að hrinda í framkvæmd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

  Þessi 160 ára gamla danska stjórnarskrá - má fá hvíldina.  Hér hefur viðgengist flokksræði-ekki lýðræði.  Í raun eru það formenn þeirra flokka sem við stjórnvölin eru hverju sinni , sem ráða öllum gangi mála-þingmenn eru óvirkir. Gott dæmi um þetta er  stríðsyfirlýsing Íslendinga á hendur Íraq. Tveri menn (kannski bara einn) tóku þá ákvörður einir og sér.   Framkvæmdavaldið hefur tekið yfir.

Um dómsvaldið þarf ekki að fjölyrða-flokksræðið er það með puttana .

Stjórnlagaþing er það ekki málið ?  Nú er þjóðfélagið meira og minna í rúst . Langur valdaferill einkum Sjálfstæðisflokks - þar sem flokksræðið hefur í raun verið einræði sem leitt hefur til  hruns þjóðlífs á Íslandi.  Við þörfnumst- lýðræðis.

Sævar Helgason, 16.1.2009 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband