Heimurinn þráir frið.

Aukinn kjarnorkuvígbúnaður eins og Rússar auglýsa nú er nokkurn veginn versta frétt dagsins. Lögmál Murphys þess efnis að ef eitthvað geti farið úrskeiðis muni það gerast fyrr eða síðar, lætur ekki að sér hæða, og þrátt fyrir þíðuna í samskiptum stórveldanna í kringum 1990 eiga þau enn kjarnorkuvopn sem geta útrýmt öllu lífi á jörðinni.

Þetta má ekki halda svona áfram.

Í dag verður haldinn blaðamannafundur um svonefnda Heimsgöngu fyrir friði. Ætlunin er að gangan fari hringinn í kringum hnöttinn eftir að hún hefst í október í haust. Ég setti saman lag og texta af því tilefni nú rétt áðan, göngumars svohljóðandi.

HEIMSGANGA.

Gegn stríði og böli blóðs
berumst við þú og ég
og ætlum að ganga til góðs
götuna fram eftir veg.

Við göngum um götur og torg; -
um gresjur og skóga og fjöll; -
um álfurnar, borg frá borg
og berum kyndilinn öll.

:,: Heimsganga !
Heimurinn þráir frið.
Heimurinn, það erum við.
Heiminum gefum grið ! :,:


mbl.is Rússar boða endurnýjun hergagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Tek heils hugar undir þessar áhyggjur.

Það voru braskarar sem komu af stað heimsstyrjöldum báðum og eiginlega öllum þeim styrjöldum sem mannkynið þekkir. Þar hefur ágirndin, gróðafíknin og valdagleðin verið það afl sem knúð hefur áfram kapítalismann, í hvaða mynd sem hann kann að hafa birst.

Friðarboðskapur af hverju tagi er sem eitur í eyrum þessara siðlausu braskara. Þeir grófu undan efnahag heillrar þjóðar nú á síðasta ári, hvað næst skal ósagt látið. Þessir menn eru þess vegna tilbúnir að selja ömmu sína hverjum sem er, hvar sem er, hvernig sem er og hvenær sem er, sé aðeins nógu hátt verð í boði.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.3.2009 kl. 12:37

2 identicon

Heill og sæll; Ómar !

Aðgerðir; hverjar eru einungis, af illri nauðsyn Rússa, hvar stríðsæsingabandalagið NATÓ, svo og vinir þínir, Ómar minn, í Evrópusambandinu, kynda víða undir átök, í boði bandarísku heimsvalda sinnanna.

Hvað skyldi; vita vonlaust brölt Vesturveldanna, austur í Mesópótamíu (Írak), og Baktríu (Afghanistan), hafa kostað heimsbúskapinn ?

Endilega; Ómar minn ! Haltu áfram; að kyrja lofsöngva þína, til ESB og annarra leppa bandarísku heimsvaldastefnunnar, alveg endilega.

Ekki efast ég um; vellíðun þína, í frjálshyggjukrata hreyfingu Samfylkingarinnar, einnig. 

Hver andskotinn; hljóp annars, í þig maður, að ganga til liðs, við það spillingar bæli ?

 

Með ágætum kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 12:46

3 Smámynd: Björn Emilsson

Blessaður Ómar

Þú mannst nú sennilega ekki eftir mér, en við unnum saman í byggingarvinnu við Austurbrún 4 forðum daga. Seinna kynntumst á Gufuskálum.   Eftir þessa kynningu kem ég að efninu. Eg sem aðdáandi þinn, get eg engan veginn skilið hvernig þú sem sannur íslendingur skulir vera baráttumaður fyrir að selja sjálfstæði Islands alltaf Islands til ESB 

Björn Emilsson, 17.3.2009 kl. 16:27

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bara til að hafa þetta á hreinu. Ég var andvígur innrásinni í Írak og hef gagnrýnt harðlega fyrirhugaða uppsetningu NATÓ á eldflaugum í næstu nágrannaríkjum Rússlands.

Af því leiðir að ég tel NATÓ eiga mikla sök á því að gefa Rússum ástæðu til að efla vígbúnað sinn.

Ég skil því ekki hvernig hægt er að túlka Heimsgönguna sem "lofsöng til ESB og stríðsæsingabandalagsins NATÓ."

Ómar Ragnarsson, 17.3.2009 kl. 16:41

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gott framtak Ómar og textinn er auðlærður. Vonandi verður hann fleygur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.3.2009 kl. 17:02

6 identicon

Smásaga. Ég kom þarna að bensínstöð nálægt landamærum Kanada einn sólbjartan dag. Fyrir utan sátu staðarmenn og gláptu á mig stórum augum. Standandi þarna ókunnugur, var ég ávarpaður, hver er maðurinn? Mér er ekkert í mun að svara, hvaða ákalli sem er. En svaraði samt, ég er íslenskur maður.

Þá gaf sig fram eldri maður, sat þarna yfir kaffikrúsinni sinni , ávarpaði mig og sagði að vinur sinn hefði fjárfest í álbræðslu 'on east coast of iceland ´ á Íslandi af því að orkuverðið hefði verið svo lágt.. good business, he said.

Eg verð að segja alveg eins og er Ómar, eg skammaðist mín, fyrir uppruna minn, Að selja okkur fyrir lítið, alveg eins og ég lít á þetta Evrópubandalag, sem er dæmt er til að falla undir Þýskaland.

Sjálfstæði er Islandi allt, Island er blessað og verndað af Fjallkonunni, sem er sá Engill Drottins sem verndar oss

BjornE (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband