Hafnarfjall, - nýtt Ingólfsfjall ?

Um áratuga skeið hefur fólk ekið áleiðis til Reykjavíkur eins og nú þennan annan páskadag og getað gengið að fjallaDSCF3054landslaginu sem vísu víðast hvar í sama horfi og verið hefur um aldir.

DSCF3055DSCF3057

En þegar ég var á leið framhjá Hafnarfjalli áleiðis suður sá ég allt í einu að þetta sérstaka fjall var ekki hið sama að öllu leyti og verið hefur.

Hafnarfjall er stolt Borgnesinga og ég þekki í svipinn aðeins tvo staði á Íslandi með svipaðar skriður og blasa við í Hafnarfjalli séð frá Borgarnesi.

Hin mikla skriða Hafnarfjalls hélt ég að myndi verða látin óhreyfð sem og fjallið allt frá tindi niður að vegi og fjallinu lofað að halda svip sínum.

DSCF3058DSCF3060

En það er hugsanlega að verða liðin tíð. Undir hinni miklu skriðu hefur legið grænn kragi um aldir, líklegast myndaður sem sjávarhjalli þegar sjór stóð hærra en nú.

Efstu myndirnar sýna hvað ég er að tala um.  

En á leið þarna framhjá sá ég að byrjað er að rífa þennan fallega hjalla niður með vinnuvélum.

Ég fór og skoðaði þetta nánar og sá þá að aðeins innar eru stórar malargryfjur, sem hafa verið í hvarfi svo að þær sjást ekki frá veginum.

En nú virðast þessar gryfjur ekki vera nógu stórar lengur og því er sótt í suðurátt og verið að éta fallega græna hjallakragann undir skriðunum upp.

Á þriðju efstu myndinni er horft til suðurs inn í þessar nýju gryfjur.

Svo mikil er ákefðin að búið er að ryðjast um grænan mó ofan á hjallanum án þess að taka neina möl eins og sést vel á myndum 4 og 5, talið að ofan sem teknar eru frá grænu flötinni og séð til norðurs yfir gróðurspjöllin.

DSCF3062

Nú segja ýmsir eflaust: Verum ekkert að amast við þessu. Annars erum við á móti framförum, á móti húsbyggingum, á móti mannvirkjagerð. Það er ekkert enn búið að hrófla við sjálfri skriðunni.

Það eru bara öfgamenn og afturhaldspúkar sem eru að röfla um svonalagað.

Skoðum aðeins nánar þetta með umhverfisöfgarnar sem sífellt er verið að tala um þegar mönnum dettur í hug að þyrma einhverju.

Á landinu voru taldar tæplega 2400 malargryfjur fyrir 15 árum. Núna eru þær líklega um 3000. Það gerir einar gryfjur á hverja 100 íbúa og að því standa framfarasinnaðir hófsemdarmenn.

 Í Borgarbyggð búa um 2000 manns og eiga því kröfu á að eignast 20 malargryfjur miðað við fólksfjölda.

Á leiðinni frá Hafnarfjalli að Hvalfjarðargöngum er ekið framhjá þremur miklum malargryfjum. En þær virðast ekki nóg heldur er nú sótt að Hafnarfjalli.

Erlendis er hugtakið "landslagsheild" viðurkennt. Dæmi hér heima: Esjan með sínu Kistufelli, Móskarðshnjúkar og Skálafell eru landslagsheild.

Malargryfjur í hlíðum eins af þessum fjöllum veldur umhverfisröskun fyrir alla landslagsheildina.

Græni ávali og fallegi græni kraginn undir Hafnarfjalli er hluti af fjallinu sem landslagsheild eins og öxlin á Monu Lisu er hluti af því listaverki, þótt öxlin sé ekkert öðruvísi eða merkilegri að öðru leyti en hver önnur konuöxl.

Á neðstu myndunum er horft úr suðri yfir að gryfjunum, sem líklega eiga eftir að éta sit til suðurs.

Ég spyr hvort hið sama sé í uppsiglingu í rót Hafnarfjalls og í Ingólfsfjalli.

Hvort það sama gerist hér og gerst hefur í hlíðum Ingólfsfjalls, að farið verði um víðan völl á þeim forsendum að þetta sé alltaf sama gamla malargryfjan.

Ég spyr hvort Borgnesingum sé öllum sama. Ég spyr hvort 3000 malargryfjur landsins séu ekki nóg, heldur verði að bæta þessari nýju við.

Ég spyr hvort það séu öfgar og barátta gegn gatnagerð og húsbyggingum að biðja um að möl sé sótt í aðrar gryfjur, sem nóg er af á þessu svæði.

Ég spyr hvort það sé einkamál að ráðast að einu hlíðinni af þessu tagi sem sést svo vel, bæði nær og fjær af hringveginum. 


mbl.is Ferðalangar snúa heim á leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ef ein malagryfja er á hverja 100 íbúa þá ættu þær að vera 20 á íbúa Borgarbyggðar en ekki 200 eins og þú segir Ómar. Annars á nýtt malarnám að fara í mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum en það virðist teygjanlegt hve mikið má stækka gamlar námur án mats.

Haraldur Bjarnason, 13.4.2009 kl. 21:28

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Er þegar búinn að leiðrétta þetta, Halli minn. Asskoti hefur þú verið fljótur að fara inn á síðuna, gamli vinur !

Ómar Ragnarsson, 13.4.2009 kl. 21:32

3 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Oft töluvert ósammála þér Ómar.  Stundum verulega.  En þarna er ég alveg sammála. 

Vissi ekki af þessari námu og  hef alltaf dáðst að hvað þessar skriður hafa fengið að vera ósnertar og í friði þegar maður keyrir þarna framhjá. Vonandi verður svo áfram.

Örið í Ingólfsfjalli skrifuðum við Bjarni Harðar um hér í héraðsblöðin þegar ýtan ýtti og rippaði sig uppá topp fjallsins.    Fáir tóku undir umvandanir okkar og þetta var meira talið velmegunar og góðærismerki.  Nú sést þetta orðið alla leið héðan frá ströndinni.

P.Valdimar Guðjónsson, 13.4.2009 kl. 22:28

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var með ítarlegan fréttaflutning og myndir af malarnáminu í Ingólfsfjalli á sínum tíma og hafði frumkvæði um að rífa það athyglisverða mál upp. Framhaldið þekkja allir og sjá æ lengra að.

Ómar Ragnarsson, 13.4.2009 kl. 22:36

5 identicon

Þakka þér fyrir að minnast á þetta Ómar. Fyrir tæpum þremur árum skrifaði ég um þetta pistil í héraðsfréttablaðið Skessuhorn. Reyndar var samhengið þar stærra en þessi eina gryfja. Fleiri náttúruminjar eru í hættu á svæði sem nær bæði innar með firðinum og út fyrir fjallið. Innan við Ölver er t.d. byrjað á smákroppi sem hætt er við að nái fljótlega að ómetanlegum enda á jökulgarði sem þar liggur upp að fjallinu. Þetta hugsunarleysi er mjög miður og ekki síst í ljósi þess að mér sýnist að það sé næg möl á svæðinu sem hægt er að taka án þess að stórsjái á þeim fjölmörgu náttúrufyrirbrigðum sem þarna eru - fyrir utan hina einstaklega fallegu skriðukápu Hafnarfjalls. 

Trausti Jónsson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 23:44

6 identicon

Ómar!

Af hverju láta menn sig ekki hverfa inn í fjöllin?

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 00:22

7 identicon

Rétt hjá þér Ómar, þetta eru ægileg náttúruspjöll og verður að stöðva.

Ingimundur Kjarval (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 00:41

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er alveg sammála því að skriðurnar í Hafnarfjalli eru einstakar og ekki ætti að hreyfa við þeim. En eins og Halli bendir á þá er svona nokkuð háð umhverfismati og ég trúi ekki að farið verði í skriðurnar sjálfar. Malarnám er háð þeim kröfum samkv. lögum að gengið sé frá þeim þannig að raskið sjáist sem minnst.

En þetta með eina námu á hverja 100 íbúa er ótrúleg tala. Ertu ekki að telja nánast allar námur frá upphafi vegagerðar í landinu? Það er varla nema örlítið brot af þessum námum í vinnslu í dag.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.4.2009 kl. 02:04

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gerð var ítarleg opinber könnun á malarnámum 1995 eða 96 sem ég man vel eftir, því að ég fjallaði um hana í fréttum.

Allmörgum árum seinna átti að reyna að koma skikki á þetta en mig grunar að það hafi ekki verið gert.

Grái, ávali stöpullinn undir skriðunum er að mínum dómi órjúfanlegur hluti af fjallinu sjálfu, svona eins og neðsti hluti fótanna á mönnum, iljar og tær.

Ég trúi því ekki að útilokað sé að útvega möl annars staðar í tugum annarra malargryfja sem eru á þessu svæði.

Ómar Ragnarsson, 14.4.2009 kl. 03:11

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið, "græni, ávali stöpullinn" átti þetta að vera, - ekki "grái."

Ef hann verður tekinn verður ekkert hægt að setja þar í staðinn.

Ómar Ragnarsson, 14.4.2009 kl. 03:12

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þakka  þér fyrir þetta Júlíus.Því miður er það svo að sumt fólk virðir ekki eignarrétt fólks á landi, ef það er fyrir utan stærstu þéttbýlisstaðina við botn Faxaflóans.Þau segjast eiga landið, ekki fólk sem býr á landinu og eru skráðir þinglýstir eigendur.

Sigurgeir Jónsson, 14.4.2009 kl. 09:03

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta eru umhverfissóðar.

Í minni sveit gekk fólk vel um og var sómafólk í alla staði.

Þorsteinn Briem, 14.4.2009 kl. 09:20

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fólk má engan veginn gera hvað sem er á sinni lóð eða landareign, hvort sem það er í sveit eða bæ, samkvæmt lögum og reglugerðum, til dæmis byggingareglugerðum.

Lög 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum:

1. viðauki.


Framkvæmdir sem ávallt eru háðar mati á umhverfisáhrifum: ...

21. Efnistaka á landi eða úr hafsbotni þar sem áætluð efnistaka raskar 50.000 m2 svæði eða stærra eða er 150.000 m3 eða meiri. ...

2. viðauki.

Framkvæmdir sem kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og metið er í hverju tilviki með tilliti til eðlis, umfangs og staðsetningar hvort háðar skuli mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum þessum, sbr. einnig 3. viðauka: ...

2. Námuiðnaður:

a. Efnistaka á landi eða úr hafsbotni þar sem áætluð efnistaka raskar 25.000 m2 svæði eða stærra eða er 50.000 m3 eða meiri. Efnistaka þar sem fleiri en einn efnistökustaður vegna sömu framkvæmdar og á sama svæði ná samanlagt yfir 25.000 m2."

Þorsteinn Briem, 14.4.2009 kl. 10:12

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fólk sem gengur illa um sína lóð eða landareign gengur enn verr um þá staði sem almenningur hefur aðgang að, til dæmis almenningssalerni.

Mígur út fyrir.

Einnig kerlingarnar.

Þorsteinn Briem, 14.4.2009 kl. 11:12

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

En ég er svo sem ekki hissa á því að þið viljið fjarlægja þessa viðbjóðslega ljótu hundaþúfu sem þetta svokallaða Hafnarfjall ykkar er.

Hins vegar myndi aldrei hvarfla að mér að kroppa í mín fallegu fjöll fyrir norðan.

Þorsteinn Briem, 14.4.2009 kl. 11:20

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég bið landeigendur Hafnar afsökunar á afskiptasemi minni. Ég skil orð landeigandans svo að hann megi selja malartekju í Hafnarfjalli að eigin vild og sé þess vegna ósáttur við afskiptasemi mína.

Samkvæmt orðum hans um að Borgnesingar hafi ekkert leyfi til að vera stoltir af Hafnarfjalli, mega Reykvíkingar ekki vera stoltir af Esjunni af því að þeir eiga ekkert í henni og kæmi ekki við þótt hún yrði tekin undir malarnámur.

Akureyringar mega ekki vera stoltir af Kaldbak og engir Íslendingar hefðu mátt vera stoltir af Herðubreið nema Reykjahlíðarfólkið sem hefur átt hana.

Jónas Hallgrímsson hefði betur látið það ógert að telja Gunnarshólma merkilegan og samkvæmt þessum skilningi landeigandans hafa landeigendur Íslands einir rétt á að hafa skoðun á því landi sem þeir eiga.

Sömuleiðis mega hvorki ég né aðrir tala um né skipta mér af útliti Geysissvæðisins í Haukadal og engir Íslendingar hafa leyfi til að vera stoltir af Geysi nema landeigendurnir sem eiga hann.

Gaman væri að vita hvort landeigandi Hafnar er svona viðkvæmur vegna þess að hann fái borgað fyrir malarnámið.

Nei, afsakaðu. Þetta er þitt land og engum öðrum kemur það við.

Ómar Ragnarsson, 14.4.2009 kl. 16:03

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er mikill fylgjandi þess að fólk hafi athafnafrelsi og eignarréttur þess sé virtur en frelsi fylgir ábyrgð. Þar sem þinn réttur byrjar, endar minn. En þó ég sé séreignarsinni, þá eru hlutir í samfélagi okkar, sem hafa verið og eiga að vera í sameign okkar allra. Það eru hlutir eins og óumdeild náttúrufyrirbrigði sem ekki má fórna undir neinum kringumstæðum. Persónulega tel ég Hafnarfjall of sérstakt náttúrufyrirbrigðitil þess að einstaklingur fái ráðið örlögum þess. Við hin erum miklu fleiri og við leyfum það ekki.

Vandamálið við þessa hörðu afstöðu í náttúruverndarmálum er það, að smekkur manna er misjafn. Það sem MÉR kann að finnast um einhverja tiltekna náttúru, láta aðrir e.t.v. sér fátt um finnast. Til þess að "Alfriða" hluti þarf algjöra sátt og mér segir svo hugur að sanngjarnt væri, að til þess að alfriða eitthvað þá þyrfti 2/3 hluti atkvæða að mæla svo fyrir, svo það yrði að lögum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.4.2009 kl. 16:48

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sem tapari í slíkri kosningu yrði að vera sáttur við góðan meirihluta þjóðarinnar.... Næsta mál.....  

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.4.2009 kl. 16:52

19 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég á persónulega bíl minn en samt fæ ég ekki að ráða öllu um ástand hans.

Ég stóð í þeirri meiningu að landeigendur fengju lögum samkvæmt bætur þegar lagðir væru vegir eða önnur opinber mannvirki um lönd þeirra og hef ekkert á móti því að eignarréttur þeirra sé virtur og þeir fái tekjur af afnotum annarra af eign þeirra.

Það er af og frá að ég sé á móti framkvæmdum á borð við malagryfjur. Ég hef á fréttamannsferli mínum aðeins fjallað um innan við tíu af þeim 3000 gryfjum sem eru á landinu og ekki séð ástæðu til að vera með nefið ofan í hinum 2990.

Ómar Ragnarsson, 14.4.2009 kl. 19:29

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sanngjarnar bætur fyrir tekjumissi landeigenda eru sjálfsagðar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.4.2009 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband