Kjósendur útvega sönginn í NV-kjördæmi.

Í dag fór ég í Borgarnes, á Sauðárkrók og síðan á vel sótta tónleika fjögurra kóra á Blönduósi. Þar mátti sjá frambjóðendur á ferð meðal áheyrenda, til dæmis þá Jón Bjarnason, Guðbjart Hannesson og Einar K. Guðfinnsson. Þetta er líklega áhrifaríkasti vettvangur frambjóðenda þessa síðustu viku fyrir kosningar, en nú er einmitt tími tónleika hinna ýmsu kóra þar sem sett er fram uppskera vetrarins. 

Á öðrum fundum frambjóðenda með stuðningsmönnum í flokkum þeirra er mun færra fólk, en þau tengsl verða frambjóðendur þó að rækta, vegna þess að á þessa fundi koma dyggustu stuðningsmennirnir og þeir sem vinna mest fyrir flokkana. 

Hljómleikarnir á Blönduósi voru afar gefandi tónleikar á alla lund sem tóku öllum brekkusöng fram. Sjálfur kom ég aðeins við sögu á fundum Guðbjarts í Borgarnesi og á Sauðárkróki og var þar hafður söngur um hönd án gítars.

Ætla að blogga nánar um hljómleikana á Blönduósi þegar ég kem suður og setja inn myndir af þeim, en ég gleymdi græjunum til að setja þær inn fyrir sunnan . 


mbl.is Brekkusöngur fyrir kjósendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Það var allt í lagi þó það vantaði gítarinn... söngurinn var fagur og fallegur...

Brattur, 19.4.2009 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband