Hefði átt að gerast fyrir tveimur árum.

Eitt af stefnumálum Íslandshreyfingarinnar fyrir kosningarnar 2007 var að láta þá þegar útbúa hugsanlega umsókn um aðild að ESB að undangenginni ítarlegri vinnu varðandi samningsmarkmið, svo að engin töf þyrfti að verða, ef ákveðið yrði að sækja um aðild.

Út úr þessu var snúið í fjölmiðlum og því slegið upp að hreyfingin vildi skilyrðislaust inn í ESB.

Nú fást allir flokkar loksins við þetta verkefni, hver á sinn hátt, en tvö ár hafa farið í súginn.


mbl.is Utanríkismálanefnd margklofin um ESB-ályktunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ómar eitt skil ég ekki það er þegar þú talar gegn sjálfum þér!!!!! Við inngöngu í ESB og samþykki Lissabonsáttmálans þá höfum við ekki mikið að segja um hvernig farið er með nátturu okkar og auðlindir.Varst það ekki þú sem barðist hvað mest á móti Kárahnjúkum?eða var engin meining hjá þér á bakvið það......

Marteinn Unnar Heiðarsson, 9.7.2009 kl. 09:44

2 identicon

Aðra mótsögn get ég nefnt og hef áður bent á hér á þessum vettvangi en það er nánast þráhyggjuleg barátta gegn öllu sem kalla má virkjun (nema þeim, að því er virðist, sem sveitungarnir, Reykvíkingar sjálfir, standa fyrir eins og á Hellisheiðinni).

Í staðinn er sagt, amk. gefið í skyn, að margföldun ferðamanna geti komið í staðinn. 

Ímyndiði ykkur tvær - þrjár eða fleiri milljónir ferðamanna keyrandi og traðkandi um hálendi Íslands!

Í neónlitum klæðnaði!

Hvað verður umöræfakyrðina og óspillt víðernið þá?

Ímyndiði ykkur mannvirkin sem ekki verður komist hjá að reisa til að þjóna öllum þessum fjölda!

Núverandi millilandaflug losar ígildi 16 álvera af koltvísýringi!  Margaldið það með fjórum, því ef fjórfalda á ferðamannastrauminn þ.e. fjölga úr 500 þúsund upp í tvær milljónir, sem flestum finnst æskilegt takmark, þá verður losunin ígildi 64 álvera!

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 11:14

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Sammál þér Ómar að við geturm ekki rætt málin tímanlega og af fyrirhyggju heldur aðeins þegar allt er komið í hönk og neyða verður einhverja lausn upp á landann. Hagsmunamat kalt og yfirvegað er ekki styrkur íslenskra stjórnmálamanna. Ég held hinsvegar að íslendingar almennt séð séu til í málefnalegar umræður en fá því miður ekki tækifæri til að njóta þeirra forréttinda. Sjá bara Kastljós: alltaf stillt upp tveimur helst mjög andstæðum pólum og svo reyna viðkomandi að fullyrða á hvorn annan og sá sem liggur lægra rómur tapar í þeim slag!

Gísli Ingvarsson, 9.7.2009 kl. 11:21

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurjón Pálsson. Eftir að álverið í Reyðarfirði tók til starfa fækkaði íbúum sjö sveitarfélaga af níu á Austfjörðum. Ferðamenn, bæði íslenskir og erlendir, fara hins vegar um allt landið, þannig að margir íbúar allra byggðarlaga í landinu starfa við ferðaþjónustu. Og erlendir ferðamenn koma til landsins allt árið.

Allir menga eitthvað
, hvort sem þeir eru í vinnu eða fríi, og fjöldi fólks, bæði hér og erlendis, ferðast daglega langar vegalengdir í og úr vinnu. Fólk byrjar ekki að menga þegar það stígur upp í flugvél og ef erlendir ferðamenn fljúga ekki hingað fljúga þeir til annarra landa. Margir þeirra millilenda hér og við getum ekki bannað erlendum ferðamönnum að koma til landsins.

Ísland er rúmlega tvisvar sinnum stærra en Danmörk og þar búa 5,5 milljónir manna en hér búa einungis um 300 þúsund, þrír á hvern ferkílómetra, eins og í Ástralíu. Og þessi lönd eru með þeim strjálbýlustu í heiminum. Við getum því tekið hér á móti milljónum ferðamanna á hverju ári og þeir valda miklu minni náttúruspjöllum en virkjanir, til dæmis Kárahnjúkavirkjun.

Vegir eru nú mun betri hér og jarðgöng fleiri en fyrir 20 árum, vegagerð aldrei meiri en nú, og vegirnir verða að sjálfsögðu miklu betri eftir önnur 20 ár, sem eru nú ekki langur tími í sögu þjóðarinnar.

Íslenskir iðnaðarmenn
hafa góðan starfa við að reisa hér hótel og halda þeim við, vegagerðarmenn leggja vegi og smíða brýr og bændur hér framleiða landbúnaðarvörur sem ferðamenn kaupa af þjónustufólki í verslunum og á veitingastöðum. Leigubílstjórar, rútubílstjórar og flugmenn transportera þá um allt land og flugfreyjustarfið er eftirsótt. Leiðsögumenn aldrei fleiri og bílaleigur vantar fleiri bíla.

Þannig eru margfeldisáhrif ferðaþjónustunnar í öllum byggðarlögum og sveitum landsins. Íslendingar munu því fyrst og fremst lifa af ferðaþjónustu, landbúnaði og sjávarútvegi, sem enn er stundaður í nánast öllum sjávarbyggðum landsins.

Þorsteinn Briem, 9.7.2009 kl. 13:52

5 identicon

Marteinn: Það er mesta ranghugmynd um ESB að halda því fram að þar sé ekki rekin umhverfisstefna og enn vitlausara að halda því fram að við myndum missa stjórn á auðlindum okkar.

Þvert á móti þá höfum við stigið flest okkar skref í umhverfismálum vegna skilyrða frá ESB, sem eru alltaf langt á undan okkur í hverskyns umhverfisstöðlum.

Varðandi að missa stjórn á auðlindum, þá er það hræðsluáróður.  Hvar segir það í Lissabon sáttmála? Heldur þú virkilega að Svíar myndu afhenda stálnámur sínar og Frakkar gaslindir og aðrar auðlindir til ESB? No way.

Þorfinnur (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 15:22

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Mestu mistökin var að þú skyldir ekki ganga í Framsóknarflokkinn fyrir tíu árum Ómar ef þú vildir ganga í ESB.Þú hefðir strax fengið stuðning frá Valgerði Sverrisdóttur og Halldór Ásgrímssyni við þá hugmynd.Og mína og margra annarra í öllum flokkum.Ef það hefði verið gert þá og við værum með annann gjaldmiðil væri staðan önnur.En allt breyttist á einni kolsvartri nóttu þannig að við eigum að mínum dómi að gleyma öllu hvað viðkemur ESB þar til við stöndum í lappirnar.Aðalmálið er núna hvernig verður ESB eftir tíu ár þegar við eigum kanski kost á því í fyrsta lagi að taka upp evru, miðað við þær reglur sem gilda í dag.Að mínu mati verður ESB orðið að ríki í einhverri mynd, og það fátæku ríki eða það verður við það að leysast upp. xb ekki ESB.

Sigurgeir Jónsson, 9.7.2009 kl. 21:02

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"...ef þú vildir ganga í ESB..." segir þú, Sigurgeir og gefur þér það sama og menn gáfu sér varðandi Íslendshreyfinguna.

Þetta er röng ályktun því að það að vilja vera tilbúinn EF til aðildarumsóknar kemur þýðir alls ekki það sama og að menn vilji fyrirfram ganga í ESB.

Ég áskil mér rétt til að taka afstöðu til þess hvort ganga eigi í ESB þegar hugsanlegur samningur liggur fyrir, ekki áður en að því kemur.

Árósasamningurinn svonefndi, sem er gríðarlega mikilvægur fyrir umhverfismál, er afsprengi umhverfisstefnu ESB. Þegar þjóðir Austur-Evrópu gengu í sambandið gátu þær það ekki nema undirrita Árósasáttmálann.

Enn eru Íslendingar eina þjóðin í okkar heimshluta sem ekki hefur undirritað sáttmálann.

Ómar Ragnarsson, 9.7.2009 kl. 21:33

8 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Mér finnst að það eigi að fara varlega í að samsinna Íslandi við lönd á meginlandi Evrópu hvað varðar mengun o.þ.h. Okkar tegund af orku er að stórum hluta eitthvað sem þau lönd hafa ekki aðgang að.

Ég lít þannig á hlutina að við sem Þjóð gætum auðveldlega breytt okkar neyslu sjálf, án þess að skerða möguleika okkar í iðnaði og/eða á flutningum, með því að t.a.m. taka forystu í notkun og ekki síður, framleiðslu á rafmagnsfarartækjum. Ein stór tilraunastofa... Ekkert að því að fá Kínverjana hingað og þróa þessa tækni með þeim.

Tel að þetta sé eitt af stóru tækifærunum sem okkur veitir ekki af í dag. Tala nú ekki um ímyndina.

Sindri Karl Sigurðsson, 10.7.2009 kl. 00:46

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt allir bílar hér væru rafmagnsbílar þyrfti ekki að reisa nýja virkjun til að hlaða þá með ódýru húsarafmagni að nóttu til.

Þorsteinn Briem, 10.7.2009 kl. 01:33

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Hvað verður þá um öræfakyrrðina?" spyr Sigurjón. Ég fór í sérstaka vetrarferð í vetur um öræfin norðan Mývatnssveitar til að kynna mér möguleikana þar að vetrarlagi.

Þá blésu borholur á Þeystareykjum og við Leirhnjúk svo mikið að hvergi á öllu þessu svæði, sem spannar tugi kílómetra, var lengur þögn.

Í Rovaniemi í Lapplandi er ferðunum stjórnað þannig að á ákveðnum tíma þeysa ferðamennirnir á skipulegan hátt á hundruðum vélsleða ákveðna leið inn í hvíta viðáttuna.

Þar er síðan drepið á sleðunum og fólk fær næstu klukkustundir til að dreifa sér um nágrennið og njóta þess sem boðið er upp á og laðar hundruð þúsunda til Lapplands: þögn, kuldi, myrkur og ósnortin náttúra.

Vélsleða má bara nota á afmörkuðum svæðum og megnið af víðáttunni er friðað fyrir umferð vélknúinna farartækja líkt og búið er a gera hér á landi á Öræfajökli.

Ómar Ragnarsson, 10.7.2009 kl. 05:34

11 identicon

Í viðbrögðum ykkar Steina Briem hér að ofan kristallast hreint fullkomlega sá tvískinnungur, sem ég  sem er að benda á:

Þarna er menn ekki verið að berjast gegn mengun, heldur einungis einni  tegund mengunar um leið og önnur tegund er varin og hún jafnvel mærð.

Þetta er eins og að þrátta um hvort sé betra harðlífi eða niðurgangur og reyni svo að telja sjálfum sér - og öðrum trú um - að gerist maður talsmaður annars berjist maður fyrir betri hægðum.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 07:46

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það vill svo til, Sigurjón, að ég þarf í kvikmyndagerð minni að komast um jökla og ferðast í snjóþungu vetrarríki. Til þess arna notað ég minnsta, sparneytnasta, ódýrasta og umhverfisvænsta bíl sem völ er á og samt telur þú mig vera talsmann mengunar og bruðls.

Í borginni og jafnvel í ferðum um hálendið að sumarlagi hef ég notað til kvikmyndargerðar ódýrasta og minnsta bíl landins og samt skal ég teljast umhverfissóði og talsmaður bruðls og mengunar !

Ómar Ragnarsson, 11.7.2009 kl. 11:55

13 identicon

Það sem ég fyrst og fremst set út á Ómar er, að því er virðist, heilagt stríð sumra gegn náttúrufórnum og loftmengun, sem fylgir einni grein atvinnuvega, grein þar sem nýttar eru orkuauðlindir landsins, þær virkjaðar til orkufrekrar starfsemi  en velþóknun sömu manna og jafnvel hvatning til stórauknings í atvinngrein sem ekki síður fylgja náttúruspjöll og loftmengun - nema síður sé - ferðaiðnaðinum.

Allt pex um að annað sé betra en hitt er einfaldlega karp um keisarans skegg.

Þetta er tvískinnungurinn sem ég bendi á.  Ég er ekki að rýna í ferðir einstakra Íslendinga á jökla eða hálendið eða notkun þeirra á eldsneyti þar eða í borginni. 

Þeir sem berjast gegn nýtingu orkulinda vegna náttúruspjalla en tala í öðru orðinu fyrir stórfelldri aukningu ferðamanna eiga ekki að gera þetta í nafni náttúrverndar að mínu mati.  Það er skinhelgi.

Mér er fulljóst að þróunin verður ekki stöðvuð, hvorki hvað frekari orkunýtingu varðar né fjölgun ferðamanna og þeirra sem leggja leið sína upp á hálendið.  En öfgar og blindir fordómar á báða bóga eru ekki til góðs.

„Sérkenni íslenskrar náttúru er einmannaleikinn í hverskonar myndum.  Á Sprengisandi er það stormurinn, í Öskju hvinur snjóbyljanna, kynlegt urg fljótandi vikurhranna og þrumandi gnýr skriðufallanna. Við brennisteins- og leirhverina heyrist ekki mannsins mál fyrir hvæsi og þjótanda og við ströndina óma orgeltónar brimöldunnar. Við Laka er þögnin þrúgandi eins og í gröf.“

Þessi orð skrifaði Ina von Grumbkow í Öskju, fyrir um eitthundrað árum, í leit sinni að jarðneskum leifum unnusta síns sem drukknaði við vísindastörf í Öskjuvatni.  Það er óhugsandi að slík orð verði skrifuð á meðan tíu þúsund neonlitir ferðamenn streyma framhjá að Öskjuvatni og Víti einhverntíma í náinni draumaframtíð Draumalandsfólks.

Jafnvel þegar í dag er líklega orðið of seint að upplifa samskonar hughrif og Ina von Grumbkow varð fyrir uppi á hálendi Íslands.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband