Að skrúfa fyrir kranann?

Helgi Felixson hitti naglann á höfuðið í lok frumsýningar kvikmyndar sinnar, þegar hann benti bíógestum á það fjármagn sem gerð þessrar einu kvikmmyndar, "Guð blessi Ísland," færir til landsins.

Helgi var í óvenju góðri aðstöðu, því að um tjaldið höfðu runnið nöfn þeirra erlendu stofnana og fyrirtækja sem höfðu styrkt þessa mynd, en stuðningur Kvikmyndamiðstöðvar Íslands er í flestum tilfellum mikilvægur grundvöllur þess að hægt sé að fara af stað með svona kvikmyndagerð.

Það þarf að huga að því við niðurskurð hvort hann kalli á stórfellt tekjutap og það jafnvel tap á því sem þjóðin þarf mest á að halda núna, erlendum gjaldeyri.  

Er verið að skrúfa fyrir kranann?  Og hvers vegna margfalt meiri niðurskurð á þessu sviði en öðrum?  

Í sjö ár hef ég kynnst kjörum kvikmyndagerðarmanna hér á landi og orðað það svo í hálfkæringi, að sjaldan hafi ég kynnst mönnum með jafn ríka sjálfspíningarhvöt.

Með því hef ég átt við þann hluta þeirrar hvatar sem drífur kvikmyndagerðarmenn áfram við sína listsköpun sem snýr að fjármögnun myndanna og kjörum kvikmyndargerðarmannanna sjálfra.

Á fundi kvikmyndargerðarmanna fyrir nokkrum árum lýsti Ari Kristinsson því sem ójöfnuði að kvikmyndagerðarmenn ætluðust ekki til þess að hafa nein laun fyrir að vinna að list sinni og skömmuðust sín jafnvel hálfpartinn fyrir það ef hagnaður væri af myndum þeirra. 

Aðrar stéttir virtust ekki haldnar þessari hugsun heldur telja eðilegt að menn hefðu laun fyrir vinnu sína.

Fólk má vel segja að ekki sé að marka orð mín af því að ég sé kvikmyndagerðarmaður. Enginn hafi beðið mig um að vera það. Ég fer hins vegar aðeins fram á það að ofangreindur pistill sé dæmdur eftir innihaldi hans en ekki því hver skrifaði hann.     


mbl.is Vill endurskoða fjárveitingar til kvikmyndagerðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætíð gott það er að skapa,
og engu höfum nú að tapa,
bara verðum smá að snapa,
og soldið eftir Þráni apa.

Þorsteinn Briem, 8.10.2009 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband