Íslensk dæmi.

Ég þekki nokkur íslensk dæmi um það að bætur vegna slysa eða örorku urðu vafasöm. 

Ég skal nefna tvö:

Annað dæmið var þess eðlis að vegna slyss var viðkomandi talinn vart rólfær og vafasamt hvort hann næði sér nokkurn tíma aftur. Staulaðist hann við staf og bar sig illa og voru ýmsar ráðstafanir í gangi til að bæta honum þetta upp. 

Um svipað leyti sá ég þann sama mann hlaupa um skógivaxnar brekkur úti á landi og virtist ekki mjög illa farinn þá. 

Hitt dæmið var þess eðlis að maður nokkur slasaðist sannanlega illa í starfi en þurfti að sækja rétt sinn með fulltingi skeleggs lögmanns. 

Lögmaðurinn lenti hins vegar í mestu vandræðum þegar lögmaður vinnuveitandans birti myndir við réttarhaldið af þeim slasaða að dansa og virtist hann ekki mikið slasaður þá.

Það bitnar á þeim sem þurfa sannanlega á bótum að halda ef kerfið er misnotað. Þess vegna er skárra að sækja ekki bætur nema útilokað sé að jafna sig og ná bærilegri heilsu og líkamlegu ástandi.  

 


mbl.is Missti bætur vegna mynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Innilega sammála þér Ómar. Gott ráð sem hefur reynst sumum vel að nýta sér óhefðbundnar og austurlenskar lækningar þegar vesturlandalæknar segjast ekkert geta gert en vilja samt einoka sjúklingamarkaðinn. Vestrænar vísindalækningar bera ábyrgð á svo mörgum öryrkjum sem gætu fengið hjálp en gæti kostað að þeir misstu spón úr sínum aski og það vilja þeir ekki fyrir nokkurn mun þurfa að upplifa.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.11.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband