Þrjár asískar þotur á árinu. Tilviljun?

Þessarar spurningar væri ekki spurt ef þrjár amerískar eða þrjár evrópskar þotur hefðu farist á sama árinu. 

Ljóst er að þotan sem skotin var niður yfir austanverðri Úkraínu hefði getað verið frá fleiri heimshornum og því er ástæðulaust að taka hana með í þennan reikning. 

Þá eru eftir þessar tvær malasísku þotur sem báðar hverfa á flugi í sama heimshlutanum á sama árinu. 

Miðað við tíðni í flugi fyrir nokkrum áratugum var þó kannski ekkert skrýtnara að tvær þotur frá sama ríki færust á sama árinu nú en þá, þegar þoturnar, sem fórust á sama ári voru oft frá sama landi. 

Einhvern veginn er hægt að hafa það á tilfinningunni að frekar takist að upplýsa orsakir hvarfs þotu AirAsia félagsins en hið dularfulla hvart MH 370, sem var að svo mörgu leyti svo einstakt tilfelli alveg frá upphafi. 

 


mbl.is Spurt & svarað um hvarf þotunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríðarleg búbót fyrir bláfátæka stórþjóð.

Álíka margir búa í Eþíópíu og í Þýskalandi, en þjóðartekjur á mann í Eþíópíu eru meira en hundrað sinnum minni en í Þýskalandi og hagkerfi landsins minna en hagkerfi Íslands þótt þjóðin sé næstum 300 sinnum fjölmennari.  

Það vakti sérstaka athygli mína á tveimur ferðum yfir og um Eþíópíu hér um árið, hve mjög landið er mótað af eldvirkni, og fljótlegt að sjá af gögnum, hve mikil jarðvarmaorka hlýtur að vera þar óbeisluð.

Aðstæður eru að öðru leyti gjörólíkar þar og hér. Hin eldvirku svæði þar eru ekki flokkuð í hóp helstu náttúruundra jarðar eins og hinn eldvirki hluti Íslands er, og hvert megavatt, sem virkjað er í Eþíópíu hefur hundrað sinnum meiri áhrif á hag landsbúa en sama orka hér á landi. 

Orka Eþíópíu er sennilega það mikil að þar væri hægt að framkvæma þá hugsun helstu hugsuða í hópi íslenskra sérfræðinga að hún sé nýtt á sjálfbæran hátt, en hingað til hefur verið fjarri því að við gerum slíkt hér, heldur höfum við stundað hreina rányrkju og að stórum hluta til með óviðunandi loftmengun. 

Í krafti þess að við höfum nýtt orkuna með hrein skammtímasjónarmið í huga höfum við í raun tekið frá Eþiópíumönnum möguleikana á sölu ódýrrar orkunnar þar í landi. 

Nú gætum við bætt fyrir það með því að vera í fararbroddi í heiminum við sjálfbæra nýtingu á jarðvarmaorku án stórfelldra spjalla á einstæðri náttúru, með því að aðstoða Eþíópíumenn og aðrar fátækar þjóðir við að brjótast út úr ólýsanlegri fátækt.  


mbl.is Undirbúa mikla orkuöflun í Eþíópíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðir í snattið.

Margir þeirra, sem taka bíl á leigu, nota þá í snatt í þéttbýli, kannski ekki nema í einn dag, til dæmis í Reykjavík eða á Akureyri. Kia Soul rafbíll

Hjá flestum landsmönnum eru allt 90% aksturs innanbæjarakstur.

Það er augljóst hagræði af því að nýta rafbíla í slíkan akstur.

Því á hinn kornungi Aðalsteinn Lárus Skúlason heiður skilinn fyrir að ryðja braut í bílaleigumálum. Rafbílaleiga

Hagræðið felst meðal annars í þvi að taka af leigutökum ómakið við að hlaða bílana ef aksturinn er fyrir innan drægi bílanna. Renault Zoe (2)

Því miður eru rafbílar enn ekki orðnir jafn ódýrir og ódýrustu venjulegu bílarnir, sem knúnir eru bensíni eða olíu. 

Mætti hið opinbera huga að því hvort á einhvern hátt væri hægt að veita sérstaka ívilnun þegar rafbílar eru leigðir út. e-Golf VW

Að undanförnu hefur verið að störfum svonefnt Rafbílaráð, RVFÍ, sem leggja á fram fjölbreyttar og sem ítarlegastar tillögur og ábendingar fyrir stjórnvöld varðandi rafbílavæðingu landsins og er starfið á lokastigi. 

Í lokatilllögum ráðsins eru nefnd nokkur mikilvæg atriði varðandi það hvernig hægt sé með ýmsum aðgerðum að stuðla að fjölgun rafbíla á bílaleigum landsins á komandi árum. 


mbl.is Fyrsta rafbílaleiga landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband