Líka barnasprengja 1941.

Eftir mesta efnahagshrun Íslandssögunnar var kreppa óhjákvæmileg, rétt eins og kreppa var óhjákvæmileg hér eftir að heimskreppan skall upp úr 1930. Sú kreppa dýpkaði sérstaklega hér á landi við hrun saltfiskmarkaðarins á Spáni vegna borgarastyrjaldarinnar þar 1936-39 og varð dýpst árið 1939 og fyrstu mánuði ársins 1940.  

Af því leiddi að árgangarnir á síðustu árum fjórða áratugarins voru frekar smáir, ekkert stærri en kreppuárgangarnir þar á undan.

Þetta sást vel á stúdentafjöldanum í M.R. 20 árum síðar, árin 1959 og 1960.  

Þótt hernám Breta 10. maí færði Íslendingum bullandi atvinnu og tekjur, fór afleiðinganna hvað snerti fæðingar ekki að gæta fyrr en níu mánuðum síðar, eða á árinu 1941.

Þótt ég sé fæddur í september 1940 er ég hreinræktað kreppubarn, svo fátækir voru kornungir foreldrar mínir í desember 1939.  

Innan við hundrað stúdentar voru brautskráðir frá M.R. 1960, en árið eftir og raunar eftir það varð fjölgunarsprengja.

Eðlilega voru allra fyrstu árin eftir Hrunið erfið en síðustu tvö ár hefur verið hægur efnahagsbati og er enn.

Ávextirnar af því eru hinir sömu og árið 1941, stórfjölgun fæddra barna.   


mbl.is Sprengja í barneignum í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsyn aukinna rannsókna og átaks gegn "áunnri fáfræði".

Ég heyrði á einhverri ljósvakarásinni að framlög til hafrannsókna hafi verið dregin saman á sama tíma sem brýn og ný verkefni hrannast upp.

Þótt kuldatrúarmenn haldi enn fast við það að veðurfar hafi ekki hlýnað og þvertaka fyrir að neinar breytingar í loftslagi og lífríki sé af mannavöldum horfum við upp á súrnun og hlýnun sjávar án þess að sjá megi að menn eigi nægar skýringar á þessum breytingum og afleiðingum þeirra.

Hrun sandsílastofnsins er talin meginorsök hruns lundastofnsins og fleiri strandfugla. En hvað um vaxandi súrnun sjávar?  

Svo er ekki að sjá að spáð hafi verið fyrir um þessi hrun og óljóst virðist hvaða áhrif og hve mikil súrnun sjávar muni hafa á fiskistofnana og sjávarfang.

"Síldin lagðist frá" var viðkvæðið á Raufarhöfn, þegar ég kom þangað nokkrum árum eftir hrun síldarstofnsins og tók þar viðtöl við fólk.

Í þess huga var óhugsandi að veiðin á síldinni hér og í Noregi hefð átt nokkurn þátt í því að sildin hvarf skyndilega.

Flestir þekkja fyrirbærið áunna sykursýki, en það er fleira sem fólk getur áunnið.  

Þeir, sem andmæla nauðsyn rannsókna virðast margir gera það til þess að firra sig allri vitneskju um orsakir og afleiðingar.  Á ótal sviðum er tilhneiging til að vita sem minnst af því að það gæti verið óþægilegt.

 Það má kalla þetta fyrirbæri "áunna fáfræði" og hún gagnast þeim mest sem vilja vaða áfram af sem mestri græði og ábyrgðarleysi gagnvart framtíðinni.

Þegar það kom inn á borð þingnefndar fyrir tveimur árum að jarðvarmavirkjanir væru eins og námugröftur og einungis gert það skilyrði, að varmi og virkjanir entust í 50 ár, heyrðust viðbrögð hjá þingmönnum á borð við: "Ekki vissi ég það."

Samt hafði þetta legið fyrir í áratugi.   

   


mbl.is Líkur á að lundavarp misfarist enn á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einsdæmi: Markakóngur án þess að skora mark.

Giovanni Dos Santos er sennilega fyrsti leikmaðurinn í sögu HM sem er í hópi mestu markaskorara mótsins á ákveðnum tímapunkti í því, án þess að hafa skorað eitt einasta löglegt mark.

Ef dómararnir hefðu ekki tekið af honum tvö rétt skoruð mörk í leiknum við Kamerún, væri hann einn af þremur leikmönnum mótsins, sem hafa skorað flest mörk og hampað sem slíkum.

Atvikin varðandi Don Santos minna á það þegar Linford Christie var dæmdur úr leik fyrir þjófstart án þess að hafa þjófstartað. Hann var bara svona rosalega viðbragðsfljótur.

Don Santos var ranglega refsað fyrir þann frábæra hæfilega að vera eldsnöggur innfyrir um leið og boltinn var farinn af stað.  

Mótið byrjar með látum, ekki aðeins með fjörlegum, spennandi og skemmtilegum leikjum, heldur líka með nógum deiluefnum til að rífast um, svo sem vafasömum vítaspyrnum.

Sumir sakna þess að nýja tæknin varðandi það hvort boltinn fer inn fyrir marklínuna kemur í veg fyrir að eilífðardeiluefni eins og markið, sem sneri úrslitaleiknum á HM 1966 Englendingum í vil, hafi verið löglegt eða ekki.

En nú þegar hafa dómararnir á HM í Brasilíu séð til þess að þeir geti jafnvel orðið aðalmennirnir í sumum leikjunum.  


mbl.is Dómararnir stálu senunni í sigri Mexíkó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband