Líka barnasprengja 1941.

Eftir mesta efnahagshrun Íslandssögunnar var kreppa óhjákvæmileg, rétt eins og kreppa var óhjákvæmileg hér eftir að heimskreppan skall upp úr 1930. Sú kreppa dýpkaði sérstaklega hér á landi við hrun saltfiskmarkaðarins á Spáni vegna borgarastyrjaldarinnar þar 1936-39 og varð dýpst árið 1939 og fyrstu mánuði ársins 1940.  

Af því leiddi að árgangarnir á síðustu árum fjórða áratugarins voru frekar smáir, ekkert stærri en kreppuárgangarnir þar á undan.

Þetta sást vel á stúdentafjöldanum í M.R. 20 árum síðar, árin 1959 og 1960.  

Þótt hernám Breta 10. maí færði Íslendingum bullandi atvinnu og tekjur, fór afleiðinganna hvað snerti fæðingar ekki að gæta fyrr en níu mánuðum síðar, eða á árinu 1941.

Þótt ég sé fæddur í september 1940 er ég hreinræktað kreppubarn, svo fátækir voru kornungir foreldrar mínir í desember 1939.  

Innan við hundrað stúdentar voru brautskráðir frá M.R. 1960, en árið eftir og raunar eftir það varð fjölgunarsprengja.

Eðlilega voru allra fyrstu árin eftir Hrunið erfið en síðustu tvö ár hefur verið hægur efnahagsbati og er enn.

Ávextirnar af því eru hinir sömu og árið 1941, stórfjölgun fæddra barna.   


mbl.is Sprengja í barneignum í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1964 voru nýstudentar frá MR yfir tvö hundruð svo að  fjöldi þeirra hefur meira en tvöfaldast á aðeins fjórum árum. Reyndar var þetta met ekki slegið fyrr en fáeinum árum seinna.

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.6.2014 kl. 23:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjölmennustu fæðingarárgangar Íslandssögunnar
RöðÁrLifandi fæddir allsDrengirStúlkurFrjósemi
      
120095.0262.5612.4652,22
219604.9162.5472.3694,27
320104.9072.5232.3842,20
419594.8372.5012.3364,24
520084.8352.4702.3652,14
619634.8202.4712.3493,98
719644.7872.3752.4123,86
819904.7682.4312.3372,31
919574.7252.4692.2564,20
1019654.7212.4502.2713,71

Þorsteinn Briem, 15.6.2014 kl. 00:52

3 identicon

 "yfir meðaltali á flest­um fæðing­ar­deild­um á land­inu" miðað við tímabundnar og varanlegar lokanir minni fæðingardeilda vegna samdráttar í heilbrigðisþjónustu þá er fjölgun á stærri deildunum ekkert óeðlileg og þýðir ekki endilega fjölgun fæðinga. Alvöru fréttamaður hefði fundið heildartöluna til að hafa raunverulega frétt frekar en vangaveltur byggðar á ágiskunum. Sá er munurinn á vönduðum vinnubrögðum fagmanna og fálmkenndum þreifingum fréttasóða.

Espolin (IP-tala skráð) 15.6.2014 kl. 01:59

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er sniðugt eins og svo margt hér á spaugstofulandinu, hvað sprengingar eru orðnar algengar.

Það verður sprenging í bílasölu, sprenging í fæðingum og þá ef að líkum lætur sprengingar í uppáferðum og það er sama hvar er hlustað, aukning á sér ekki stað lengur, heldur virðist allt vera að springa í loft upp.

Því nær sem dregur að  fjölmiðlum því meira verður um sprengingar.  Væri ekki hægt að senda þetta sprengjufólk í jarðgangagerð?      

Hrólfur Þ Hraundal, 15.6.2014 kl. 07:48

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Réttmætar athugasemdir. Þegar fréttin er lesin dofnar strax yfir "sprengingunni" sem fullyrt er að sé í sumar, þótt sumarið sé varla byrjað, og smám saman fjarar sprengingin út og verður að fálmkenndri spá.

Ómar Ragnarsson, 15.6.2014 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband