Getur það verið?

Síðustu ár Kísiliðjunnar við Mývatn voru fluttar um það reglulega fréttir að byggðin myndi hrynja ef verksmiðjan fengi ekki að halda áfram. 

Umhverfisverndar- og náttúruverndarfólk var sakað um að vilja allt atvinnulíf feigt. Samt reyndi það að benda á möguleika í ferðaþjónustu og fleiru, en var þá í háði spottað fyrir að vilja "eitthvað annað" en stórar virkjanir og stóriðju, og með "einhverju öðru" var venjulega nefnd fjallagrasatínsla og það að "vera á móti rafmagni", "vilja fara aftur inn í torfkofana og vera á móti atvinnuuppbyggingu." 

Venjulega var dómsdagsfrétt um yfirvofandi endalok Kíisiliðjunnar fyrsta frétt á ljósvakanum.

Svo hætti Kísiliðjan án þess að hægt væri að kenna náttúruverndarfólki um það. Samt var haldið áfram að núa því um nasir að hafa viljað leggja byggðina í auðn.

Frétt um það ári síðar að byggð héldi áfram þrátt fyrir allt beið lengi eftir birtingu og komst loksins að aftarlega í fréttatíma.

Í ljósi þessa vaknar spurningin um það hvernig það megi vera að enn sé byggð í Mývatnssveit. Hvort það hljóti ekki að vera gabbfrétt að samþykkt hafi verið gerð nýrrar götu í Reykjahlíð og að "mikill uppgangur" sé í Mývatnssveit án þess að reisa nýja Kísiliðju eða stórvirkjun í Bjarnarflagi.  


mbl.is Mikill uppgangur er í Mývatnssveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutum snúið á haus.

Fróðlegt er að sjá viðbrögð sumra við augljósu misrétti kynjanna á vinnumarkaði og í námi sem birtist í ýmsum könnunum. 

Hlutum er í umræðu þessara manna snúið á haus og fullyrt, að baráttan fyrir betri hlut kvenna sé til bölvunar, vegna þess að aukin þátttaka kvenna "gjaldfelli" háskólanám og launakjör í þeim störfum sem þær taka aukinn þátt í. 

Í stað þess að viðurkenna að þetta séu glögg merki um fordóma og misrétti eru "gjaldfellingin" og karlahlunnindin talin vera merki um að feminismi sé til óþurftar og bölvunar.

Það séu fyllilega eðlileg og sanngjörn viðbrögð við aukinni menntun og atvinnuþátttöku kvenna að lækka laun þeirra stétta og atvinnusviða sem þær halsa sér völl í. Sá "feminismi" kvennanna að dirfast að mennta sig betur og taka meiri þátt í öllu þjóðlífinu en áður sé til ills en hitt af hinu góða að þær haldi til baka "aftur fyrir eldavélina" svo að karlarnir geti áfram að koma í veg fyrir "gjaldfall"menntunar og færni.    

Þetta er merkilegt að sjá eftir alla jafnréttisumræðuna og baráttuna sem háð hefur verið í meira en öld.   


mbl.is Karlar með meiri hlunnindi en konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband