Mikill meirihluti vill aðgerðir í loftslagsmálum.

Nýgerð skoðanakönnun sem gerð var um afstöðu fólks til aðgerða Íslendinga til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda leiðir í ljós mikinn meirihluta sem hlynntur er því, og er meirihlutafylgi fyrir því í stuðningsmönnum allra stjórnmálaflokkanna, mismikill að vísu.

Nánar tiltekið eru 2/3 hlynntir aðgerðum.

Þetta eru uppörvandi tíðindi, svo framarlega sem stjórnmálamenn, fyrirtæki, stofnanir og almenningur lætur gerðir fylgja orðum tekur þátt í aðgerðum.


mbl.is Virkja fyrirtæki í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök og furðuleg fyrirbæri.

´"Þingmönnum verða oft á mistök" segir Karl Garðarsson og eru ekki einir um það. Margt undarlegt kemur upp við setningu laga og reglugerða og það er eins og að sumt sé aldrei hægt að lagfæra.

Í fyrstu lögum og reglum um bíla 1914 var ákvæði um að skylt væri að hafa búnað til þess að hægt væri að aka bílnum aftur á bak.

Einhvern tíma á 101 árs gamalli vegferð datt þetta ákvæði út og ég hef tvisvar átt bíltíkur með bilaðan bakkgír, sem flugu í gegnum skoðun.

Á skoðunarstöðvum er unnið likt og á færibandi og bilarnir því aðeins færðir áfram.

Kannski var hin furðulega breyting á hinni nauðsynlegu skyldu um bakkgír gerð til að þjóna skoðunarstöðvunum?  Hver veit?

Eða þá hitt, að það er eins og það sé margfalt erfiðara að leiðrétta lög og reglur en að setja þær.

Nú er ég kominn á þann aldur að þurfa að endurnýja ökusktírteini á tveggja ára fresti og hef alveg frá fertugu verið skyldur til að fara í yfirgripsmikla og dýra fluglæknisskoðun tvisvar á ári til að viðhalda atvinnuflugmannsréttindum.

Til að endurnýja ökuskírteinið þarf að koma með nýja ljósmynd á tveggja ára fresti. Svona rétt eins og að maður breytist svona ofurhratt að maður verði óþekkjanlegur.

Ég hefði haldið að það nægði að starfsmaðurinn sem afgreiðir skírteinið liti á myndina í því og dæmdi um það hvort myndin í því væri allt í einu orðin svo ólík skírteiniseigandanum að það þyrfti nýja mynd.

Nei, það þarf nýja mynd.

Ég get framvísað nokkurra mánaða gömlu fluglæknisvottorði við hverja endurnýjum ökuskírteinis eða sótt um bæði skírteinin samtímis til hægræðingar.

Eða, að fallast á að ökuskirteinið skuli endurnýjast eigi síðar en tveimur árum eftir gildistöku fluglæknisvottorðsins.  

En hið kröfuharða og ítarlega fluglæknisvottorð nægir ekki. Margfalt einfaldara heimilislæknisvottorð skal það vera frekar en ítarleg skoðun sem veitir atvinnuflugmannsréttindi.

Ég ók um 50 kílómetra til þess að sækja um endurnýjun ökuskírteinis nú á dögunum.

Ekki rímar það við allt hagræðingartalið og bætta og betri þjónustu.  

 


mbl.is „Þingmönnum verða oft á mistök“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótsagnir í kjaramálum.

Það úir og grúir af mótsögnum í kjaramálunum. Almenna verkalýðshreyfingin leggur áherslu á að rétta hlut þeirra lægst launuðu og jafna kjörin, en ef fram nást kaupmáttaraukning og hagvöxtur, jafnvel þensla, eru lágmarkslaunin einungis það sem felst í orðinu, "lágmarks"laun, og launaskrið getur valdið því að eftir sem áður hækki launin svo mikið hjá svo mörgum að jöfnun launa hefur mistekist að miklu leyti.

Ef síðan verkalýðshreyfingin ætlar að keyra mjög hart áfram aðgerðir "til að jafna okkar hlut" eins og að er orðað, verður afleiðingin einungis verðbólga sem veldur því að kaupmátturinn eykst sáralítið og allt er komið á fulla ferð.

Þá munu opinberir starfsmenn, sem ekki njóta launaskriðs, krefjast þess að farið verði "að beita dálítið grimmum aðgerðum til þess að jafna okkar hlut", eins og þeir gætu orðað það.


mbl.is Ný, óvænt og alvarleg staða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband