Mistök og furðuleg fyrirbæri.

´"Þingmönnum verða oft á mistök" segir Karl Garðarsson og eru ekki einir um það. Margt undarlegt kemur upp við setningu laga og reglugerða og það er eins og að sumt sé aldrei hægt að lagfæra.

Í fyrstu lögum og reglum um bíla 1914 var ákvæði um að skylt væri að hafa búnað til þess að hægt væri að aka bílnum aftur á bak.

Einhvern tíma á 101 árs gamalli vegferð datt þetta ákvæði út og ég hef tvisvar átt bíltíkur með bilaðan bakkgír, sem flugu í gegnum skoðun.

Á skoðunarstöðvum er unnið likt og á færibandi og bilarnir því aðeins færðir áfram.

Kannski var hin furðulega breyting á hinni nauðsynlegu skyldu um bakkgír gerð til að þjóna skoðunarstöðvunum?  Hver veit?

Eða þá hitt, að það er eins og það sé margfalt erfiðara að leiðrétta lög og reglur en að setja þær.

Nú er ég kominn á þann aldur að þurfa að endurnýja ökusktírteini á tveggja ára fresti og hef alveg frá fertugu verið skyldur til að fara í yfirgripsmikla og dýra fluglæknisskoðun tvisvar á ári til að viðhalda atvinnuflugmannsréttindum.

Til að endurnýja ökuskírteinið þarf að koma með nýja ljósmynd á tveggja ára fresti. Svona rétt eins og að maður breytist svona ofurhratt að maður verði óþekkjanlegur.

Ég hefði haldið að það nægði að starfsmaðurinn sem afgreiðir skírteinið liti á myndina í því og dæmdi um það hvort myndin í því væri allt í einu orðin svo ólík skírteiniseigandanum að það þyrfti nýja mynd.

Nei, það þarf nýja mynd.

Ég get framvísað nokkurra mánaða gömlu fluglæknisvottorði við hverja endurnýjum ökuskírteinis eða sótt um bæði skírteinin samtímis til hægræðingar.

Eða, að fallast á að ökuskirteinið skuli endurnýjast eigi síðar en tveimur árum eftir gildistöku fluglæknisvottorðsins.  

En hið kröfuharða og ítarlega fluglæknisvottorð nægir ekki. Margfalt einfaldara heimilislæknisvottorð skal það vera frekar en ítarleg skoðun sem veitir atvinnuflugmannsréttindi.

Ég ók um 50 kílómetra til þess að sækja um endurnýjun ökuskírteinis nú á dögunum.

Ekki rímar það við allt hagræðingartalið og bætta og betri þjónustu.  

 


mbl.is „Þingmönnum verða oft á mistök“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt, Ómar. Algerlega sammála þessu sem þú skrifar. Ég er að vísu ári yngri, en stend frammi fyrir sömu hlutum hvað varðar annarsvega skírteinaendurnýjunum vegna ökuréttinda og hinsvegar til að mega stýra skipi af tiltekinni gerð og stærð, sem ég er búinn að hafa lengi. Það krefst ítarlegs læknisvottorðs, mun ítarlegra vottorðs en til aksturs bifreiða, er þó líklega ekkert minni líkur á að ég geri skammir af mér í akstri en á sjó. En hvað varðar lagasetningu og lagabreytingar, þá hefur manni oftlega þótt að vegna þess að yfirleitt eru lög ekki samþykkt á hinu háa Alþingi nema þau séu flutt af stjórnarliðum hverju sinni, en nánast aldrei þau sem stjórnarandstaða á hverjum tíma flytur frumvörp um, þá leiði það af sjálfu sér að stjórnarfrumvörpin séu yfirleitt ekki samin af þingmönnum né ráðherrum að eigin frumkvæði, heldur séu þau bæði samin af starfsfólki ráðuneytanna og frumkvæði komið frá þeim ellegar hagsmunaaðilum utan þings. Því miður hefur sú þróun orðið ansi hröð undanfarna tvo áratugi - kannski lengur - að það fólk sem velst til setu á þingi, er alls ekki neitt úrval þjóðfélagsins, síður en svo, hvorki að vitsmunum né yfirsýn.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 15.10.2015 kl. 16:14

2 identicon

Gaman að þessu Ómar. 

Ég fékk endurnýjað ökuskýrteini árið 1997 og það gilti til 2031 eða í 34 ár. Ég er nokkkuð sannfærður um að á þessu 34 ára tímabili muni ég breyst svolítið í útliti þó ég sé enn fjarska fallegur : - )

Þegar endurnýjun átti sér stað var ég 36 ára, en verð 71 árs þegar skírteinið rennur út - er það gáfulegt ?

Svona eru nú kerfin okkar, misgóð og misgáfuleg, en stór hluti laga og reglugerða eru vanhugsuð eða lituð af hagsmunum þeirra aðila sem málið varðar frekar en neytenda. 

Svo leyfa menn sér að koma fram og segja að "þingmönnum verði of á mistök" ! !

Spurningin er hvort það sé ásættanlegt ?

Sighvatur Lárusson (IP-tala skráð) 15.10.2015 kl. 19:14

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er fyrir löngu komin tími á að endurskoða hvernig sumir geirar eftirlits kerfisins á íslandi hafa fengið að vaxa án nokkurs "eftirlits"! Sem dæmi, þá held ég núna á dönsku ökuskýrteini sem að ég fékk í Danmörku 1983. Það skýrteini er með gildistíma til 2032!

Eftirlitsiðnaðurinn á íslandi hefur "góðar tekjur" af kerfinu eins og það er byggt upp í dag, samanber hraðaeftirlit lögreglunnar á Blönduósi. Þjóðhagsleg hagkvæmni fyrir szvona fámennt land virðist litla skipta. Í dag á ég góðan stafla af "Íslenskum ásthýrum" vegabréfum, flugskýrteinum, fisskýrteinum, ökuskýrteinum, læknisvottorðum... og hefur þurft töluverða fyrirhöfn til að fá þau nauðsynlegu gögn sem kerfið þarf til að viðhalda sjálfu sér. Ófáar vinnustundir, óþægindi, bréfaskrif og nú síðast 2-3 ferðir með tilheyrandi ferðakostnaði, vinnutapi, flugi, hótelkostnaði m.m. hefur þurft til að endurnýja passa m.m. Er búsettur í Shanghai en íslensks sendiráðið er í Pekín!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.10.2015 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband