Versta ástandið breyttist í það besta.

Um mitt sumar var útlitið í vatnsbúskap hjá Landsvirkjun eitthvert það versta hin síðari ár.

Einkum var ástandið ískyggilegt á Norðausturlandi og notendur voru varaðir við því, að svo gæti farið að það yrði að skerða afhendingu raforku meira til þeirra en dæmi voru um áður. Hálslón 18.10.15

En síðustu mánuðir hafa verið svo hlýir að dæmið hefur algerlega snúist við.

Á ferð við Hálslón í gær mátti sjá stútfullt lón og kröftugt rennsli á yfirfallinu við Kárahnjúkastíflu um fossinn Hverfanda niður í Hafrahvammagljúfur (Dimmugljúfur).Hverandi 18.10.15

Ég minnist þess ekki að rennsli hafi verið á yfirfallinu á þessum tíma og ekkert lát á því.

Þetta þýðir aðeins eitt: Verði tíðin svipuð og í meðallagi í vetur, koma lónið og afhendingarmöguleikarnir betur út næsta vor en nokkru sinni fyrr.

Þótt allt liti svona sumarlega út þarnak í gær, leyndi sér ekki, að snjór í Snæfelli er með allra mesta móti, enda feikna mikil snjókoma á því svæði í fyrravetur og vor.Snæfell. 18.10.15  

 


"Sonur Íslands, sonarsonur Noregs."

Barack Obama byrjar ræðu sína á Degi Leifs Eiríkssonar að skilgreina hann sem son Íslands og sonarson Noregs. Þótt heppilegra hefði verið, að hann hefði haldið áfram í ræðunni að endurtaka þetta, verður að virða honum til vorkunnar, að á tímum Leifs voru menning og þjóðskipulag á Íslandi norsk í meginatriðum, landið numið af Norðmönnum að mestu og Alþingi sniðið eftir Gulaþingi í Noregi.

Vafasamt er að Íslendingar hafi litið á sig sem sérstaka þjóð með sama skilningi og síðar varð.

Íslendingar voru gjaldgengir til embætta í Noregi langt fram á 13. öld, eins og dæmið um Þórð kakala sýnir glöggt, en hann hafði verið settur sem héraðsstjóri í Skíðafylki í Noregi þegar hann varð bráðkvaddur við að fagna embættinu í teiti í Skíðaborg. (Skien)

Norðmenn sjálfir miða við orrustuna á Stiklastöðum þegar þeir tala um upphafið á tilvist norsku þjóðarinnar sem sérstakrar þjóðar í skilningi okkar tíma.


mbl.is Var Leifur heppni norskur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasta sólbað ársins á Brúaröræfum í dag?

Það var 10 stiga hiti á Sauðárflugvelli á Brúaröræfum þegar ég kom þar við í dag og gat baðað skallann í háfjallasól í blíðviðri eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Hugsanlega síðasta sólbað ársins.  

Skaust þangið akandi í gærkvöldi til að ganga frá fyrir veturinn í dag, BISA 18.10.15og kom aftur til Reykjavíkur í kvöld.

Ég man ekki eftir svona góðri tíð þarna svona langt fram á haust síðustu árin, og vegna þess hve miklu minna snjóar þarna yfirleitt en út við strendurnar, er ágæt von til þess að völlurinn verði fær og opinn vel fram í nóvember.

Fleiri góðar fréttir færir blítt haustveður þarna okkur, sem ég hyggst fjalla betur um á morgun.


mbl.is Kuldaveður í kortunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband