Líka sérstök Laxness skilti við leiðir inn í Mosfellsbæ.

Nokkru eftir að komið er inn á slétturnar austast í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum blasir við stórt skilti við vegbrúnina: "Framundan er vettvangur Burt Rutan."

Þarna er átt við einn þekktasta flugvéla- og geimskipahönnuð heims, en meðal loftfara hans var fyrsta flugvélin sem flaug í kringum hnöttinn án þess að taka eldsneyti á leiðinni.

Það ætti að reisa stór skilti á þeim leiðum, sem liggja inn í Mosfellsbæ sem minntu á sama hátt á Halldór Laxness, auk þess sem sérstakt Laxnesssetur yrði byggt upp.


mbl.is Vilja Laxnesssetur á Gljúfrasteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt hefur sinn tíma.

1961 náðust samningar í landhelgisdeilu við Breta, sem fólu í sér að Íslendingar skuldbindu sig til að vísa frekari deilum um landhelgina til Alþjóðadómstólsins í Haag.

Viðreisnarstjórnin fékk meirihluta bæði 1963 og 1967 þrátt fyrir að stjórnarandstöðuflokkarnir lýstu því yfir að ef þeir kæmust til valda myndu þeir ekki telja sig skuldbundna af samkomulaginu, enda hefðu þeir ekki greitt atkvæði með því á þingi.

En 1971 var ný staða komin upp á alþjóðavettvangi sem breytti ástandinu íhafréttarmálum og landhelgismálum í ljósi hraðrar þróunar í útfærslu landhelgi ýmissa ríkja.

Stjórnarandstöðuflokkunum tókst að gera landhelgismálið að aðalmáli þeirra kosninga, fellduViðreisnarstjórnina og færðu landhelgina út í 50 mílur árið 1972 án þess að bera málið undir Alþjóðadómstólinn í Haag.

Sjálfstæðisflokkurinn sá, að hin gamla stefna hans var ekki raunhæf lengur og að betra hefði verið að vera betur á verði, og tók því ekki aðeins upp stuðning við 50 mílna landhelgi heldur yfirbauð stjórnina og vildi 200 mílna landhelgi, stefnu sem hann bar fram í kosningunum 1974.

Kosningarnar 2017 nálgast nú óðfluga og eins og er bendir ekkert til þess að hin erfiða staða ESB muni breytast.

Það getur þýtt það að ESB-umsókn verði ekki raunhæf 2017, hvað sem síðar verður.

Allt hefur sinn tima og fari málið á þennan veg, getur farið svo að réttast verði talið af öllum flokkum, að næstu kosningar snúist alls ekki um þetta mál að svo komnu máli.

Mál eins og stjórnarskrármálið myndi til dæmis frekar geta orðið að stærsta kosningamálinu.


mbl.is Gæti stutt úrsögn úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verið að leika sér að eldinum.

Tyrkland er NATO-ríki og á landamæri að Sýrlandi. Ísrael á líka landamæri að Sýrlandi.

Sýrland er inni í miðri púðurtunnu Miðausturlanda.

Ófriðurinn í Sýrlandi er farinn að minna á gamla írska brandarann um slagsmálin á götunni þar sem  aðvífandi maður segir: "Eru þetta prívatslagsmál eða mega allir taka þátt?"

Og síðan skellir hann sér í slagsmálin án þess að hafa fengið svar.

Í Sýrlandi virðist það sama uppi á teningnum, - allir telja sig hafa rétt til að taka þátt.

Munurinn er bara geigvænlegur stærðarmunur og að heimsfriðurinn er í húfi ef allt fer í bál og brand.

Það sem er að gerast minnir líka óhugnanlega á atburði í Gísla sögu Súrssonar þar sem menn reyndu að vísu að afstýra ófriði og morðum með því að ganga í stórt fóstbræðralag, en það mistókst þegar einn gekk undan jarðarmeninu.

Það varð til þess að allir hinir hrukku frá, einn af öðrum og óumfrýjanlegur harmleikur blasti við.   


mbl.is Flugu í veg fyrir rússneska þotu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband