Ekki er sopið kálið...

Orð eru til alls fyrst. Og í því ljósi verður að meta samkomulagið í París. Það er afgerandi munur á bindandi niðurstöðu Parísarráðstefnunnar og útkomunnar úr öðrum fundum um loftslagsmál fram að þessu.

Því ber að fagna. Án þessa samnings er ekki hægt að byggja aðgerðir á neinu.

Engu að síður eru þessar niðurstöður enn aðeins orð skrifuð niður á blöð.

Framkvæmdin er öll eftir.

Í fyrradag kvisaðist út að nokkur ríki, s.s. Argentína og Ástralía ætluðu sér að verða skúrkar meðal þjóðanna 195 með því að auka kolavinnslu á sama tíma og þau undirrituðu samninginn með hinni hendinni.

Fengu þær ákúrur vegna þessa.

Íslendingar hefðu líklega verið settir á bekk með þessum skúrkum ef það hefði vitnast að við værum búnir að gefa út bindandi leyfi til rannsókna OG VINNSLU OLÍU Á DREKASVÆÐINU. 

Um leyfið til vinnslunnar er þagað vendilega og ævinlega aðeins rætt um þetta mál eins og aðeins sé um rannsóknarboranir að ræða.

Síðan er eftir að sjá hvort Bandaríkjaþing eyðileggur þetta samkomulag eins og Kyoto bókunina á sínum tíma.

Ekki er sopið kálið fyrr en í ausuna er komið. 

 

Sjá:

https://youtu.be/y_rFz-gF5dg          Let it be done!

https://www.com/watch?v=ngCxOPXYGeQ     Aðeins ein jörð.

https://www.com/watch?v=mj3MeN9QgPk     Only one earth.


mbl.is Sögulegt samkomulag í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju eru ekki sambærileg laun borin saman?

Af hverju eru ekki sambærileg laun, heildarlaun, borin saman þegar borin eru saman launatekjur starfstétta eins og heibigðisstétta í mismunandi löndum og gerð úr þvi stærsta uppsláttarfrétt dagsins?

Eða grunnlaun borin saman við grunnlaun?

Þetta er ekki gert og spurningunni um launamun heilbrigðisstéttanna er því ósvarað.

 


mbl.is Telja epli og appelsínur bornar saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milljónir flugfarþega 2019,- engir 1919.

Ferðafólk, sem streymir út og inn úr landinu á hverju ári, er talið í mörgum milljónum í flugi og hundruðum þúsunda á sjó.

Háværar raddir eru um það að vegna straums flóttamanna inn í Evrópu eigum við að "verja glatað fullveldi okkar" með því að segja okkur frá Schengen-samstarfinu og skella sjálf landinu í lás fyrir innflytjendum.

Jafnframt er því haldið fram að það sé nú munur, fullveldið 1918 eða glötun þess hundrað árum síðar.

Fullveldisákvæðið í smbandslagasamningnum 1918 var dýrmætt að því leyti að það tryggði Íslendingum rétt til að slíta konongssambandinu við Dani eftir 25 ár og taka þá öll völd yfir okkar málum.

Ekkert hliðstætt ákvæði hafði verið í Uppkastinu 1908.

Að öðru leyti var fullveldið 1918 takmarkað. Íslenskur Hæstiréttur kom ekki fyrr en 1920.

Danir fóru með utanríkismál og landhelgisgæslu 1918-1940. 

Langflest árin 1918-1941 var ekkert fug milli Íslands og annarra landa og komur erlendra skipa sárafáar. Engir flugfarþegar þá, milljónir nú.

Þjóðir Evrópu standa nú frammi fyrir svipuðu verkefni og þjóðir Norður-Ameríku stóðu frammi fyrir fyrir margt löngu: Að efla svo mjög vörslu ytri landamæra álfunnar að hún sé hámörkuð, en í staðinn sé að mestu frjálst flæði milli ríkjanna 50.

Að bera saman landamæravörslu Íslands 1919 og 2019 er út í hött. Við getum heldur ekki borið okkur saman við 200 sinnum öflugri og stærri þjóð eins og Breta, sem eru með eina öflugustu leyni- og öryggislögreglu heims. 

Það verður að horfast í augu við raunverulega stöðu og staðreyndir málsins núna, en ekki stöðuna fyrir 100 árum.

 


mbl.is Tekur ESB yfir landamæri Íslands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Mesta bölið; þetta steingelda þras..."

Orð af þessu tagi notaði Halldór Laxness í umræðuþætti í Sjónvarpinu um stöðu íslenskrar menningar fyrir um 40 árum.

Honum blöskraði svo karp tveggja annarra rithöfunda í þættinum að hann líkti "þessu steingelda þrasi", sem búiö væri að tröllríða íslenskri menningu, við verstu plágur og harðindi fyrri alda, eldgos, hafís, hungur og  drepsóttir.

Hið versta við þetta fyrirbæri væri að það væri af mannavöldum.

Íslenska ríkisútvarpið hefur liðið fyrir þetta frá fyrstu tíð og spurning Nóbelskáldsins "á þetta engan enda að taka, þetta böl?" er enn í fullu gildi.

Röksemdafærslan fyrir pólitískum ráðningum hafa ævinlega verið þær sömu hjá öllum: Við neyðumst til að gera þetta til að koma í veg fyrir að HINIR misbeiti ekki valdi sínu þegar ÞEIR komast að. 

 

 

 


mbl.is RÚV í gíslingu stjórnmálanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband