Algengara og afdrifaríkara en margur heldur.

Gríðarlegir peningar eru í húfi hjá afreksíþróttamönnum, og það getur haft afdrifarík áhrif á atriði eins og þyngd keppenda, einkum þeim sem þurfa að vera léttari en ákveðin mörk sem sett eru fyrir einstaka þyngdarflokka.

Mismunandi reglur hafa gilt í gegnum tíðina í þessu efni og var áður fyrr tiltölulega stuttur tími látinn líða á milli vigtunar og keppni.

Þegar þessi tími var lengdur kom í ljós að margir keppendur gátu, eftir að hafa þyngst í mikilli þjálfun með tilheyrandi vöðvastækkun, komist í gegnum vigtunina með því að neyta lágmarks vökva fyrir hana.

Tíminn milli vigtunar og keppni var notaður til að bæta sér upp vökvatapið en oft kom í ljós að of langt hafði verið seilst við það að komast niður fyrir mörkin í vigtuninni, og þyngdarsveiflan einfaldlega of hröð og mikil.

Gat þetta stundum haft mikil áhrif á gang og úrslit í bardögum og á á mótum.

En fyrir keppendur skipti geysimiklu máli að standast kröfurnar um þyngd - annars var allt umstangið til einskis.

Til  eru dæmi um að hálfgert pjatt hafi haft afdrifarík áhrif á gang bardaga.

Á síðustu keppnisárum sínum var Muhammad Ali gagnrýndur fyrir að koma til sumra bardaga sinna illa þjálfaður og langt yfir sinni bestu bardagaþyngd.

Ali þurfti á einhverju jákvæðu að halda til að vekja áhuga á og fá góða aðsókn að endurkomubardaga sínum gegn nýjum heimsmeistara, Larry Holmes.

Í aðdraganda bardagans vakti athygli að Ali hafði ekki verið eins léttur og flottur á skrokkinn í mörg ár.

En strax í 2. lotu var eins og allur vindur væri úr honum og bardaginn varð einn hinn hinn ömurlegasti í sögu þungavigtarinnar.

Í ljós kom að Ali hafði tekið inn eins konar megrunarlyf, sem minnkaði vökva í líkama hans með afdrifaríkum afleiðingum.

 

 

 

 


mbl.is Lést við að reyna að ná vigt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

65 ára reynsla af hálfsannleika eða hvítri lygi.

Þegar ég fór að fylgjast af ástriðu með opinberri kappræðu stjórnmálamanna í kringum 1950 undraðist ég hve mikið gat borið á milli í meðferð stjórnmálamanna á tölum.

Eitt algengasta atiðið var það þegar annar aðilinn notaði á verðbólgutímum hráar krónutölur til að komast að niðurstöðu sem var augljóslega röng nema tölurnar væru uppfærðar eftir verðlagi.

Ég var svo barnalegur að halda að þetta væri eitthvað tímsbundið fyrirbrigði sem hlyti að rjátlast af mönnum í umræðu sem hlyti að þroskast, en 65 árum síðar virðist ekkert bóla á því.

Því síður virðist bóla á framförum varðandi val og meðferð á forsendum.

Nýjasta dæmið er hvernig fundið er út aö framlög til heilbrigðismála fari jaft og þétt stórhækkandi í krónutölu og að það sýni að geta, staða og þjónusta heibrigðiskerfisins fari ört batnandi og kerfið í heild hljóti vaxandi hlutdeild í þjóðarútgjöldum og sú hlutdeild sé með þeim hæstu í heiminum.

Þremur megin forsendum er sleppt í svona meðferð á tölum, verðbólgu, ört stækkandi hlutdeild aldraðra í fjölda landsmanna og dýrari tækni í meðferð, tækjum og lyfjum.

Hlutdeild heibrigðiskerfisins í þjóðarútgjöldum fer nefnilega minnkandi og er minni hér á landi en í mörgum OECD löndum. 

 

 

 


mbl.is „Allir stjórnmálamenn ljúga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband