"Málþóf", sem allir hallmæla en enginn vill missa.

Í þingskapalögum er ákvæði um stöðva megi umræður og knýja fram atkvæðagreiðslu ef umræður verði úr hófi fram langar.

Í 66 ár, allt frá 1949, hefur þessu ákvæði aðeins verið beitt einu sinni, þrátt fyrir kvein og kvartanir ótal stjórnarmeirihluta þvers og kruss um "málþóf" stjórnarandstæðinga.

Allir þessir stjórnarmeirihlutar gátu beitt ákvæði þingskapalaga til að stöðva málþófið en aðeins einu sinni gerðist það, og menn muna ekki einu sinni út af hverju eða hver gerði það.

En þetta fyrirbrigði hefur augljóslega orðið til vegna þess að menn horfa fram í tímann og þótt þeir séu í stjórnarmeirihluta þá stundina vilja þeir ekki missa af þeim möguleika síðar að geta beitt málþófi ef þeir lenda í minnihluta.

Tvö dæmi sýna þetta.

Síðasta vetur Jóhönnustjórnarinnar beittu Sjallar og Framsóknarmenn málþófi miskunnarlaust en þáverandi stjórnarflokkar áræddu ekki að beita heimildinni til að stöðva það, - langlíklegast vegna þess að þeir skynjuðu að þeir yrðu ekki í meirihluta eftir kosningar, og að þá gæti orðið ágætt fyrir þá sjálfa að hafa stuðlað að viðhalda þeirri hefð að stöðva ekki málþóf.

Þetta gekk eftir en nú hefur dæmið snúist við, - núverandi stjórnarflokkar skynja að óbreytt stjórnarmynstur verði ekki eftir næstu kosningar, sem verða eftir rúmt ár, og að þá geti orðið ágætt að hafa stuðlað að þeirri hefð að stjórnarmeirihluti beiti ekki valdinu til að stöðva málþóf.   


mbl.is Snakktollurinn ræddur á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútín: Öflugur á skákborði alþjóðastjórnmálanna.

Josef Stalín var öflugur á skákborði alþjóðastjórnmálanna á sinni tíð, las stöðuna af klókindum og hikaði ekki við að leika óvænta, djarfa og raunsæislega leiki eins og til dæmis að gera griðasamnng við Hitler 23. ágúst 1939.

Ævinlega með það takmark að Sovétríkin kæmu sem best frá skákborðinu.

Pútín spilar úr sínum spilum og taflstöðu á svipaðan hátt og kemst fyrir bragðið upp með einræðislega stjórnarhætti heima fyrir á meðan vel gengur að spila úr erfiðri stöðu.

Eftir hraða minnkun áhrifasvæðis Rússa og sókn NATO og ESB alveg inn i fyrrum hluta Sovétríkjanna og sjálf Úkraína var næst á listanum, sagði Pútin: hingað og ekki lengra.

Lega Úkraínu gagnvart Rússlandi er ekki ósvipuð legu Kanada gagnvart Bandaríkjunum og því lá það fyrir að Pútín myndi hafa úrslitavald um útkomu mála eystra ef hann teldi sig verða að beita því.

 

 

  


mbl.is Pútín sparar ekki stóru orðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri álitamál.

Það er ekki nýtt að mál innflytjenda sé afgreitt á svipaðan hátt og nú virðist stefna í varðandi Albanina.

Ef ég man rétt fékk Bobby Fisher að flytja til Íslands á sínum tíma með snöfurlegri afgreiðslu í stíl við þá sem nú er unnið að varðandi Albanina.

Alþingi taldi sig hafa heimild, lögum samkvæmt, að veita Fisher ríkisborgararétt, rétt eins og það hafði áður gert, til dæmis þegar Vladimir Ashkenazi fékk ríkisborgararétt.

Ekki man ég hvort Björn Bjarnason, gerði athugasemdir við það, en hvað sem því líður væri fróðlegt að sjá ítarlega faglega úttekt á öllu lagaumhverfinu í þessum málum.


mbl.is Virða ekki þrískiptingu valdsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband