Rafhjólin eiga mikla ónotaða möguleika.

1955 sendi ég foreldrum mínum póstkort frá Kaupmannahöfn og sást þar hvernig Vesterbrogade var að miklu leyti þakin af reiðhjólafólki. 

Myndin sýndi vel hve afköst þessarar reiðhjólaumferðar var miklu meiri en bílaumferðarinnar á okkar tímum, því að engir umferðarhnútar mynduðust í reiðhjólaumferðinni vegna þess að hver bíll tekur jafn mikið rými og sex reiðhjól.

Danir hyggjast endurskoða borgarumferðina rækilega í ljósi breyttra aðstæðna í orkumálum, einkum hvað varðar notkun rafhjóla.

Í myndbandinu Let it be done! "on a journey to a sight that must be won" hefst ferðin á því að farið er rafhjóli um Mosfellsdal, Mosfellsdal, Þingvelli og Geysi á hljóðlátan og ljúfan hátt, og rafskutlur á Þingvöllum ríma vel við það.

 

(slóð:    https://youtu.be/y_rFz-gF5dg  ) 


mbl.is Rafskutlur á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótsögnin í einræði leiðtoga úr minnihlutahópi.

Það sýnist rökrétt að í sambandsríki eða landi með þjóðarbrotum hljóti skerkasti leiðtoginn að koma úr röðum stærsta þjóðarbrotsins.

En reynslan styður ekki þessa kenningu.

Varla er hægt að hugsa sér valdameiri einræðisherra hátindi feris þeirra en Stalín, Tító, Hitler, Saddam Hússein, Napóleon eða Assad Sýrlandsforseta.

Og valdamesta persónan í Þýskalandi, Angela Merkel, kemur fá útjaðri landsin.

Stalín kom frá Georgíu en ekki Rússlandi, Tító frá Króatíu en ekki Serbíu, Hitler frá Austurríki, Napóleon frá Korsíku, Saddam Hussein úr minnihlutahópi Súnníta og Assad úr 12% minnihlutahópi Alavíta.

Í mörgum tilfellum kann ástæðan að hluta til að vera sú, að stærstu hóparnir sætta sig helst við það að þriðji aðili veljist til forystu.

Ef sá er klókur getur hann oft spilað þannig úr stöðunni að veikleikinn verði að styrkleika, vegna ótta manna við það að valdataka stærsta trúarhópsins leiði af sér verstu hugsanlegu ógnarstjórnina.

   

 


mbl.is Hvergi minnst á Assad í ályktun ráðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskapnaður. Löngu tímabært þjóðþrifaverk.

Ég átti þess kost að sitja upplýsinga- og umræðufund um skattlagningarkerfið í samgöngum í haust og kom út sýnu ringlaðri en ég var þegar fundurinn hófst.

Kerfið er þvlíkur frumskógur af óteljandi ákvæðum, reglum og undanþágum frá mismunandi tímum, úr mismunandi áttum og af mismunandi tilefnum, að eina orðið sem manni datt í hug var óskapnaður.

Því stærri og flóknari, sem svona frumskógur reglna er, og því fleiri ráðuneyti og stofnanir sem eru flækt í málið, því erfiðara verður að koma einhverju skikki á hlutina.

En það verður sannkallað þjóðþrifaverk.   


mbl.is Endurskoða eldsneytisgjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband