Ekki spurning um hvort heldur hvenær....

Dróninn, sem lenti um rúmum metra fyrir aftan Marcel Hirscher í kvöld, brotlenti svo nálægt Hirscher, að atvikið lítur svipað út og að um misheppnað banatilræði hafi verið að ræða.Dróni-skíðamaður.

Þetta leiðir hugann að því, að það hljóti að koma að því að því að alvarlegt slys verði vegna drónaflugs eða jafnvel að fleiri en bandaríski herinn telji það henta sér að nota þetta annars nytsamlega tæki til manndrápa.

Tillaga um nýyrðið mannleysa hlaut ekki brautargengi þegar leitað var að íslensku heiti yfir þessi flygildi, en þetta heiti væri vel viðeigandi begar því er beitt til sprengjuárása, sem á sumum átakasvæðum  hafa oftast misst marks en drepið saklausa borgara.


mbl.is Skíðamaður rétt slapp við dróna (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf ekki að banna öllum múslimum að ferðast, Trump?

Nú má ráða það af fréttum að tugir þúsunda fólks streymi frá Vesturlöndum til yfirráðasvæðis Ríkis íslams til að ganga til liðs við vígasveitir þeirra og hryðjuverkahópa.

Donald Trump, sem hefur yfirburðastöðu meðal forsetaframbjóðenda Republikana, hefur aukið fylgi sitt með yfirlýsingum um að banna öllum múslimum að ferðast til Bandaríkjanna, og vitað er að Trump á mörg skoðanasystkin í öðrum vestrænum ríkjum.

Nú er spurningin hvort Trump og hans líkar auka fylgi sitt enn meira með því að leggjs til að öllum múslimum verði bannað að ferðast frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum, svo að tryggt sé að þeir leggi hryðjuverkamönnum og vígamönnum lið.

Með því að kyrrsetja 1500 milljónir manna sé málið leyst á einfaldan hátt.    


mbl.is Ríki íslams á leið til Indónesíu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gildi íslenskra varaflugvalla og -brauta.

Stundum má sjá og heyra upphrópanir hér á landi varðandi það, að það sé óþarfa bruðl að hafa fleiri en einn alþjóða millilandaflugvöll á Íslandi.

Þeir sem þessu halda fram líta hins vegar alveg framhjá því að Ísland er eyland langt fá öðrum löndum og sker sig alveg úr öðrum Evrópu- og Norður-Ameríkuríkjum varðandi að að frá Keflavíkurflugvelli er um 1300 kílómetra flugleið til næsta sambærilegs vallar erlendis, gagnstætt þvi sem er hjá þjóðunum sem beggja meginlöndin sitt hvorum megin Atlantshafsins þar sem stutt er að fljúga til næsta lands.

Þannig geta flugvellirnir í Reykjavík og á Akureyri og Egilsstöðum allir gegnt mikilvægum hlutverkum varðandi flugöryggi Keflavíkurflugvallar, hver á sinn hátt.

Þótt aðeins 37 kílómetrar séu í lftlínu milli Reykjavíkurflugvallar og Keflavíkurflugvallar eru þessir tveir flugvellir ekki á sama veðursvæði.

Því veldur skjólið sem Reykjanesfjallgarðurinn veitir Reykjavík í í vindáttum frá suðri til austurs.

Keflavíkurflugvöllur er berskjaldaður fyrir úrkomu í þessum vindáttum og í nótt var rakastigið þar lengst af um 100% og mikil snjókoma á sama tíma og allt annað veður var í Reykjavík.

Nú teljast geta verið talsverðar líkur á nýju eldgosi á áhrifasvæði Bárðarbungu á næstu misserum.

Skammt utan við lokað hættusvæði umbrotanna fyrir ári og utan Vatnajökulsþjóðgarðs er öryggisflugvöllurinn Sauðárflugvöllur sem með fimm flugbrautum sínum er opinn fyrir allar innanlandsflugvélar frá júní fram í nóvember.

Þetta er eini flgvöllur af þessari stærð á hálendinu og flugatvik haustið 2007 varpaði ljósi á gildi hans.

 

P.S.

Vegna athugasemdar, þar sem lítið er gert úr flugatvikinu 2007, má geta þess að það drapst á báðum hreyflum Fokker F50 vélar yfir Brúaröræfum og farþegum skipað að búa sig undir brotlendingu inni á hálendinu.

Flugmennirnir komu öðrum hreyflinum í gang og komust á honum til Egilsstaða, en farþegunum var veitt áfallahjálp eftir lendingu. Sjá nánar athugasemdirnar.   

 


mbl.is Lenti ekki fyrr en 4 í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband