Fullkomlega firrtar fyrirætlanir.

Nokkrar staðreyndir sem er haldið leyndum. Eða hve mörg prósent aðspurðra á förnum vegi myndu geta svarað eftirtöldum spurningum rétt:

1. Hvar eru Eldvörp?  Svar: 5 km suðvestur af Svartsengi.

2. Hvernig kemstu þangað?  Svar: Reyndu það ekki. Þú villist þótt þangað liggi fólksbþílafær vegur þvi að engar merkingar sýna þér leiðina.

3. Hvað eru Eldvörp?  Svar: 15 kílómetra þráðbein gígaröð.

4. Er eitthvað merkilegt við gígaraðir?  Svar: Já, þær finnast hvergi á þurrlendi jarðar nema á Íslandi. Gígaraðir myndaðar eftir ísöld má telja á fingrum annarrar handar. Það þarf að fara austur í Lakagíga til að finna jafnoka Eldvarpa.

5. Er ekki dýrmæta hreina og endurnýjanlega orku að finna í Eldvörpum?  Svar: Nei, því að undir Eldvörpum er sameiginlegt jarðvarmahólf þeirra og Svartsengis. Vinnsla í Eldvörpum er eins og að pissa í skó sinn til að halda á sér hita.

6. Er ekki gott mál að bora rannsóknarholur og láta það nægja?  Svar? Þetta er látið í veðri vaka, hvort sem svæðið heitir Eldvörp, Gjástykki, Trölladyngja eða Drekasvæðið. Við Trölladyngju var með samþykki Grindavíkurbæjar valdið miklum umhverfisspjöllum með árangurslausri "tilraunaborun". En einhverjar stundartekjur af verktökum hafði bærinn líklega.  Gefið hefur verið út leyfi, sem kallað er rannsóknarleyfi á Drekasvæðinu, en þess að engu getið,að um vinnsluleyfi er að ræða. Össuri Skarphéðinssyni tókst sem nýr iðnaðarráðherra að stöðva leyfi ráðherra Fransóknarflokksins tveimur dögum fyrir kosningar til að vaða með bora inn í Gjástykki.

7. Einhverjar tekjur koma samt af umsvifum við rannsóknar- og virkjanaframkvæmdir í Eldvörpum?    Svar:  Þetta eru tímabundnar tekjur verktaka, framkvæmdaaðila og peningaafla sem einskis svífast ef þröngir stundarhagsmunir eru í spilinu á kostnað komandi kynslóða. Takmörkuð orka orkuhólfs Svartsengis-Eldvarpa mun klárast fyrr en ella.  


mbl.is Eldvörpum verði þyrmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband