Engin smá óveður

Þegar talað er um versta veður í 25 ár er ekki um nein smá óveður að ræða.  Þau eru reyndar tvö, annað þeirra svokallað Engihjallaveður 1991 en hitt var 10 árum fyrr í febrúarbyrjun.  Í veðrinu 1981 fauk kirkja vestur í Dölum svo dæmi seú tekin, en Engihjallaveðrið var ennþá verra.  

Þá komst vindurinn í 93 hnúta á Reykjavíkurflugvelli en það samsvarar 46 m/sek sem er 14 metrum yfir mörkum fárviðris.  

Mér er enn minnisstætt hve miklu munaði að ég missti flugvélarnar mína tvær út í buskann, vegna þess að vindhraðinn var tvöfalt meiri en þurfti til að feykja þeim hvort eð var.  

En nafnið Engihjalli er í margar huga bundið við þetta veður vegna þess að við götu með því nafni austast í Kópavogi fuku bílar um eins og eldspýtustokkar. Sem betur fer rætast ekki verstu veðurspár alltaf til fulls og það eina sem við getum vonað er að veðrið verði ekki svona slæmt.


mbl.is Ekki séð verra veður í 25 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fjallagrasatínsla..."

Enn í dag má sjá einstaka menn nota orðið "fjallagrasatínsla" þegar rætt er um "eitthvað annað" en stóriðju og þessir áltrúarmenn segja um þá, sem finnst nóg komið af henni, að þeir "vilji fara aftur inn í torfkofana" og "vera á móti rafmagni."

Einhver greip þetta á lofti fyrir 15 árum og síðan hefur hver étið upp eftir öðrum.

Í augum þessara manna er 100 milljarða króna vöxtur gjaldeyristekna í ferðaþjónustu á aðeins tveimur árum og sköpun á annan tug þúsunda nýrra starfa ekki þess virði að minnst sé á slíkt.

Þegar formaður atvinnumálanefnda Alþingis var um daginn inntur eftir því hverjar væru helstu stoðir atvinnulífs og gjaldeyrissköpunar landsmanna nefndi hann aðeins sjávarútveg og stóriðju.

Sama ríkisstjórnin og gerði álver í Helguvík að fyrsta "einróma" stefnumáli sínu fyrir tveimur og hálfu ári og hefur ekki afturkallað þá stefnumörkun, nýtur nú góðs af því, eins og flestir landsmenn, hvernig "fjallagrasatínsla" og "eitthvað annað", svo sem skapandi greinar, leggur grundvöll að hagvexti og góðri stöðu ríkissjóðs.

Að ekki sé minnst á eindæma lágt olíuverð, sem olíuríkin beita með þeim afleiðingum að möguleikum annarra orkugjafa til að ryðja sér til rúms er haldið í skefjum.

Vöxtur ferðaþjónustunnar mætti að vísu vera hægari og meira fjármagni veitt í markvissar aðgerðir til að styrkja innviði hennar og skipulag svo að undirstaðan, einstæð náttúra landsins, verði ekki fótum troðin í bókstaflegri merkingu.

En í kunnuglegri græðgi og kæruleysi,sem er lenska hér, skortir mjög á það að við nýtum okkur reynslu erlendis af því að hafa fulla stjórn á umgengni jafnvel mun fleiri ferðamanna við land og líf.    


mbl.is 100 milljarða aukning á 2 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband