Fagnaðarerindið má ekki gleymast.

Orðið fagnaðarerindi byrjar á stafnum f, og friður, frelsi, fögnuður, framfarir og farsæld, sem öll byrja á f, eru meðal grunnstoða kristninnar trúar.

Þar eiga ekki heima orð eins og fúllyndi og firring, sem líka byrja á stafnum f.

Orðið framfarir er meðal orðanna, sem nefnt er hér á undan, því að það verður að fylgjast sem best með nýjum möguleikum og nýjum straumum til þess að koma fagnaðarerindinu til skila.   


mbl.is Björguðu leiðinlegri guðsþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Salernispappírinn ógn við skóga jarðar?

Við gerð þáttanna "Aðeins ein jörð" fyrir 33 árum var það hent á lofti, að ef allir íbúar fjömennustu ríkja heims tækju upp á því að nota salernispappír í sama mæli og Vesturlandabúar gera, yrði úti um skóga jarða, - svo mikinn skóg þyrfti að höggva til að anna eftirspurninni. 

Ekki veit ég hvort þetta var öldungis hárrétt þá eða hvort ástandið er eitthvað annað nú. 

En það leiðir hugann að því hve langt mannkynið er komið á þeirri braut að valda óbætanlegu tjóni á vistkerfum og auðlindum jarðar með rányrkju og skeytingarleysi um afleiðingar stöðugs vaxtar neyslu af öllu tagi án þess að huga að afleiðingunum. 


mbl.is Börnin fá greitt fyrir að kúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unga fólkið ræður förinni.

Athyglisverðar tölur um fylgi flokkanna birtust í 10-fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi. Þær sýndu greinilega, að enda þótt fylgi Pírata sé mest í öllum aldursflokkum nema þeim elsta, er það fyrst og fremst fylgishrun gömlu flokkanna hjá yngri kjósendum, sem ræður því hvernig meginlínurnar leggjast. 

Það hefði einhvern tíma þótt óhugsandi að aðeins rúm 10% kjósenda undir þrítugu aðhylltist stefnu Sjálfstæðisflokksins og enn færri í þessum aldursflokki styddi Samfylkinguna. 

Að mikill meirihluti kjósenda í svona fjölmennum hópi styddi nýtt stjórnmálaafl á borð við Pírata hefði þótt enn meira óhugsandi. 

Innan við þriðjungs fylgi ríkisstjórnarflokka er fáheyrt og enn fáheyrðara er innan við 20% fylgi við þá hjá fólki innan við þrítugt. 

Píratafylgið virðist hliðstætt því mikla fylgi sem Besti flokkurinn komst í í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2010. 

Nú virðist fylgi arftaka þess flokks á landsvísu gufað upp, að minnsta kosti í bili. Það gerðist hins vegar ekki fyrr en annað hliðstætt nýtt stjórnmálafl kom fram. 

Sem bendir til svipaðs fyrirbæris og hjá kúnum í sveitinni minni í gamla daga, sem sýndist grasið oft grænna hinum megin við girðinguna.


mbl.is Verðum að líta í eigin barm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhver magnaðasta upplifun sem Íslendingur getur átt.

Engin heimsókn til Íslendingabyggðar í Vesturheimi kom mér jafn mikið á óvart og heimsóknin til bæjarins Spanish Fork suður af Salt Lake City. Og enginn einn staður hreif mig eins mikið og kirkjugarðurinn í Spanish Fork þar sem margir íslenskir landnemar eru grafnir. 

Ég vona heitt að bæjarstjóri Vestmannaeyja komi að leiði íslenskrar konu frá Vestmannaeyju með sérstöku gullmerki á legsteininum, gullmerki sem aðeins var sett á legsteina þeirra sem gengu alla leiðina til Paradísarheimtar 2400 kilómetra yfir slétturnar og Klettafjöllin. 

Á gullmerki Eyjakonunnar stendur: "Faith in every footstep", "trúartraust í hverju spori," - hún gekk alla leiðina, hún gekk þessi íslenska kona alla þess óraleið. 

Mormónatrúin snýst mikið um að heiðra forfeður og formæður og viðhalda einstakri ræktarsem í þeirra garð. 

Strax fyrir 20 árum var búið að koma upp stórkostlegu safni um Íslendingana í Spanish Fork og ættir þeirra langt, langt aftur og fram, sem þá tók fram því besta sem til var af þessu tagi hér heima á Fróni. 

Ég gerði um þetta þáttinn "Fyrirheitna landið" 1999 sem hefur verið gefinn út á DVD á vegum Sjónvarpsins og sú þáttargerð var afar gefandi fyrir mig. 


mbl.is Greiðir ferðakostnaðinn sjálfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband