Einhver magnaðasta upplifun sem Íslendingur getur átt.

Engin heimsókn til Íslendingabyggðar í Vesturheimi kom mér jafn mikið á óvart og heimsóknin til bæjarins Spanish Fork suður af Salt Lake City. Og enginn einn staður hreif mig eins mikið og kirkjugarðurinn í Spanish Fork þar sem margir íslenskir landnemar eru grafnir. 

Ég vona heitt að bæjarstjóri Vestmannaeyja komi að leiði íslenskrar konu frá Vestmannaeyju með sérstöku gullmerki á legsteininum, gullmerki sem aðeins var sett á legsteina þeirra sem gengu alla leiðina til Paradísarheimtar 2400 kilómetra yfir slétturnar og Klettafjöllin. 

Á gullmerki Eyjakonunnar stendur: "Faith in every footstep", "trúartraust í hverju spori," - hún gekk alla leiðina, hún gekk þessi íslenska kona alla þess óraleið. 

Mormónatrúin snýst mikið um að heiðra forfeður og formæður og viðhalda einstakri ræktarsem í þeirra garð. 

Strax fyrir 20 árum var búið að koma upp stórkostlegu safni um Íslendingana í Spanish Fork og ættir þeirra langt, langt aftur og fram, sem þá tók fram því besta sem til var af þessu tagi hér heima á Fróni. 

Ég gerði um þetta þáttinn "Fyrirheitna landið" 1999 sem hefur verið gefinn út á DVD á vegum Sjónvarpsins og sú þáttargerð var afar gefandi fyrir mig. 


mbl.is Greiðir ferðakostnaðinn sjálfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Guðríður Þorbjarnardóttir var íslenskur landkönnuður og talin ein víðförlasta kona heims sem uppi var kringum árið 1000.

Að því er sögur herma sigldi hún átta sinnum yfir úthöf og ferðaðist fótgangandi um þvera Evrópu.

Guðríður var fædd á Íslandi en sigldi til Grænlands og þaðan til Vínlands.

Hún eignaðist þar barn, Snorra Þorfinnsson, og er talið að hún sé fyrsta konan af evrópskum uppruna sem fæddi barn í Ameríku.

Guðríður fór að sögn einnig til Rómar."

Hún greiddi sjálf allan ferðakostnaðinn.

Þorsteinn Briem, 2.9.2015 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband