Fylgi Pírata og ríkisstjórnarinnar: Sama prósentutala.

Einu sinni fór Sjálfstæðisflokkurinn hvað eftir annað yfir 40% í kosningum og A-flokkarnir svonefndu voru meirihlutann af síðustu öld með í kringum 30-40% samanlagt. 

Sá hluti Bjartrar framtíðar, sem kom frá Besta flokknum, er nokkurs konar fyrirrennari Píratanna að því leyti að besti flokkurinn naut þess að vera nýr í valdakerfinu, áður en hann komst til valda í borgar- og bæjarstjórnum í þremur stærstu sveitarfélögum landsins.

Eftir það hafa Píratar tekið við þessu hlutskipti hins saklausa, en þó má segja að þeir hafi neyðst til að kyngja aðal áhugamáli sínu varðandi beint lýðræði með því að fylgja ekki fram þeirri stefnu sinni í borgarstjórn Reykjavíkur varðandi flugvallarmálið. 

Samanlagt hafa Píratar og Björt framtíð nú tæplega 40%, - tölu sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði fyrrum áratugum saman. 

En hve lengi verður þetta nýja pólitíska landslag við lýði? 


mbl.is Björt framtíð eykur fylgi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband