Fylgi Pírata og ríkisstjórnarinnar: Sama prósentutala.

Einu sinni fór Sjálfstæðisflokkurinn hvað eftir annað yfir 40% í kosningum og A-flokkarnir svonefndu voru meirihlutann af síðustu öld með í kringum 30-40% samanlagt. 

Sá hluti Bjartrar framtíðar, sem kom frá Besta flokknum, er nokkurs konar fyrirrennari Píratanna að því leyti að besti flokkurinn naut þess að vera nýr í valdakerfinu, áður en hann komst til valda í borgar- og bæjarstjórnum í þremur stærstu sveitarfélögum landsins.

Eftir það hafa Píratar tekið við þessu hlutskipti hins saklausa, en þó má segja að þeir hafi neyðst til að kyngja aðal áhugamáli sínu varðandi beint lýðræði með því að fylgja ekki fram þeirri stefnu sinni í borgarstjórn Reykjavíkur varðandi flugvallarmálið. 

Samanlagt hafa Píratar og Björt framtíð nú tæplega 40%, - tölu sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði fyrrum áratugum saman. 

En hve lengi verður þetta nýja pólitíska landslag við lýði? 


mbl.is Björt framtíð eykur fylgi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirskriftir í fyrra um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.

Þar að auki voru þessar undirskriftir langt frá því að vera eingöngu undirskriftir Reykvíkinga og undirskriftasafnanir eru ekki kosningar, sem hafa nú þegar farið fram um Reykjavíkurflugvöll.

Og ekki er kosið um nákvæmlega sama mál þar til einhverjir verða ánægðir með niðurstöðuna.

Þorsteinn Briem, 9.9.2015 kl. 16:53

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirskriftir árið 2013 um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.

20.9.2013:

"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.

Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.

En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23 prósent kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins."

Þorsteinn Briem, 9.9.2015 kl. 17:00

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson síðastliðinn föstudag:

"Við fengum kynningu á öryggisúttekt Isavia um lokun þriðju brautar Reykjavíkurflugvallar en í niðurstöðum segir að óhætt sé að loka henni þegar horft er til viðmiða Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO).

Fleira fróðlegt kom fram, meðal annars það að brautin hefur verið lokuð á löngum köflum í sumar því hún hefur verið notuð sem flugvélastæði fyrir einkaþotur.

Notkunarstuðull á vellinum án þriðju brautar reiknast 97% en alþjóðlegt viðmið er að hann eigi ekki að fara niður fyrir 95%.

Þegar metnar eru raunverulegar aðstæður, byggt á nákvæmum vindmælingum, ástandi flugbrautar, skyggni og skýjahæð og raunverulegri notkun í innanlandsflugi og sjúkraflugi er nýting vallarins miðað við að þriðju brautinni sé lokað enn betri, eða vel yfir 98%.

Lækkun nýtingar vegna lokunar þriðju brautarinnar reiknast um 0,6%.

Öryggisúttektin sýnir þannig að með mildunarráðstöfunum er ásættanlegt að loka þriðju brautinni.

Mikilvægt er að það gangi eftir, í samræmi við samninga ríkis og borgar þar um á undanförnum árum, nú síðast samning Reykjavíkurborgar og ríkisins sem samþykktur var einróma í borgarráði þann 31. október 2013."

Þorsteinn Briem, 9.9.2015 kl. 17:45

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.3.2001:

kosningunni, sem var rafræn, var hægt að kjósa á milli þriggja kosta.

Í fyrsta lagi að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri eftir 2016.

Í öðru lagi að flugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi var hægt að skila auðu."

Meirihlutinn vill flugvöllinn burt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og staðsetningu flugvallarins

Þorsteinn Briem, 9.9.2015 kl. 17:59

6 identicon

Varðandi athugasemd #4 má benda á þessa færslu:

http://delirius-bubonis.blog.is/blog/delirius-bubonis/entry/1975063/

Þurfi ég að velja á milli að trúa flugmanninum eða Degi, þá vel ég ekki stjórnmalamanninn...

ls (IP-tala skráð) 9.9.2015 kl. 18:14

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Steini, það eru 14 ár síðan þessi kosning um flugvöllinn fór fram. Samkvæmt reglum um hana var hún ekki bindandi og því var ekkert gert í málinu.

Þar á ofan munaði örlitlu á fylgi þeirra sem voru á móti og þeim sem voru með. 

Hvers vegna má ekki láta fara fram aðra kosningu núna og láta hana verða bindandi? 

Ómar Ragnarsson, 9.9.2015 kl. 20:14

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kosning um Reykjavíkurflugvöll fór fram og spurt var hvort flugvöllurinn ætti að fara af Vatnsmýrarsvæðinu eftir árið 2016 og eftir því hefur verið unnið og samningar gerðir á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins.

Þorsteinn Briem, 9.9.2015 kl. 20:39

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Mér finnst líklegt Ómar, að Píratar horfi samt til þessarar atkvæðagreiðslu 2001, hvað sem fólk segjir um hana. Veit ekki betur en allir flokkar hafi verið við völd eftir þessa atkvæðagreiðslu, og unnið skv. niðurstöðum hennar. Eins það, framsóknarmenn fengu að öllum líkindum ekki þessa  fulltrúa, þó þeir kenndu sig við flugvallavini, heldur vegna andstöðu sinnar við byggingu mosku, eða réttara sagt, að þeim hafi verið gefin lóðina undir hana.

Jónas Ómar Snorrason, 10.9.2015 kl. 09:05

10 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hvað sem öðru líður, þá er það frábært þetta staðfesta fylgi Pírata.

Jónas Ómar Snorrason, 10.9.2015 kl. 09:07

11 identicon

Rétt hjá Jónasi.  Píratar binda sig við atkvæðagreiðslu sem ekki var bindandi samkvæmt reglum.  Þeir vinna nákvæmlega eins og aðrir flokkar sem varðar ekkert um þjóðarvilja.  Páll Vilhjálmsson og Píratar eru núna að reyna að búa til tvær fylkingar úr sömu súpunni.  Það tekst að sjálfsögðu ekki en er óneitanlega svolítið fyndið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.9.2015 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband