Leki inn í forsætisráðuneytið, Steindi og "...oj!"

Margt stórgott var í skaupinu í þetta sinn.

Svo eitthvað sé nefnt virtist einhver hafa lekið nýjársávarpi forsætisráðherra til Sigmundar Davíðs. Nema að kópíu af fyrri ávörpum SDG hafi verið lekið til hans.

Steindi brilleraði frá upphafi til enda.

"...oj!" atriðið, heimsókn SDG og GBS til ESB var enn fyndnara en hin raunverulega heimsókn var og þurfti talsvert til. 

Þessi atriði og nokkur fleiri gerðu meira en að vega upp nokkur sem ekki gerðu sig nógu vel.

Nútímanlegt skaup. Lengi lifi skaupið!


mbl.is Meira um #skaupið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munur á innihaldi tveggja áramótaávarpa.

Táknrænt var fyrir mun á tveimur áramótaávörpum forystumanna þjóðarinnar, að í upptöku fyrir jól var hægt að leggja leikara í áranótaskapi fyrirfram í munn nokkurn veginn orðréttan þann texta forsætisráðherra, sem hann myndi flytja um áramót.

Svo fyrirsjáanleg var einhliða glans- og helgimyndin sem hann dró upp af kjörum allrar þjóðarinnar þar sem allir veltu sér upp úr allsnægtum að hans mati á sama tíma sem allt annar raunveruleiki blasir við öldruðum og öryrkjum og öðrum, sem bágust hafa kjörin og var neitað um sömu úrlausn í kjaramálum ag betur megandi þjóðfélagshópum hafði verið skenkt.

Forseti Íslands ítrekaði hins vegar fyrri ummæli um að útrýma þurfi þeim smánarbletti sem sárafækt fjölda fólks er á Íslandi. 

Forsetinn endaði ávarp sitt á ósk um blessun Guðs og göfullar náttúru en forsætisráðherra afrekaði það að minnast ekki einu einasta orði á náttúru landsins, heldur talaði eingöngu um hið manngerða umhverfi þegar hann vék orðum að ferðaþjónustunni og eflingu hennar.

Ef svo fer að Ólafur Ragnar Grímsson ljúki störfum sem forseti í sumar hefur hann valið þann tíma fyrir starfslok sín þegar árangur starfs hans á sviði stöðu Íslands í alþjóðasamskiptum blasir við og vekur aðdáun.

Einnig það að hafa virkjað ákvæðið um málskotsrétt og notað hann þegar þörf var á. Hann breytti í þeim efnum í samræmi við yfirlýsingu sína fyrir forsetakosningar 1996 sem var eitt af þeim atriðum sem ollu því að ég kaus hann þá og ég vildi síðar,, bæði í bloggskrifum og með undirskrift við áskorun um málskot vegna Icesave I að hann beitti honum þá.

Hefði talið ástæðu að beita málskotsréttinum vegna Kárahnjúkavirkjunar 2003.  

Það helsta sem út af stendur og óvissa ríkir enn um eru afdrif stjórnarskrármálsins.


mbl.is Býður sig ekki fram til endurkjörs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband