Sporin hræða. "Túrbínutrix" í uppsiglingu.

Við höfum heyrt þetta allt áður þegar átt hefur að fara í háhitavirkjanir,- " lítil umhverfisáhrif, - snyrtileg mannvirki, - endurnýjanleg orka,- það verður að anna raforkuþörf, - bætt aðgengi, - misskilningur náttúruverndarfólks, - virkjanir og náttúruverðmæti fara vel saman o.s frv."Eldvörp, syðri hluti

Við heyrðum þau á Hellisheiði, við Reykjanes, Þeystareyki og Bjarnarflag. Og við vitum hvert framhaldið var, afleiðingarnar og það sem blasir við á þremur fyrstnefndu stöðunu eru enginn misskilningur.

Forstjóri HS Orku stundar afvegaleiðandi blekkingar þegar hann lýsir tilraunaborununuum eins og þær einar marki endanlegt útlit heillar háhitavirkjunar.

Hann minnist ekki einu orði á gufuleiðslurnar og háspennulínurnar, sem leggja þarf, og lætur eins og stöðvarhús og skiljuhús séu smámunir einir.

Hann talar eins og Svartsengisvirkjun hafi risið í núverandi stærð fyrir 30 árum, en það er alrangt.

Hann talar eins og þrýstingsfall sé ekki í myndinni í holum Svartsengisvirkjunar. Af hverju bregður þá svo við að hætt er að birta tölur um þrýstung í holum virkjunarinnar?

Nú liggja fyrir tölur sem benda til 4% þrýstingsfalls á ári í Reykjanesvirkjun, en 2,7% þrýstingsfall hjá Hellisheiðarvirkjun þykja mikið áhyggjuefni.

Við Íslendingar framleiðum fimm sinnum meiri raforku en við þurfum til okkar eigin heimila og fyrirtækja.

Hvers konar orkupólitík er það sem leiðir til raforkuskorts 2018?

Ætli ekki sé sönnu nær að þá fari að blasa við, að hin margrómaða "endurnýjanlega og sjálfbæra orkuöflun" HS orku fer að dvína vegna rányrkju? 

Þetta er enginn "misskilningur".

Hver rannsóknarhola kostar 560 milljónir. Fimm holur kosta hátt í 3 milljarða.

HS orka ætlar sér varla að eyða þessu fé nema að fá eitthvað í staðinn?

Auðvitað heila virkjun. Og munu þá segja, að ef náttúruverndarfólk ætli að standa í vegi fyrir því. beri það ábyrgð á þriggja milljarða tjóni.

Svipað var reynt við Laxárvirkjun 1970 þegar kaupa átti stax risatúrbínur fyrir stórstækkaða Laxárvirkjun og kenna andófsfólki um tjónið sem yrði ef þær yrðu ekki keyptar. 

1970 var raunverulegur en ekki tilbúinn skortur á raforku handa heimilum og fyrirtækjum á Norðurlandi.

En "Túrbínutrixið" var afhjúpað og sprengt framan í þá sem beittu því.

Enn meiri ástæða er því til að andæfa nú og koma strax í veg fyrir það tjón sem er í uppsiglingu við Eldvörp.

 

 

 


mbl.is Andmæli við virkjun „byggð á misskilningi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beck, von Brauchitsch, Rommel og Guderian reyndu andóf.

Foingjar í hernum stóðu fyrir tilræði við Hitler í júlí 1944. Ludwig Beck hershöðingi, sem hafði reynt að andæfa Hitler fyrir stríð, átti að verða leiðtogi þjóðarinnar að Hitler dauðum, en tiræðið mistókst og Beck var líflátinn.

Rommel var vitorðsmaður og galt fyrir það með lífi sínu.

Beck og von Brauchitsch voru í hópi hershöfingja sem vildu koma í veg fyrir styrjöld með því að taka ráðin af Hitler í september 1938.

Sigur Hitlers við samningaborðið í Munchen kippti fótunum undan andófinu.

Þeir félagar voru líka með í ráðum í október 1939 í svonefndu Zossensamsæri, sem átti að koma í veg fyrir innrás í Niðurlönd og Frakkland.

Slæmt veður varð til þess herferðinni var frestað til vors og botninn datt úr Zossensamsærinu.

Þegar skriðdrekasveitir brunuðu eftir sléttunum í átt til Moskvu í ágúst 1941, skipaði Hitler Guderian að taka vinkilbeygju til hægri suður í Ukraínu til að framkvæma stærstu umkringingu og fjölda stríðsfanga í hernaðarsögunni.

Þetta seinkaði herförinni til Moskvu um sex vikur og olli grimmilegum ósigri við borgarhlið Moskvu.

Þegar Guderian mætti fyrstu T-34 skriðdrekum Rússa í stórum hópum varð honum ljóst að forsendur herfararinnar voru rangar.

Þessar vikur stóð Guderian uppi í hárinu á Hitler í vaxandi mæli og það endaði með því að Hitler setti Guderian af.

 


mbl.is Hellti sér yfir Hitler
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frost á Fróni, Kári í jötunmóð heilagrar reiði!

Það er engin furða þótt Kára Stefánssyni, öðrum tveggja Íslendinga sem nefndir hafa verið í hópi 100 fremstu í heiminum á sínu sviði, sé heitt í hamsi.

Hann minntist á fyrirbrigðið gáttaflökt eða hjartaflökt um daginn sem dæmi um það hvernig fjársvelti í heilbrigðisþjónustu skilur ekki aðeins eftir sig slóð þjáðra, örkumla og látinna sjúklinga að óþörfu, heldur verða heildarútgjöld þjóðfélagsins meiri en ef úrýmt hefði verið biðlista sem myndast síðustu mánuði ársins vegna þess að "kvóti ársins" er búinn.

Afleiðingar gáttaflökts geta orðið alvarlegar, t.d. heilablóðfall.

Einn minna bestu aldavina var kominn með gáttaflökt í haust en var látinn bíða.

Hann fékk alvarlega blæðingu við heilann, og við tók dvöl í öndunarvél. 

Hann var heppinn að því leyti að ekki urðu alvarlegar heilaskemmdir,- blóðið fór á milli heilans og höfuðkúpunnar.

En þetta var samt alvarlegt tilfelli og hann er enn í endurhæfingu á Gjörgæsludeild á Grensási. 

Heildarkostnaður vegna svona tilfellis er miklu meiri en ef tafarlausar aðgerðir geta afstýrt blæðingu.


mbl.is Kári Stefánsson í jötunmóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband