"Hesturinn ber ekki það sem ég ber."

Alþjóða heibrigðisstofnunin telur sannað að því betra sem aðgengi sé að áfengi, því meiri sé neyslan.

Vitað er að þetta atriði, að halda sig frá því umhverfi þar sem neysla er í gangi, er megin viðfangsefni fíkla, sem farið hafa í meðferð. 

Með því að láta áfengi flæða um hillur verslana með tilheyrandi gyllingu áfengisneyslu og rökstyðja það með því að allir græði, bæði seljendurnir og lika ríkissjóður, er alveg horft fram hjá þeim mikla kostnaði í heibrigðis- og velferðarkerfinu og tjóni fyrir einstaklinga og fyrirtæki, sem aukin áfengisneysla hefur í för með sér.

Minnir á þjóðsöguna um karlinn sem sat á hesti með stóran poka á bakinu.

Þegar menn spurðu af hverju hann reiddi ekki pokann á hestinum fyrir framan sig, svaraði hann:

Hesturinn ber ekki það sem ég ber.


mbl.is Hagar bjóða upp á Euroshopper-bjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennedymorð Norðurlanda.

52 árum eftir morðið á John F. Kennedy og tæpum 30 árum eftir morðið á Olof Palme eru þessi morð enn sveipuð ákveðnum dularhjúpi, sem veldur því að fólki er ekki rótt.

Hvorugt þykir upplýst til fulls.

Þau eiga það sameiginlegt að flestir muna hvar þeir voru staddir þegar þeir heyrðu fyrst sagt frá þeim og bæði morðin hristu rækilega upp í þjóðlífi síns tíma og ýttu duglega við fólki.

Öllum varð hverft við. Hvernig gátu þessi morð gerst? Hvernig gat morðið á Palme gerst í friðsömu og öruggu norrænu samfélagi?

Velt var við ýmsum steinum í Svíþjóð varðandi opinber viðbrögð við morðinu á Palme, til dæmis það rannsakað hvers vegna fyrstu ljósvakafréttir af morðinu voru sagðar í íslenska sjónvarpinu, alllöngu áður en Svíar sjálfir og aðrar þjóðir fengu fréttirnar.

Meginástæðan var sú að úr íslenska sjónvarpinu fékkst strax beint og órofið símasamband við Íslendinga í miðborginni og línunni var haldið opinni fram eftir nóttinni á sama tíma og ekki var hægt að ná sambandi við borgina vegna álags.

Dagskrá íslenska sjónvarpsins var strax rofin í miðri bíómynd til að segja tíðindin.

Bæði Kennedy og Palme áttu svarna og öfluga andstæðinga sem gáfu fjölbreytiegum samsæriskenningum byr undir báða vængi.

  


mbl.is Er skotvopnið fundið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriðja og áttunda plús það versta.

Getur þetta verið hvað varðar streitufyllstu störfin? Jú, það ber ekki á öðru en að þangað leit klárinn, sem hann er kvaldastur.

Af því sem ég hef tekið mér fyrir hendur um ævina, eru sem sé tvö störf meðal topp tíu á listanum yfir mestu streitustörf heims, nánar tiltekið í 3ja og áttunda sæti.

Enga streitu veit ég þó hafa verið meiri en að keppa í rallakstri og á engum starfsvettvangi hef ég lent í fleiri slysum og verið eins hætt kominn og á sviðinu. 

Alls fimm beinbrot plús byltuslys sem setti mig á hækjur næstu vikur á eftir.

Og ekkert atriði eins hættulegt og lagið Sveitaball þar sem ég var heppinn að hálsbrjóta mig til dauða. 


mbl.is 10 mest stressandi störf heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband