Tillögur nefndar Bjarna Benediktssonar í skúffu í 60 ár.

Margar stjórnarskrárnefndir hafa verið settar á fót í 70 ár. Ein þeirra var undir forsæti Bjarna Benedktssonar fyrir 60 árum.

Hún, eins og aðrar stjórnarskrárnefndir fram eftir síðustu öld, átti að gera nýja stjórnarskrá í stað þeirrar gömlu, sem var í grunninn hin sama og danska stjórnarskráin 1849. 

Á fundi Varðarfélagsins reifaði Bjarni nokkur atriði, sem rædd voru í starfi nefndarinnar, og koma nokkur þeirra kunnuglega fyrir sjónir 60 árum síðar. 

En í öll þessi ár hafa íslenskir stjórnmálamenn gætt þess vandlega að læsa skúffunni, sem þau hafa legið í, í hvert skipti sem komið hefur til tals að taka þau upp og dusta af þeim rykið.

Og stjórnarskrárnefnd Bjarna gat ekki skilað neinu af sér frekar en aðrar slíkar nefndir áratugum saman. 


mbl.is Sömu kröfur gerðar frá 1952
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

50 ára gamalt gylliboð.

Fyrir 50 árum var því haldið fram að í kringum álverið í Straumsvík myndi spretta upp stórfelldur áliðnaður sem flytti út margþætta álvarning, allt frá álpappír og álþakplötum upp í flugvélar.

Þetta gylliboð reyndist tálsýn.

Ég heyrði skýringuna í hnotskurn þegar ég hitti byggingaverktaka, sem var að leggja þakplötur úr áli á hús í miðju gróðærinu árið 2007.

"Er ekki hægt að framleiða þessar þakplötur hér á landi?" spurði ég, "og setja þær á hús, nánast við verksmiðjuvegg álversins?"

"Nei," svaraði hann.

"Fyrst verður að flytja súrálið hingað yfir þveran hnöttinn frá Ástralíu, síðan að flytja það umbreytt í ál til þakplötuverksmiðju í Þýskalandi, og loks þaðan aftur til Íslands í formi þakplatna.

Á hverjum degi framleiðir þessi verksmiðja þakplötur sem nægja myndu fyrir Íslendinga í tvö ár.

Hagkvæmni stærðarinnar, skilurðu?" 

50 árum eftir gylliboðið auglýsir síðan Norðurál hið umbreytta hráefni, sem upphaflega er flutt hingað yfir hálfan hnöttinn sem ál frá norðurslóðum.  


mbl.is Vilja álið beint úr álveri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æpandi þögn Bandaríkjamanna.

Frakkar, Bretar og Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna eru meðal þeirra sem hafa mótmælt aftökunum í Sádi-Arabíu.

Þögn Bandaríkjamanna, sem hafa löngum státað sig af því að vera brjóstvörn mannréttinda og frelsis í heiminum, hefur hins vegar verið æpandi.

Sádarnir eru dyggir bandamenn Bandaríkjamanna, í lykilaðstöðu vegna olíuauðs síns, hafa verið fóðraðir með bandarískum vígvélum, og Kanar þora ekki að rugga bátnum.

Leyfa líka aftökur í eigin landi.


mbl.is Frakkar og Þjóðverjar fordæma aftökurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband